Gylfi Þór skapaði nær öll færi Everton og skoraði sigurmarkið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 10:30 Gylfi Þór tryggði Everton öll þrjú stigin með marki af vítapunktinum. Þá skapaði hann flest færi allra í Everton-liðinu og í rauninni öll færi liðsins í leiknum eða sex af sjö færum. EPA-EFE/Clive Brunskill Gylfi Þór Sigurðsson átti heldur betur góðan leik í gær er Everton vann Chelsea 1-0 á heimavelli sínum, Goodison Park. Íslenski landsliðsmaðurinn bjó til nær öll færi Everton ásamt því að skora sigurmarkið úr vítaspyrnu. Það má með sanni segja að Gylfa Þór líði vel gegn Chelsea en þetta var sjötta mark hans gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Alls hefur Gylfi Þór skorað 62 mörk í efstu deild enska fótboltans eða jafn mörg og David Beckham gerði á sínum tíma. Mörkin sex gegn Chelsea dreifast á þau þrjú félög sem íslenski miðjumaðurinn hefur leikið fyrir í úrvalsdeildinni. Tvö komu með Swansea City, tvö með Tottenham Hotspur og nú tvö með Everton. Fimm af þessum sex mörkum hafa tryggt liði Gylfa stig, í eintölu eða fleirtölu. Hann skoraði í tveimur leikjum Tottenham og Chelsea árið 2013 en báðum lauk með jafntefli. Árið 2016 skoraði hann sigurmark Swansea City og sama ár skoraði hann í jafnteflisleik liðanna. Svo var það leikurinn í gær þar sem hann tryggði Everton sigurinn. Ekki nóg með það heldur skapaði hann sex af sjö færum Everton í leiknum. Enginn leikmaður Everton hefur skapað jafn mörg færi í einum og sama leiknum í tvö ár. Þá bar Gylfi Þór fyrirliðaband Everton í leiknum. Everton created seven chances against Chelsea, six were created by Gylfi Sigurdsson.The most by an Everton player in a single PL game in over two years. pic.twitter.com/BxDKKrWzv8— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2020 Gylfi Þór fær 7.9 í einkunn á vefsíðu WhoScored, hæst allra á vellinum. Breska ríkisútvarpið, BBC, gefur Gylfa 7.48 í einkunn en Michael Keane, Ben Godrey og Dominic Calvert-Lewin fá allir hærri einkunn þar. Að lokum fær Gylfi 8 hjá staðarblaðinu Liverpool Echo líkt og allir aðrir leikmenn liðsins fyrir utan Godfrey sem fékk 9. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi tryggði Everton sigur á Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton sáu til þess að Chelsea tókst ekki að tylla sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 12. desember 2020 21:52 Gylfi í skýjunum í leikslok: Frábært að fá áhorfendur aftur á völlinn Gylfi Þór Sigurðsson reyndist hetja Everton þegar liðið vann góðan sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 12. desember 2020 22:35 Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira
Það má með sanni segja að Gylfa Þór líði vel gegn Chelsea en þetta var sjötta mark hans gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Alls hefur Gylfi Þór skorað 62 mörk í efstu deild enska fótboltans eða jafn mörg og David Beckham gerði á sínum tíma. Mörkin sex gegn Chelsea dreifast á þau þrjú félög sem íslenski miðjumaðurinn hefur leikið fyrir í úrvalsdeildinni. Tvö komu með Swansea City, tvö með Tottenham Hotspur og nú tvö með Everton. Fimm af þessum sex mörkum hafa tryggt liði Gylfa stig, í eintölu eða fleirtölu. Hann skoraði í tveimur leikjum Tottenham og Chelsea árið 2013 en báðum lauk með jafntefli. Árið 2016 skoraði hann sigurmark Swansea City og sama ár skoraði hann í jafnteflisleik liðanna. Svo var það leikurinn í gær þar sem hann tryggði Everton sigurinn. Ekki nóg með það heldur skapaði hann sex af sjö færum Everton í leiknum. Enginn leikmaður Everton hefur skapað jafn mörg færi í einum og sama leiknum í tvö ár. Þá bar Gylfi Þór fyrirliðaband Everton í leiknum. Everton created seven chances against Chelsea, six were created by Gylfi Sigurdsson.The most by an Everton player in a single PL game in over two years. pic.twitter.com/BxDKKrWzv8— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2020 Gylfi Þór fær 7.9 í einkunn á vefsíðu WhoScored, hæst allra á vellinum. Breska ríkisútvarpið, BBC, gefur Gylfa 7.48 í einkunn en Michael Keane, Ben Godrey og Dominic Calvert-Lewin fá allir hærri einkunn þar. Að lokum fær Gylfi 8 hjá staðarblaðinu Liverpool Echo líkt og allir aðrir leikmenn liðsins fyrir utan Godfrey sem fékk 9.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi tryggði Everton sigur á Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton sáu til þess að Chelsea tókst ekki að tylla sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 12. desember 2020 21:52 Gylfi í skýjunum í leikslok: Frábært að fá áhorfendur aftur á völlinn Gylfi Þór Sigurðsson reyndist hetja Everton þegar liðið vann góðan sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 12. desember 2020 22:35 Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira
Gylfi tryggði Everton sigur á Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton sáu til þess að Chelsea tókst ekki að tylla sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 12. desember 2020 21:52
Gylfi í skýjunum í leikslok: Frábært að fá áhorfendur aftur á völlinn Gylfi Þór Sigurðsson reyndist hetja Everton þegar liðið vann góðan sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 12. desember 2020 22:35