47% farandverkamanna í Singapúr fengið Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 11:08 Sýnataka á heimavist farandverkamanna í Singapúr. epa/How Hwee Young Næstum helmingur erlendra farandverkamanna í Singapúr, sem hafa verið einangraðir á heimavistum frá því í vor, hefur smitast af SARS-CoV-2. Áður hafði verið greint frá 54.500 smitum en þau telja raunverulega 152.000. Um 323.000 farandverkamenn búa og starfa í Singapúr og 47% þeirra hafa smitast. Til samanburðar má nefna að aðeins 4.000 heimamenn hafa greinst með Covid-19 og 11% íbúa Lundúna. Smitin sem áður hafði verið sagt frá greindust við skimun vegna Covid-19 en 98.000 reyndust hafa mótefni við sjúkdómnum, sem þýðir að þeir höfðu þegar fengið hann. Enn á eftir að birta niðurstöður mótefnamælinga 65.000 farandverkamanna. „Þessar tölur koma okkur ekki á óvart,“ sagði Alex Au, hjá góðgerðasamtökunum Transient Workers Count Too,“ í samtali við BBC. „Um mitt ár sögðu þeir sem voru að greinast smitaðir að þeim hefði verið sagt að dvelja í herbergjum sínum og ekki verið settir í einangrun. Þeir voru áfram í návígi við herbergisfélaga sína.“ Mennirnir hafa verið látnir sæta einangrun á heimavistunum, sem hefur haft það í för með sér að smit hafa borist á milli eins og eldur í sinu.epa/How Hwee Young „Farið með þá eins og fanga“ Farandverkamennirnir koma flestir frá Suður-Asíu og starfa við húsbyggingar og frameiðslu. Au segir tölurnar gamla sögu; hann hafi meiri áhyggjur af því að jafnvel þótt engin smit greindust nú væri verkamönnunum enn gert að dvelja aðeins á herbergjum sínum þegar þeir væru ekki við vinnu og bannað að vera meðal almennings. Au sagði takmarkanirnar ástæðulausar; smitstuðullinn væri nú nær núlli og verkamennirnir skimaðir á tveggja vikna fresti. „Verkamennirnir eru enn innilokaðir og farið með þá eins og fanga; þeir eru notaðir til vinnu án þess að hafa frelsi til að fara um,“ segir Au. Yfirvöld sögðu á mánudag að takmörkunum yrði smám saman aflétt, nú þegar tekist hefði að ná tökum á faraldrinum. Gert er ráð fyrir að hluta hópsins verði heimilað að fara um meðal almennings einu sinni í mánuði eftir áramót, að því gefnu að þeir beri rakningabúnað og fari eftir sóttvarnareglum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Um 323.000 farandverkamenn búa og starfa í Singapúr og 47% þeirra hafa smitast. Til samanburðar má nefna að aðeins 4.000 heimamenn hafa greinst með Covid-19 og 11% íbúa Lundúna. Smitin sem áður hafði verið sagt frá greindust við skimun vegna Covid-19 en 98.000 reyndust hafa mótefni við sjúkdómnum, sem þýðir að þeir höfðu þegar fengið hann. Enn á eftir að birta niðurstöður mótefnamælinga 65.000 farandverkamanna. „Þessar tölur koma okkur ekki á óvart,“ sagði Alex Au, hjá góðgerðasamtökunum Transient Workers Count Too,“ í samtali við BBC. „Um mitt ár sögðu þeir sem voru að greinast smitaðir að þeim hefði verið sagt að dvelja í herbergjum sínum og ekki verið settir í einangrun. Þeir voru áfram í návígi við herbergisfélaga sína.“ Mennirnir hafa verið látnir sæta einangrun á heimavistunum, sem hefur haft það í för með sér að smit hafa borist á milli eins og eldur í sinu.epa/How Hwee Young „Farið með þá eins og fanga“ Farandverkamennirnir koma flestir frá Suður-Asíu og starfa við húsbyggingar og frameiðslu. Au segir tölurnar gamla sögu; hann hafi meiri áhyggjur af því að jafnvel þótt engin smit greindust nú væri verkamönnunum enn gert að dvelja aðeins á herbergjum sínum þegar þeir væru ekki við vinnu og bannað að vera meðal almennings. Au sagði takmarkanirnar ástæðulausar; smitstuðullinn væri nú nær núlli og verkamennirnir skimaðir á tveggja vikna fresti. „Verkamennirnir eru enn innilokaðir og farið með þá eins og fanga; þeir eru notaðir til vinnu án þess að hafa frelsi til að fara um,“ segir Au. Yfirvöld sögðu á mánudag að takmörkunum yrði smám saman aflétt, nú þegar tekist hefði að ná tökum á faraldrinum. Gert er ráð fyrir að hluta hópsins verði heimilað að fara um meðal almennings einu sinni í mánuði eftir áramót, að því gefnu að þeir beri rakningabúnað og fari eftir sóttvarnareglum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira