Wenger talaði við Houllier nokkrum tímum áður en hann lést Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2020 07:30 Gérard Houllier og Arsene Wenger voru miklir vinir. getty/PA Images Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, var einn af þeim síðustu sem ræddu við Gérard Houllier, fyrrverandi stjóra Liverpool, áður en hann lést á mánudaginn. Houllier var 73 ára þegar hann féll frá. Þremur vikum áður en hann lést gekkst hann undir hjartaaðgerð. Í síðasta samtali sínu við Wenger sagðist hann bjartsýnn að ná sér eftir aðgerðina. „Við Gérard og David Dein [fyrrverandi stjórnarformaður Arsenal] ræddum saman á hverjum sunnudegi. Við gátum það þarsíðasta sunnudag þar sem Gérard var of veikur en gerðum það núna á sunnudaginn eins og við höfum gert síðan kórónuveirufaraldurinn skall á. Samtalið var styttra en venjulega. Oftast var það klukkutími en núna var það bara fimmtán mínútur,“ sagði Wenger. „Hann var bjartsýnn eins og þjálfara er siður. Þess vegna eru þessar fréttir svo ósanngjarnar. Hann var svo hugrakkur að fara í þessa aðgerð. Þetta er erfitt. Hann vildi gangast undir aðgerðina í lok nóvember þegar við vorum að óttast aðra bylgju faraldursins. En hann var staðráðinn í að fara í aðgerðina því hann hafði lifað við þessa ógn svo lengi.“ Houllier glímdi við hjartavandamál allt frá því hann fékk hjartaáfall í hálfleik í leik Liverpool og Leeds United haustið 2001. Hann gekkst undir viðamikla aðgerð en sneri aftur til starfa aðeins fimm mánuðum eftir hana. Wenger syrgir kollega sinn og landa og segir Houllier hafa verið einstakan mann. „Hann var ótrúlega klár, hann elskaði fótbolta heitt og var örlátur. Hann var fljótur að skilja hluti og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra. Og hann var jákvæður. Þess vegna er þetta svona mikið áfall. Franskur fótbolti hefur misst sterka rödd og hann var frábær stjóri.“ Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Houllier var 73 ára þegar hann féll frá. Þremur vikum áður en hann lést gekkst hann undir hjartaaðgerð. Í síðasta samtali sínu við Wenger sagðist hann bjartsýnn að ná sér eftir aðgerðina. „Við Gérard og David Dein [fyrrverandi stjórnarformaður Arsenal] ræddum saman á hverjum sunnudegi. Við gátum það þarsíðasta sunnudag þar sem Gérard var of veikur en gerðum það núna á sunnudaginn eins og við höfum gert síðan kórónuveirufaraldurinn skall á. Samtalið var styttra en venjulega. Oftast var það klukkutími en núna var það bara fimmtán mínútur,“ sagði Wenger. „Hann var bjartsýnn eins og þjálfara er siður. Þess vegna eru þessar fréttir svo ósanngjarnar. Hann var svo hugrakkur að fara í þessa aðgerð. Þetta er erfitt. Hann vildi gangast undir aðgerðina í lok nóvember þegar við vorum að óttast aðra bylgju faraldursins. En hann var staðráðinn í að fara í aðgerðina því hann hafði lifað við þessa ógn svo lengi.“ Houllier glímdi við hjartavandamál allt frá því hann fékk hjartaáfall í hálfleik í leik Liverpool og Leeds United haustið 2001. Hann gekkst undir viðamikla aðgerð en sneri aftur til starfa aðeins fimm mánuðum eftir hana. Wenger syrgir kollega sinn og landa og segir Houllier hafa verið einstakan mann. „Hann var ótrúlega klár, hann elskaði fótbolta heitt og var örlátur. Hann var fljótur að skilja hluti og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra. Og hann var jákvæður. Þess vegna er þetta svona mikið áfall. Franskur fótbolti hefur misst sterka rödd og hann var frábær stjóri.“
Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira