Neville: Nornaveiðar í gangi til að koma Ole Gunnari úr starfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 08:30 Ole Gunnar Solskjær hefur verið knattspyrnustjóri Manchester United í næstum því tvö ár. Getty/Ash Donelon Phil Neville finnst Norðmaðurnn Ole Gunnar Solskjær fá of harða gagnrýni en knattspyrnustjóri Manchester United þykir nú valtur í sessi eftir að United féll út úr Meistaradeildinni í gær. Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni og getur nú byrjað að undirbúa sig fyrir Evrópudeildarleiki á fimmtudögum eftir áramót. Liðið fékk á sig tvö mörk á upphafsmínútum leiksins og tapaði 3-2 á móti RB Leipzig í leik þar sem liðinu nægði jafntefli. Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, kom Ole Gunnari til varnar eftir leikinn og vill ekki að Norðmaðurinn missi starfið sitt á Old Trafford. „Það virðist vera þannig að um leið og United tapar þá sé stórslys í gangi. Þetta var ekki stórslys í kvöld en úrslitin voru vonbrigði því United vildi komast í sextán liða úrslitin,“ sagði Phil Neville í útvarpsþættinum BBC 5 Live sport. "There is a total witch-hunt to get him out of a job" Phil Neville thinks Ole gets too much stick But has to prove himself in the Manchester Derby on SaturdayListen to reaction from #RBLMUN on @BBCSounds : https://t.co/NI1sjtGRxI#UCL #bbcfootball pic.twitter.com/RH4nwGasFt— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) December 8, 2020 „Manchester United lið með betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær, eins og Sir Alex Ferguson, hafa dottið út úr Meistaradeildinni á þessu stigi áður. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Neville. „Það eru stjórar í ensku úrvalsdeildinni með betra orðspor en Solskjær sem eru fyrir neðan hann í töflunni og þeir fá ekki þá ósanngjörnu gagnrýni sem Ole Gunnar Solskjær fær,“ sagði Neville. „Liðið hans Ole Gunnars virðist líka oft standa sig vel á stóru mómentunum og ég held að leikurinn á laugardaginn sé slíkt tækifæri fyrir stjórann og leikmennina líka,“ sagði Neville. Framundan er leikur Manchester liðanna í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. „Þeir spiluðu mjög illa fyrsta hálftímann og var refsað í riðli sem var mjög mjög erfiður. Þeir eru núna komnir í Evrópudeildina og verða að vinna hana,“ sagði Neville. Neville segir að umræðan um Solskjær utan Old Trafford sé allt önnur en sú sem ræður för innan félagsins. „Það er allt aðra sögu að segja af því sem í gangi innan félagsins en utan þess. Það lítur út fyrir að það séu hreinlega bara nornaveiðar í gangi út í samfélaginu til að koma Ole Gunnari úr starfinu,“ sagði Phil Neville eins og heyra má hér fyrir ofan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni og getur nú byrjað að undirbúa sig fyrir Evrópudeildarleiki á fimmtudögum eftir áramót. Liðið fékk á sig tvö mörk á upphafsmínútum leiksins og tapaði 3-2 á móti RB Leipzig í leik þar sem liðinu nægði jafntefli. Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, kom Ole Gunnari til varnar eftir leikinn og vill ekki að Norðmaðurinn missi starfið sitt á Old Trafford. „Það virðist vera þannig að um leið og United tapar þá sé stórslys í gangi. Þetta var ekki stórslys í kvöld en úrslitin voru vonbrigði því United vildi komast í sextán liða úrslitin,“ sagði Phil Neville í útvarpsþættinum BBC 5 Live sport. "There is a total witch-hunt to get him out of a job" Phil Neville thinks Ole gets too much stick But has to prove himself in the Manchester Derby on SaturdayListen to reaction from #RBLMUN on @BBCSounds : https://t.co/NI1sjtGRxI#UCL #bbcfootball pic.twitter.com/RH4nwGasFt— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) December 8, 2020 „Manchester United lið með betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær, eins og Sir Alex Ferguson, hafa dottið út úr Meistaradeildinni á þessu stigi áður. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Neville. „Það eru stjórar í ensku úrvalsdeildinni með betra orðspor en Solskjær sem eru fyrir neðan hann í töflunni og þeir fá ekki þá ósanngjörnu gagnrýni sem Ole Gunnar Solskjær fær,“ sagði Neville. „Liðið hans Ole Gunnars virðist líka oft standa sig vel á stóru mómentunum og ég held að leikurinn á laugardaginn sé slíkt tækifæri fyrir stjórann og leikmennina líka,“ sagði Neville. Framundan er leikur Manchester liðanna í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. „Þeir spiluðu mjög illa fyrsta hálftímann og var refsað í riðli sem var mjög mjög erfiður. Þeir eru núna komnir í Evrópudeildina og verða að vinna hana,“ sagði Neville. Neville segir að umræðan um Solskjær utan Old Trafford sé allt önnur en sú sem ræður för innan félagsins. „Það er allt aðra sögu að segja af því sem í gangi innan félagsins en utan þess. Það lítur út fyrir að það séu hreinlega bara nornaveiðar í gangi út í samfélaginu til að koma Ole Gunnari úr starfinu,“ sagði Phil Neville eins og heyra má hér fyrir ofan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira