„Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. desember 2020 13:12 Nýja greiningartækið getur greint um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Það heitir Cobas 8800. Vísir/Baldur Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nýja greiningartækið, sem kostaði um hundrað milljónir króna, þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið og getur það greint um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Þegar það verður sett saman og kemst í notkun verður sýkla-og veirufræðideildin ekki lengur háð aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur veitt dygga aðstoð frá upphafi faraldursins. Upphaflega stóð til að tækið kæmi til landsins með fraktflugvél Icelandair en tækið reyndist of stórt. Gripið var til þess ráðs að leigja úkraínska Antonov 12 herflutningafél en tækið kom til landsins um kvöldmatarleytið í gær með þeirri vél. „Þetta er tæki af bestu gerð sem fáanlegt er í dag hvað varðar greiningar á erfðaefni með sameindafræðilegri greiningu. Þetta er mjög afkastamikið tæki og hefur möguleika á að greina fjölda veira og baktería.“ Nokkrar tafir urðu á komu tækisins til landsins, meðal annars út af faraldrinum sjálfum en þrátt fyrir að langt sé liðið á faraldurinn mun tækið kom að góðum notum og auka afkastagetu deildarinnar á öðrum sviðum. Cobas 8800 þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið. „Tilefni kaupanna var Covid-19 faraldurinn því afkastageta tækisins hjálpar okkur að halda betur utan um þetta þannig að við getum framkvæmt fleiri greiningar en þetta er í raun og veru miklu meira en það. Þetta er í rauninni mjög fullkomið tæki sem setur okkur framarlega hvað varðar greiningagetu og getur þar með bætt þjónustuna. Tækið getur til dæmis greint lifrarbólguveirurnar, HPV veiruna sem veldur leghálskrabbameini, Cýtómegalóveiru, Epstein- Barr veiruna og Adenóveirur. Þá getur það einnig greint veirumagnið sem getur skipt verulegu máli þegar verið er að meta árangur meðferðar og horfur sjúklinga“. Karl kveðst himinlifandi með nýja tækið sem muni bæta þjónustu við sjúklinga til muna. „Það má segja það að deildin verði með þessu á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og mögulega á greiningum. Það er hægt að greina berklabakteríur og ónæmisgen berklabakteríunnar, klamýdíu og lekanda þannig að þetta opnar ýmsa möguleika. Það er mjög spennandi að fá svona tæki í hendurnar og geta farið að endurskipuleggja þjónustuna og bæta hana með tilkomu þessa tækis.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt Covid greiningartæki Landspítalans getur nýst við skimun á leghálskrabbameini Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 4. september 2020 12:34 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Nýja greiningartækið, sem kostaði um hundrað milljónir króna, þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið og getur það greint um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Þegar það verður sett saman og kemst í notkun verður sýkla-og veirufræðideildin ekki lengur háð aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur veitt dygga aðstoð frá upphafi faraldursins. Upphaflega stóð til að tækið kæmi til landsins með fraktflugvél Icelandair en tækið reyndist of stórt. Gripið var til þess ráðs að leigja úkraínska Antonov 12 herflutningafél en tækið kom til landsins um kvöldmatarleytið í gær með þeirri vél. „Þetta er tæki af bestu gerð sem fáanlegt er í dag hvað varðar greiningar á erfðaefni með sameindafræðilegri greiningu. Þetta er mjög afkastamikið tæki og hefur möguleika á að greina fjölda veira og baktería.“ Nokkrar tafir urðu á komu tækisins til landsins, meðal annars út af faraldrinum sjálfum en þrátt fyrir að langt sé liðið á faraldurinn mun tækið kom að góðum notum og auka afkastagetu deildarinnar á öðrum sviðum. Cobas 8800 þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið. „Tilefni kaupanna var Covid-19 faraldurinn því afkastageta tækisins hjálpar okkur að halda betur utan um þetta þannig að við getum framkvæmt fleiri greiningar en þetta er í raun og veru miklu meira en það. Þetta er í rauninni mjög fullkomið tæki sem setur okkur framarlega hvað varðar greiningagetu og getur þar með bætt þjónustuna. Tækið getur til dæmis greint lifrarbólguveirurnar, HPV veiruna sem veldur leghálskrabbameini, Cýtómegalóveiru, Epstein- Barr veiruna og Adenóveirur. Þá getur það einnig greint veirumagnið sem getur skipt verulegu máli þegar verið er að meta árangur meðferðar og horfur sjúklinga“. Karl kveðst himinlifandi með nýja tækið sem muni bæta þjónustu við sjúklinga til muna. „Það má segja það að deildin verði með þessu á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og mögulega á greiningum. Það er hægt að greina berklabakteríur og ónæmisgen berklabakteríunnar, klamýdíu og lekanda þannig að þetta opnar ýmsa möguleika. Það er mjög spennandi að fá svona tæki í hendurnar og geta farið að endurskipuleggja þjónustuna og bæta hana með tilkomu þessa tækis.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt Covid greiningartæki Landspítalans getur nýst við skimun á leghálskrabbameini Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 4. september 2020 12:34 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Nýtt Covid greiningartæki Landspítalans getur nýst við skimun á leghálskrabbameini Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 4. september 2020 12:34