Man United stefnir á að bæta við sig varnarmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 14:01 Þessir þrír eru orðaðir við Man Utd. Domenech Castello/Mike Hewitt/Jan Woitas Fréttir erlendis herma að enska knattspyrnuliðið Manchester United sé á höttunum á eftir miðverði. Eru þrír á óskalista félagsins að svo stöddu. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að nýr miðvörður sé það púsl sem liðinu helst vanti. Talið er að Norðmaðurinn vilji helst fá nýjan miðvörð er félagaskiptaglugginn opnar í janúar en það verður að teljast ólíklegt að einhver af þeim þremur leikmönnum sem eru nefndir á vef BBC, og víðar, verði lausir þá. Manchester United are being linked with three central defenders on today's back pages https://t.co/XLbziz22NT #mufc pic.twitter.com/l49sRZ6A8C— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2020 Um er að ræða þá Ben White sem leikur með Brighton & Hove Albion, og var á láni hjá Leeds United á síðustu leiktíð. Dayot Upamecano, leikmaður RB Leipzig sem sló Man Utd út úr Meistaradeildinni í liðinni viku. Sá þriðji er svo Raphaël Varane, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins. Allir eru nokkuð ungir að aldri miðað við miðverði. White er 22 ára, Upamecano er 23 ára og Varane er 27 ára. Sá síðastnefndi hefur lengi vel verið talinn einn af betri miðvörðum heims en hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, líkt og allt lið Real Madrid. Þjálfarinn virðist ekki hafa trú á nema tveimur af þeim fimm miðvörðum sem nú þegar eru á launaskrá félagsins. Harry Maguire og Victor Lindelöf eru þeir miðverðir sem Ole treystir hvað best þessa dagana. Þá á Luke Shaw það til að vera með þeim í miðri vörn Man United er liðið stillir upp með þrjá miðverði með misgóðum árangri. Ásamt þessum þremur þá eru þeir Axel Tuanzebe, Eric Bailly og Phil Jones allir miðverðir að upplagi. Tveir síðarnefndu hafa þó átt við mikil meiðsli að stríða og eyða meiri tíma hjá sjúkraþjálfaranum en úti á æfingavellinum. Þá hefur Argentínumaðurinn Marcos Rojo einnig leikið reglulega í miðverði en hann á ekki upp á pallborðið hjá Ole þessa dagana. Miðjumennirnir Nemanja Matic og Scott McTominay hafa einnig oftar en ekki leikið í miðverði. Til að mynda er McTominay eingöngu nýttur þar í skoska landsliðinu. Ole Gunnar Solskjær er talinn vilja nýjan miðvörð til að bæta varnarleik Manchester United.Oli Scarff/Getty Images Ef Ole fær vilja sínum framgengt og nýr miðvörður verður keyptur þá hefur hann keypt heila fjögurra manna varnarlínu síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka kom frá Crystal Palace, Harry Maguire kom frá Leicester City og nú síðast kom vinstri bakvörðurinn Alex Telles frá Porto. Stóra spurningin er hins hvort nýr varnarmaður sé svarið eða einfaldlega annað upplegg í varnarleik en Ole gerði sínum mönnum engan greiða með uppstillingunni gegn Leipzig í vikunni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að nýr miðvörður sé það púsl sem liðinu helst vanti. Talið er að Norðmaðurinn vilji helst fá nýjan miðvörð er félagaskiptaglugginn opnar í janúar en það verður að teljast ólíklegt að einhver af þeim þremur leikmönnum sem eru nefndir á vef BBC, og víðar, verði lausir þá. Manchester United are being linked with three central defenders on today's back pages https://t.co/XLbziz22NT #mufc pic.twitter.com/l49sRZ6A8C— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2020 Um er að ræða þá Ben White sem leikur með Brighton & Hove Albion, og var á láni hjá Leeds United á síðustu leiktíð. Dayot Upamecano, leikmaður RB Leipzig sem sló Man Utd út úr Meistaradeildinni í liðinni viku. Sá þriðji er svo Raphaël Varane, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins. Allir eru nokkuð ungir að aldri miðað við miðverði. White er 22 ára, Upamecano er 23 ára og Varane er 27 ára. Sá síðastnefndi hefur lengi vel verið talinn einn af betri miðvörðum heims en hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, líkt og allt lið Real Madrid. Þjálfarinn virðist ekki hafa trú á nema tveimur af þeim fimm miðvörðum sem nú þegar eru á launaskrá félagsins. Harry Maguire og Victor Lindelöf eru þeir miðverðir sem Ole treystir hvað best þessa dagana. Þá á Luke Shaw það til að vera með þeim í miðri vörn Man United er liðið stillir upp með þrjá miðverði með misgóðum árangri. Ásamt þessum þremur þá eru þeir Axel Tuanzebe, Eric Bailly og Phil Jones allir miðverðir að upplagi. Tveir síðarnefndu hafa þó átt við mikil meiðsli að stríða og eyða meiri tíma hjá sjúkraþjálfaranum en úti á æfingavellinum. Þá hefur Argentínumaðurinn Marcos Rojo einnig leikið reglulega í miðverði en hann á ekki upp á pallborðið hjá Ole þessa dagana. Miðjumennirnir Nemanja Matic og Scott McTominay hafa einnig oftar en ekki leikið í miðverði. Til að mynda er McTominay eingöngu nýttur þar í skoska landsliðinu. Ole Gunnar Solskjær er talinn vilja nýjan miðvörð til að bæta varnarleik Manchester United.Oli Scarff/Getty Images Ef Ole fær vilja sínum framgengt og nýr miðvörður verður keyptur þá hefur hann keypt heila fjögurra manna varnarlínu síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka kom frá Crystal Palace, Harry Maguire kom frá Leicester City og nú síðast kom vinstri bakvörðurinn Alex Telles frá Porto. Stóra spurningin er hins hvort nýr varnarmaður sé svarið eða einfaldlega annað upplegg í varnarleik en Ole gerði sínum mönnum engan greiða með uppstillingunni gegn Leipzig í vikunni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira