Koma mun betur undan fyrstu bylgju en kollegarnir úti í heimi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. desember 2020 15:22 Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsóknarhópnum sem hefur undanfarna mánuði aflað víðtækrar þekkingar á áhrifum króónuveirufaraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna. Vilhelm/Þorkell Þorkellsson Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 eru afar áþekkar niðurstöðum þeirra rannsókna sem þykja sambærilegar hinni íslensku sem framkvæmdar hafa verið erlendis þó að einum meginþætti undanskildum. Niðurstöður rannsóknarinnar um líðan íslensks heilbrigðisstarfsfólks stingur nefnilega í stúf við sambærilegar rannsóknir erlendis. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar sýna að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og jafnvel það sem stóð í framlínunni, kemur vel undan fyrstu bylgju faraldursins. Þetta sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands sem fer fyrir rannsóknarhópnum sem hefur undanfarna mánuði aflað víðtækrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna en um 23 þúsund manns tóku þátt í rannsókninni. Unnur Anna var gestur upplýsingafundar þríeykisins í dag og ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá nánar: Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu „Okkar heilbrigðisstarfsfólk virðist koma vel undan þessari fyrstu bylgju. Það er kannski því að þakka hversu vel gekk að hafa stjórn á faraldrinum. Við höfum vísbendingar um hið gagnstæða frá löndum þar sem verr gekk og faraldurinn var stjórnlaus. Þær niðurstöður benda til þess að það heilbrigðisstarfsfólk, sem starfaði á þeim vettvangi, hafi ekki verið í góðu andlegu standi eftir slík átök þannig að það er mjög jákvætt að sjá það að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og meira að segja það sem vann í framlínunni, er ekki í aukinni áhættu á andlegum einkennum.“ Þegar útbreiðsla kórónuveirunnar náði hæstu hæðum í ýmsum löndum, á borð við Ítalíu í fyrstu bylgju faraldursins og Bandaríkin, mátti gjarnan sjá ráðþrota, dauðþreytt og vondauft heilbrigðisstarfsfólk í fréttum sem vart gat sinnt vinnunni sinni vegna álags. „Það er nákvæmlega þetta sem þau, sem hafa stjórnað hér ferðinni, hafa verið að ítreka til að reyna að vernda heilbrigðiskerfið þannig að það myndi ekki sligast undan álagi. Þetta eru allavega vísbendingar um að okkur hafi tekist vel til í vor.“ Unnur bendir á að þeir sem þegar hafa tekið þátt í rannsókninni eru beðnir um að svara nýjum spurningalista svo hægt sé að fylgja eftir líðan og stöðu heilsufars þeirra í annarri og þriðju bylgju faraldursins. Þá er einnig búið að opna rannsóknina gagnvart nýjum þátttakendum en fólk getur skráð sig til þátttöku á heimasíðunni www.lidanicovid.is. Hér að ofan er hægt að sjá framsögu Unnar Önnu prófessors á upplýsingafundi almannavarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar um líðan íslensks heilbrigðisstarfsfólks stingur nefnilega í stúf við sambærilegar rannsóknir erlendis. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar sýna að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og jafnvel það sem stóð í framlínunni, kemur vel undan fyrstu bylgju faraldursins. Þetta sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands sem fer fyrir rannsóknarhópnum sem hefur undanfarna mánuði aflað víðtækrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna en um 23 þúsund manns tóku þátt í rannsókninni. Unnur Anna var gestur upplýsingafundar þríeykisins í dag og ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá nánar: Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu „Okkar heilbrigðisstarfsfólk virðist koma vel undan þessari fyrstu bylgju. Það er kannski því að þakka hversu vel gekk að hafa stjórn á faraldrinum. Við höfum vísbendingar um hið gagnstæða frá löndum þar sem verr gekk og faraldurinn var stjórnlaus. Þær niðurstöður benda til þess að það heilbrigðisstarfsfólk, sem starfaði á þeim vettvangi, hafi ekki verið í góðu andlegu standi eftir slík átök þannig að það er mjög jákvætt að sjá það að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, og meira að segja það sem vann í framlínunni, er ekki í aukinni áhættu á andlegum einkennum.“ Þegar útbreiðsla kórónuveirunnar náði hæstu hæðum í ýmsum löndum, á borð við Ítalíu í fyrstu bylgju faraldursins og Bandaríkin, mátti gjarnan sjá ráðþrota, dauðþreytt og vondauft heilbrigðisstarfsfólk í fréttum sem vart gat sinnt vinnunni sinni vegna álags. „Það er nákvæmlega þetta sem þau, sem hafa stjórnað hér ferðinni, hafa verið að ítreka til að reyna að vernda heilbrigðiskerfið þannig að það myndi ekki sligast undan álagi. Þetta eru allavega vísbendingar um að okkur hafi tekist vel til í vor.“ Unnur bendir á að þeir sem þegar hafa tekið þátt í rannsókninni eru beðnir um að svara nýjum spurningalista svo hægt sé að fylgja eftir líðan og stöðu heilsufars þeirra í annarri og þriðju bylgju faraldursins. Þá er einnig búið að opna rannsóknina gagnvart nýjum þátttakendum en fólk getur skráð sig til þátttöku á heimasíðunni www.lidanicovid.is. Hér að ofan er hægt að sjá framsögu Unnar Önnu prófessors á upplýsingafundi almannavarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vísindi Geðheilbrigði Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira