Wenger talaði við Houllier nokkrum tímum áður en hann lést Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2020 07:30 Gérard Houllier og Arsene Wenger voru miklir vinir. getty/PA Images Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, var einn af þeim síðustu sem ræddu við Gérard Houllier, fyrrverandi stjóra Liverpool, áður en hann lést á mánudaginn. Houllier var 73 ára þegar hann féll frá. Þremur vikum áður en hann lést gekkst hann undir hjartaaðgerð. Í síðasta samtali sínu við Wenger sagðist hann bjartsýnn að ná sér eftir aðgerðina. „Við Gérard og David Dein [fyrrverandi stjórnarformaður Arsenal] ræddum saman á hverjum sunnudegi. Við gátum það þarsíðasta sunnudag þar sem Gérard var of veikur en gerðum það núna á sunnudaginn eins og við höfum gert síðan kórónuveirufaraldurinn skall á. Samtalið var styttra en venjulega. Oftast var það klukkutími en núna var það bara fimmtán mínútur,“ sagði Wenger. „Hann var bjartsýnn eins og þjálfara er siður. Þess vegna eru þessar fréttir svo ósanngjarnar. Hann var svo hugrakkur að fara í þessa aðgerð. Þetta er erfitt. Hann vildi gangast undir aðgerðina í lok nóvember þegar við vorum að óttast aðra bylgju faraldursins. En hann var staðráðinn í að fara í aðgerðina því hann hafði lifað við þessa ógn svo lengi.“ Houllier glímdi við hjartavandamál allt frá því hann fékk hjartaáfall í hálfleik í leik Liverpool og Leeds United haustið 2001. Hann gekkst undir viðamikla aðgerð en sneri aftur til starfa aðeins fimm mánuðum eftir hana. Wenger syrgir kollega sinn og landa og segir Houllier hafa verið einstakan mann. „Hann var ótrúlega klár, hann elskaði fótbolta heitt og var örlátur. Hann var fljótur að skilja hluti og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra. Og hann var jákvæður. Þess vegna er þetta svona mikið áfall. Franskur fótbolti hefur misst sterka rödd og hann var frábær stjóri.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Houllier var 73 ára þegar hann féll frá. Þremur vikum áður en hann lést gekkst hann undir hjartaaðgerð. Í síðasta samtali sínu við Wenger sagðist hann bjartsýnn að ná sér eftir aðgerðina. „Við Gérard og David Dein [fyrrverandi stjórnarformaður Arsenal] ræddum saman á hverjum sunnudegi. Við gátum það þarsíðasta sunnudag þar sem Gérard var of veikur en gerðum það núna á sunnudaginn eins og við höfum gert síðan kórónuveirufaraldurinn skall á. Samtalið var styttra en venjulega. Oftast var það klukkutími en núna var það bara fimmtán mínútur,“ sagði Wenger. „Hann var bjartsýnn eins og þjálfara er siður. Þess vegna eru þessar fréttir svo ósanngjarnar. Hann var svo hugrakkur að fara í þessa aðgerð. Þetta er erfitt. Hann vildi gangast undir aðgerðina í lok nóvember þegar við vorum að óttast aðra bylgju faraldursins. En hann var staðráðinn í að fara í aðgerðina því hann hafði lifað við þessa ógn svo lengi.“ Houllier glímdi við hjartavandamál allt frá því hann fékk hjartaáfall í hálfleik í leik Liverpool og Leeds United haustið 2001. Hann gekkst undir viðamikla aðgerð en sneri aftur til starfa aðeins fimm mánuðum eftir hana. Wenger syrgir kollega sinn og landa og segir Houllier hafa verið einstakan mann. „Hann var ótrúlega klár, hann elskaði fótbolta heitt og var örlátur. Hann var fljótur að skilja hluti og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra. Og hann var jákvæður. Þess vegna er þetta svona mikið áfall. Franskur fótbolti hefur misst sterka rödd og hann var frábær stjóri.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira