Fótbolti

„Því fyrr sem um­boðs­maður Paul fattar að þetta er lið­s­í­þrótt, því betra“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær virtist vel pirraður á umboðsmanninum Mino Raiola eftir tapið í gær.
Solskjær virtist vel pirraður á umboðsmanninum Mino Raiola eftir tapið í gær. Clive Brunskill/Getty Images

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, skaut föstum skotum að Mino Raiola, umboðsmanni Paul Pogba, eftir tap United í Meistaradeildinni í gær.

Ummæli Raiola vöktu athygli en á mánudaginn sagði hann að Paul Pogba þyrfti að yfirgefa félagið eins fljótt og auðið er.

Þessi ummæli féllu ekki í góðan jarðveg hjá stuðningsmönnum United enda lét Raiola þessi ummæli falla degi fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins hjá United.

Man. United féll út úr Meistaradeildinni eftir 3-2 tap gegn Leipzig í gærkvöldi, þar sem Pogba var m.a. á skotskónum, en eftir leikinn var Solskjær spurður út í leikmannahópinn.

„Hópurinn er fínn. Þeir eru lið og standa saman. Því fyrr sem umboðsmaður Pauls fattar að þetta er liðsíþrótt og við vinnum sem lið, því betra.“

Hann var svo spurður nánar út í ummælin og hvort að þeir, Pogba og Solskjær, hefðu rætt nánar ummæli umbans.

„Þetta er það síðasta sem ég mun segja varðandi þetta og ég vil ekki eyða orku í þetta.“

„Það sem við tölum um í bakherbergjunum er eitthvað sem ég mun ekki tala um. Ég ætla ekki að tala meira um umboðsmann Paul,“ sagði Ole Gunnar.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

RB Leipzig komst á­fram á kostnað Manchester United

RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×