Benzema skaut Real í 16-liða úr­­slit | Inter endaði á botni riðilsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Benzema reyndist hetja Real Madrid í kvöld.
Benzema reyndist hetja Real Madrid í kvöld. Berengui/Getty Images

Karim Benzema skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-0 sigri á Borussia Mönchengladbach í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Inter Milan og Shakhtar Donetsk gerðu markalaust jafntefli í Mílanó sem þýðir að Inter er fallið úr leik.

Mikil spenna var fyrir leiki kvöldsins í B-riðli enda um að ræða opnasta riðil keppninnar fyrir leiki kvöldsins. Real Madrid og Inter Milan þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að komast upp úr riðlinum.

Real Madrid hefur ekki átt góðu gengi að fagna það sem af er vetri en þeir voru hreint út sagt magnaðir í kvöld. Benzema kom heimamönnum yfir á 9. mínútu og tvöfaldaði forystu þeirra eftir rúman hálftíma. Bæði mörkin með skalla, það fyrra eftir fyrirgjöf Lucas Vazquez og það síðara eftir fyrirgjöf Rodrygo.

Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Real óð þó í færum og í raun ótrúlegt að liðið hafi ekki skorað fleiri mörk. 

Sigurinn þýðir að Real vinnur riðilinn og Mönchengladbach fer einnig áfram í 16-liða úrslit þar sem liðið endar með jafn mörg stig og Shakhtar Donetsk en með betri innbyrðis viðureignir.

Inter Milan var töluvert sterkari aðilinn í leik sínum gegn Shakhtar en náði ekki að brjóta ísinn. Antonio Conte gerði hverja sóknarsinnuðu skiptinguna á fætur annarri virtist sem varamaðurinn Alexis Sanchez væri að fara koma Inter yfir undir lok leiks.

Fastur skalli hans eftir hornspyrnu fór hins vegar í Romelu Lukaku en ef Belginn hefði ekki verið fyrir hefði knötturinn að öllum líkindum sungið í netinu.

Sanchez stangaði knöttinn að marki undir lok leiks en Lukaku var fyrir.@OptaPaolo

Lokatölur 0-0 sem þýðir að Shakhtar fer í Evrópudeildina á meðan Inter endar í neðsta sæti B-riðils. Er þetta í fyrsta sinn sem Inter endar í neðsta sæti riðlakeppni Meistaradeildarinnar.


Tengdar fréttir

Þægi­legt hjá Bayern, Atlético, Man City og Porto

Bayern München, Atlético Madrid, Manchester City og Porto voru öll komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar er leikir kvöldsins hófust. Það breytti því ekki að öll fjögur lið unnu sína leiki ásamt því að halda marki sínu hreinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira