Gylfi Þór skapaði nær öll færi Everton og skoraði sigurmarkið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 10:30 Gylfi Þór tryggði Everton öll þrjú stigin með marki af vítapunktinum. Þá skapaði hann flest færi allra í Everton-liðinu og í rauninni öll færi liðsins í leiknum eða sex af sjö færum. EPA-EFE/Clive Brunskill Gylfi Þór Sigurðsson átti heldur betur góðan leik í gær er Everton vann Chelsea 1-0 á heimavelli sínum, Goodison Park. Íslenski landsliðsmaðurinn bjó til nær öll færi Everton ásamt því að skora sigurmarkið úr vítaspyrnu. Það má með sanni segja að Gylfa Þór líði vel gegn Chelsea en þetta var sjötta mark hans gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Alls hefur Gylfi Þór skorað 62 mörk í efstu deild enska fótboltans eða jafn mörg og David Beckham gerði á sínum tíma. Mörkin sex gegn Chelsea dreifast á þau þrjú félög sem íslenski miðjumaðurinn hefur leikið fyrir í úrvalsdeildinni. Tvö komu með Swansea City, tvö með Tottenham Hotspur og nú tvö með Everton. Fimm af þessum sex mörkum hafa tryggt liði Gylfa stig, í eintölu eða fleirtölu. Hann skoraði í tveimur leikjum Tottenham og Chelsea árið 2013 en báðum lauk með jafntefli. Árið 2016 skoraði hann sigurmark Swansea City og sama ár skoraði hann í jafnteflisleik liðanna. Svo var það leikurinn í gær þar sem hann tryggði Everton sigurinn. Ekki nóg með það heldur skapaði hann sex af sjö færum Everton í leiknum. Enginn leikmaður Everton hefur skapað jafn mörg færi í einum og sama leiknum í tvö ár. Þá bar Gylfi Þór fyrirliðaband Everton í leiknum. Everton created seven chances against Chelsea, six were created by Gylfi Sigurdsson.The most by an Everton player in a single PL game in over two years. pic.twitter.com/BxDKKrWzv8— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2020 Gylfi Þór fær 7.9 í einkunn á vefsíðu WhoScored, hæst allra á vellinum. Breska ríkisútvarpið, BBC, gefur Gylfa 7.48 í einkunn en Michael Keane, Ben Godrey og Dominic Calvert-Lewin fá allir hærri einkunn þar. Að lokum fær Gylfi 8 hjá staðarblaðinu Liverpool Echo líkt og allir aðrir leikmenn liðsins fyrir utan Godfrey sem fékk 9. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi tryggði Everton sigur á Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton sáu til þess að Chelsea tókst ekki að tylla sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 12. desember 2020 21:52 Gylfi í skýjunum í leikslok: Frábært að fá áhorfendur aftur á völlinn Gylfi Þór Sigurðsson reyndist hetja Everton þegar liðið vann góðan sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 12. desember 2020 22:35 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira
Það má með sanni segja að Gylfa Þór líði vel gegn Chelsea en þetta var sjötta mark hans gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Alls hefur Gylfi Þór skorað 62 mörk í efstu deild enska fótboltans eða jafn mörg og David Beckham gerði á sínum tíma. Mörkin sex gegn Chelsea dreifast á þau þrjú félög sem íslenski miðjumaðurinn hefur leikið fyrir í úrvalsdeildinni. Tvö komu með Swansea City, tvö með Tottenham Hotspur og nú tvö með Everton. Fimm af þessum sex mörkum hafa tryggt liði Gylfa stig, í eintölu eða fleirtölu. Hann skoraði í tveimur leikjum Tottenham og Chelsea árið 2013 en báðum lauk með jafntefli. Árið 2016 skoraði hann sigurmark Swansea City og sama ár skoraði hann í jafnteflisleik liðanna. Svo var það leikurinn í gær þar sem hann tryggði Everton sigurinn. Ekki nóg með það heldur skapaði hann sex af sjö færum Everton í leiknum. Enginn leikmaður Everton hefur skapað jafn mörg færi í einum og sama leiknum í tvö ár. Þá bar Gylfi Þór fyrirliðaband Everton í leiknum. Everton created seven chances against Chelsea, six were created by Gylfi Sigurdsson.The most by an Everton player in a single PL game in over two years. pic.twitter.com/BxDKKrWzv8— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2020 Gylfi Þór fær 7.9 í einkunn á vefsíðu WhoScored, hæst allra á vellinum. Breska ríkisútvarpið, BBC, gefur Gylfa 7.48 í einkunn en Michael Keane, Ben Godrey og Dominic Calvert-Lewin fá allir hærri einkunn þar. Að lokum fær Gylfi 8 hjá staðarblaðinu Liverpool Echo líkt og allir aðrir leikmenn liðsins fyrir utan Godfrey sem fékk 9.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi tryggði Everton sigur á Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton sáu til þess að Chelsea tókst ekki að tylla sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 12. desember 2020 21:52 Gylfi í skýjunum í leikslok: Frábært að fá áhorfendur aftur á völlinn Gylfi Þór Sigurðsson reyndist hetja Everton þegar liðið vann góðan sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 12. desember 2020 22:35 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira
Gylfi tryggði Everton sigur á Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton sáu til þess að Chelsea tókst ekki að tylla sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 12. desember 2020 21:52
Gylfi í skýjunum í leikslok: Frábært að fá áhorfendur aftur á völlinn Gylfi Þór Sigurðsson reyndist hetja Everton þegar liðið vann góðan sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 12. desember 2020 22:35