Enski boltinn

Mourin­ho þuldi upp þá leik­menn Liver­pool sem eru heilir heilsu | Mynd­band

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir mætast annað kvöld. 
Þessir tveir mætast annað kvöld.  Laurence Griffiths/Getty Images

José Mourinho, þjálfari Tottenham Hotspur, segir að meiðsli sé eðlilegur hlutir af fótbolta og sagði að Liverpool væri í raun aðeins án eins lykilsmanns fyrir uppgjör toppliða ensku úrvalsdeildarinnar annað kvöld.

Þetta kom fram á blaðamannafundi Mourinho sem sjá má hér að neðan.

„Alisson er ekki meiddur, Trent Alexander-Arnold er ekki meiddur. Ég tel að Joël Matip muni byrja leikinn, Fabinho er ekki meiddur, Andrew Robertson er ekki meiddur, Jordan Henderson er ekki meiddur, Gini Wijnaldum er ekki meiddur, Mo Salah er ekki meiddur, Firmino er ekki meiddur og Sadio Mané er ekki meiddur," sagði Mourinho á blaðamannafundinum.

Sá portúgalski viðurkenndi að Virgil van Dijk væri meiddur og það væri auðvitað skarð fyrir skildi þar sem hann væri frábær leikmaður.

„Gefið mér meiðslalista Liverpool og berið hann saman við þeirra besta byrjunarlið,“ bætti Mourinho við. Hann sagðist geta gefið blaðamönnum nöfn á tíu leikmönnum Tottenham sem munu ekki leika á morgun.

Samkvæmt vef Physio Room eru aðeins þrír leikmenn Tottenham Hotspur frá vegna meiðsla eða veikinda. Það eru Gareth Bale, Erik Lamela og Japhet Tanganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×