Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2020 14:53 Embættis- og löggæslumenn segja að verkefni njósnarans hafi líklegast verið að mynda tengsl við rísandi stjörnur í bandarískum stjórnmálum svo hægt væri að nota þau tengsl Kína í hag í framtíðinni. AP/Andy Wong Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. Þeirra á meðal eru tveir þingmenn Demókrataflokksins sem báðir hafa boðið sig fram til forseta. Fang Fang, sem gekk einnig undir nafninu Christine Fang, fór frá Bandaríkjunum þegar Alríkislögregla Bandaríkjanna var að rannsaka hana og hefur aldrei snúið aftur. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Axios um mál Fang sem birt var í gær. Meðal þess sem fram kemur í grein Axios er að Fang fluttist til Bandaríkjanna árið 2011 og skráði sig í háskóla. Þá notaði hún stöðu sína sem forseti nemendasamtaka að mynda tengsl við stjórnmálamenn á svæðinu. Hún vann sem sjálfboðaliði við framboð stjórnmálamanna og kom að fjáröflun þeirra. Hún kom meðal annars að fjársöfnun fyrir þingmennina Eric Swalwell, Tulsi Gabbard og Ro Khanna. Christine Fang was "everywhere," to quote several people who knew her. She appears in photos with Eric Swalwell, Ro Khanna, Judy Chu, and Mike Honda, and numerous mayors, state assembly members, town council members, staffers, and other prominent politicos. pic.twitter.com/ihSw5Emrwf— B. Allen-Ebrahimian (@BethanyAllenEbr) December 8, 2020 Fang hitti Swalwell fyrst þegar hann var borgarfulltrúi í Dublin City í Kaliforníu en þegar hann varð þingmaður vöruðu rannsakendur FBI hann við því að hún væri grunuð um að vera útsendari yfirvalda í Kína. Hann sleit öll tengsl við hana og samkvæmt frétt Axios hefur Swalwell ekki verið grunaður um að hafa brotið af sér. Útsendarar vöruðu aðra stjórnmálamenn einnig við umsvifum Fang á tímabilinu. Ekki er þó talið að hún hafi komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Samkvæmt frétt Politico hefur Swalwell áhyggjur af því að upplýsingum um Fang hafi verið lekið til að koma pólitísku höggi á hann. Hann hafi fyrst fengið veður af því að Axios væri að skoða mál hins meinta njósnara í júlí í fyrra. Þá var hann að binda enda á stutt forsetaframboð sitt og sat í tveimur þingnefndum sem komu að ákærunni gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Fang sótti ráðstefnur bandarískra borgarstjóra þar sem hún víkkaði út tengslanet sitt og átt í sambandi við minnst tvo borgarstjóra, á meðan hún var undir eftirliti útsendara FBI. Embættis- og löggæslumenn sem Axios ræddi við segja að verkefni Fang hafi líklegast verið að mynda tengsl við rísandi stjörnur í bandarískum stjórnmálum svo hægt væri að nota þau tengsl Kína í hag í framtíðinni. John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, sagði í nýlegri grein sem hann skrifaði í Wall Street Journal að Kommúnistaflokkur Kína hefði staðið fyrir umfangsmikilli áróðurs- og áhrifaherferð gagnvart tugum bandarískra þingmanna. Hann sakaði Kínverja einnig um umfangsmikla njósnastarfsemi í Bandaríkjunum. https://www.visir.is/g/20202045643d/segir-kina-aetla-ad-drottna-yfir-bandarikjunum-og-heiminum-ollum Bandaríkin Kína Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Þeirra á meðal eru tveir þingmenn Demókrataflokksins sem báðir hafa boðið sig fram til forseta. Fang Fang, sem gekk einnig undir nafninu Christine Fang, fór frá Bandaríkjunum þegar Alríkislögregla Bandaríkjanna var að rannsaka hana og hefur aldrei snúið aftur. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Axios um mál Fang sem birt var í gær. Meðal þess sem fram kemur í grein Axios er að Fang fluttist til Bandaríkjanna árið 2011 og skráði sig í háskóla. Þá notaði hún stöðu sína sem forseti nemendasamtaka að mynda tengsl við stjórnmálamenn á svæðinu. Hún vann sem sjálfboðaliði við framboð stjórnmálamanna og kom að fjáröflun þeirra. Hún kom meðal annars að fjársöfnun fyrir þingmennina Eric Swalwell, Tulsi Gabbard og Ro Khanna. Christine Fang was "everywhere," to quote several people who knew her. She appears in photos with Eric Swalwell, Ro Khanna, Judy Chu, and Mike Honda, and numerous mayors, state assembly members, town council members, staffers, and other prominent politicos. pic.twitter.com/ihSw5Emrwf— B. Allen-Ebrahimian (@BethanyAllenEbr) December 8, 2020 Fang hitti Swalwell fyrst þegar hann var borgarfulltrúi í Dublin City í Kaliforníu en þegar hann varð þingmaður vöruðu rannsakendur FBI hann við því að hún væri grunuð um að vera útsendari yfirvalda í Kína. Hann sleit öll tengsl við hana og samkvæmt frétt Axios hefur Swalwell ekki verið grunaður um að hafa brotið af sér. Útsendarar vöruðu aðra stjórnmálamenn einnig við umsvifum Fang á tímabilinu. Ekki er þó talið að hún hafi komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Samkvæmt frétt Politico hefur Swalwell áhyggjur af því að upplýsingum um Fang hafi verið lekið til að koma pólitísku höggi á hann. Hann hafi fyrst fengið veður af því að Axios væri að skoða mál hins meinta njósnara í júlí í fyrra. Þá var hann að binda enda á stutt forsetaframboð sitt og sat í tveimur þingnefndum sem komu að ákærunni gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Fang sótti ráðstefnur bandarískra borgarstjóra þar sem hún víkkaði út tengslanet sitt og átt í sambandi við minnst tvo borgarstjóra, á meðan hún var undir eftirliti útsendara FBI. Embættis- og löggæslumenn sem Axios ræddi við segja að verkefni Fang hafi líklegast verið að mynda tengsl við rísandi stjörnur í bandarískum stjórnmálum svo hægt væri að nota þau tengsl Kína í hag í framtíðinni. John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, sagði í nýlegri grein sem hann skrifaði í Wall Street Journal að Kommúnistaflokkur Kína hefði staðið fyrir umfangsmikilli áróðurs- og áhrifaherferð gagnvart tugum bandarískra þingmanna. Hann sakaði Kínverja einnig um umfangsmikla njósnastarfsemi í Bandaríkjunum. https://www.visir.is/g/20202045643d/segir-kina-aetla-ad-drottna-yfir-bandarikjunum-og-heiminum-ollum
Bandaríkin Kína Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira