Ari Freyr vill sjá Lars taka við landsliðinu og stefnir sjálfur til Svíþjóðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 12:31 Ari Freyr Skúlason væri til í að sjá Lars taka við íslenska karlalandsliðinu. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason segist vilja sjá Lars Lagerbäck sem næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Vinstri bakvörðurinn segist vera skoða sín mál og það komi til greina að spila í Svíþjóð á nýjan leik. Hinn 33 ára gamli Ari Freyr hefur undanfarin fjögur ár leikið í Belgíu með Lokeren og Oostende. Eftir mikla veru á varamannabekk Oostende er Ari Freyr farinn að hugsa sér til hreyfings á nýju ári. Hann lék lengi vel í Svíþjóð og gæti hugsað sér að fara þangað á nýjan leik. Ari Freyr ræddi við sænska blaðið Expressen nýverið þar sem hann fór yfir þetta sem og að hann vilji fá Lars Lagerbäck í hlutverk landsliðsþjálfara Íslands. „Ég spilaði níutíu mínútur i síðasta leik en hef verið mikið á bekknum. Er orðinn 33 ára gamall og kannski er orðið tímabært að leita eitthvað annað, við sjáum hvað gerist á næsta ári,“ sagði Ari en samningur hans við Oostende rennur út sumarið 2021. „Ég er opinn fyrir nær öllu og við fjölskyldan erum að skoða það að færa okkur aftur til Skandinavíu. Danmörk, Noregur eða Svíþjóð myndu öll henta vel, við sjáum svo bara hvernig það fer,“ bætti hann við. INTERVJU: Ari Skulason öppnar för allsvenskan - och tar Erik Hamrén i försvar.https://t.co/iYBMkuxhJt— SportExpressen (@SportExpressen) December 11, 2020 Ari telur Erik Hamrén, fyrrum landsliðsþjálfara, hafa fengið óvæga gagnrýni. „Erik er góður þjálfari og mjög vinalegur maður. Hann fékk of mikla gagnrýni sem var óverðskulduð. Áður en hann kom þá var lítið um meiðsli og allt gekk upp. Eftir að hann kom þá vorum við óheppnir með meiðsli leikmanna eins og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hamrén gat því ekki notað þá leikmenn sem hann vildi.“ „Ég væri til í að sjá Lars taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik. Hann byrjaði þetta ævintýri sem hefur verið í gengi undanfarin ár. Það var klárlega hans vinna sem skilaði því. Hann er mjög rólegur að eðlisfari og með skýrar hugmyndir varðandi leikskipulag. Það er kannski ekki áferðafallegasti fótbolti í heimi en hann skilar úrslitum,“ sagði Ari Freyr að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Miklar tilfinningar hjá íslensku strákunum í leikslok: Ari sat lengi Ari Freyr Skúlason var einn af landsliðsmönnum Íslands sem gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik í kvöld og hann sat lengi á grasinu eftir leik. 18. nóvember 2020 22:39 Ari mögulega hættur en vill fá ungu strákana í landsliðið hægt og rólega Ari Freyr Skúlason segir það ekki ljóst hvort leikurinn við England á Wembley hafi verið hans síðasti landsleikur á ferlinum. 20. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Ari Freyr hefur undanfarin fjögur ár leikið í Belgíu með Lokeren og Oostende. Eftir mikla veru á varamannabekk Oostende er Ari Freyr farinn að hugsa sér til hreyfings á nýju ári. Hann lék lengi vel í Svíþjóð og gæti hugsað sér að fara þangað á nýjan leik. Ari Freyr ræddi við sænska blaðið Expressen nýverið þar sem hann fór yfir þetta sem og að hann vilji fá Lars Lagerbäck í hlutverk landsliðsþjálfara Íslands. „Ég spilaði níutíu mínútur i síðasta leik en hef verið mikið á bekknum. Er orðinn 33 ára gamall og kannski er orðið tímabært að leita eitthvað annað, við sjáum hvað gerist á næsta ári,“ sagði Ari en samningur hans við Oostende rennur út sumarið 2021. „Ég er opinn fyrir nær öllu og við fjölskyldan erum að skoða það að færa okkur aftur til Skandinavíu. Danmörk, Noregur eða Svíþjóð myndu öll henta vel, við sjáum svo bara hvernig það fer,“ bætti hann við. INTERVJU: Ari Skulason öppnar för allsvenskan - och tar Erik Hamrén i försvar.https://t.co/iYBMkuxhJt— SportExpressen (@SportExpressen) December 11, 2020 Ari telur Erik Hamrén, fyrrum landsliðsþjálfara, hafa fengið óvæga gagnrýni. „Erik er góður þjálfari og mjög vinalegur maður. Hann fékk of mikla gagnrýni sem var óverðskulduð. Áður en hann kom þá var lítið um meiðsli og allt gekk upp. Eftir að hann kom þá vorum við óheppnir með meiðsli leikmanna eins og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hamrén gat því ekki notað þá leikmenn sem hann vildi.“ „Ég væri til í að sjá Lars taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik. Hann byrjaði þetta ævintýri sem hefur verið í gengi undanfarin ár. Það var klárlega hans vinna sem skilaði því. Hann er mjög rólegur að eðlisfari og með skýrar hugmyndir varðandi leikskipulag. Það er kannski ekki áferðafallegasti fótbolti í heimi en hann skilar úrslitum,“ sagði Ari Freyr að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Miklar tilfinningar hjá íslensku strákunum í leikslok: Ari sat lengi Ari Freyr Skúlason var einn af landsliðsmönnum Íslands sem gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik í kvöld og hann sat lengi á grasinu eftir leik. 18. nóvember 2020 22:39 Ari mögulega hættur en vill fá ungu strákana í landsliðið hægt og rólega Ari Freyr Skúlason segir það ekki ljóst hvort leikurinn við England á Wembley hafi verið hans síðasti landsleikur á ferlinum. 20. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira
Miklar tilfinningar hjá íslensku strákunum í leikslok: Ari sat lengi Ari Freyr Skúlason var einn af landsliðsmönnum Íslands sem gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik í kvöld og hann sat lengi á grasinu eftir leik. 18. nóvember 2020 22:39
Ari mögulega hættur en vill fá ungu strákana í landsliðið hægt og rólega Ari Freyr Skúlason segir það ekki ljóst hvort leikurinn við England á Wembley hafi verið hans síðasti landsleikur á ferlinum. 20. nóvember 2020 15:30