Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 14:42 Rúmlega 60 aðilar sem lifðu árásina af og fjölskyldumeðlimir þeirra sem dóu munu tala fyrir dómi. AP/Vincent Thian Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. Þá mun dómsuppkvaðning í málinu gegn honum hefjast en hann var ákærður fyrir 51 morð, 40 morðtilraunir og hryðjuverk. Hann hefur gengist við þessum morðum og er búist við því að hann verði dæmdur í lífstíðarfangelsi þegar dómsuppkvaðningunni lýkur. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant, sem er frá Ástralíu, lenti í Christchurch í dag í fylgd lögregluþjóna og hermanna. Dómsuppkvaðningin mun taka fjóra daga og á þeim tíma munu aðilar sem lifðu árás Tarrant af og aðstandendur þeirra sem dóu segja sögur sínar. Samkvæmt frétt BBC munu rúmlega sextíu manns bera vitni í dómshúsinu í Christchurch. Einhverjir þeirra hafa ferðast frá öðrum löndum og varið tveimur vikum í sóttkví til að geta sagt sögur sínar. Hundruð til viðbótar, fengu ekki að vera í salnum vegna sóttvarna, munu geta fylgst með í netið. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook. Hann réðst á tvær moskur í Christchurch og skaut á fólk sem hann sá. Tæpum mánuði eftir árásina greiddi 119 þingmenn Nýja Sjálands atkvæði með frumvarpi um að banna hálfsjálfvirkar byssur í landinu. Einn var andvígur. Í frétt New Zealand Herald segir að kostnaður ríkisins vegna fangelsunar Tarrant sé verulega mikill. Það kosti skattgreiðendur 3,6 milljónir dala á ári. Það samsvarar rúmum 350 milljónum króna. Það kostar ríkið 302 dali á degi hverjum að halda hefðbundnum fanga í fangelsi en fangelsun Tarrant kostar ríkið 4.932 dali á dag. Líklega mun fangelsun Tarrant vera álíka kostnaðarsöm út afplánun hans. Honum er haldið við mikla öryggisgæslu og frá öðrum föngum í háöryggisfangelsinu í Aukland af ótta við að aðrir fangar myndu ráðast á hann. Einn viðmælandi NZ Herald, sem leiðir samtök múslima í Canterbury og lifði árás Tarrant af, Feroze Ditta, segir að ekki eigi að aðskilja Tarrant frá öðrum glæpamönnum. „Hvern eru við að vernda hér? Þetta er maður sem slátraði 51 manneskju. Hann reyndi að valda meiri skaða og 41 var heppinn að lifa af,“ sagði Ditta. Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Sjá meira
Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. Þá mun dómsuppkvaðning í málinu gegn honum hefjast en hann var ákærður fyrir 51 morð, 40 morðtilraunir og hryðjuverk. Hann hefur gengist við þessum morðum og er búist við því að hann verði dæmdur í lífstíðarfangelsi þegar dómsuppkvaðningunni lýkur. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant, sem er frá Ástralíu, lenti í Christchurch í dag í fylgd lögregluþjóna og hermanna. Dómsuppkvaðningin mun taka fjóra daga og á þeim tíma munu aðilar sem lifðu árás Tarrant af og aðstandendur þeirra sem dóu segja sögur sínar. Samkvæmt frétt BBC munu rúmlega sextíu manns bera vitni í dómshúsinu í Christchurch. Einhverjir þeirra hafa ferðast frá öðrum löndum og varið tveimur vikum í sóttkví til að geta sagt sögur sínar. Hundruð til viðbótar, fengu ekki að vera í salnum vegna sóttvarna, munu geta fylgst með í netið. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook. Hann réðst á tvær moskur í Christchurch og skaut á fólk sem hann sá. Tæpum mánuði eftir árásina greiddi 119 þingmenn Nýja Sjálands atkvæði með frumvarpi um að banna hálfsjálfvirkar byssur í landinu. Einn var andvígur. Í frétt New Zealand Herald segir að kostnaður ríkisins vegna fangelsunar Tarrant sé verulega mikill. Það kosti skattgreiðendur 3,6 milljónir dala á ári. Það samsvarar rúmum 350 milljónum króna. Það kostar ríkið 302 dali á degi hverjum að halda hefðbundnum fanga í fangelsi en fangelsun Tarrant kostar ríkið 4.932 dali á dag. Líklega mun fangelsun Tarrant vera álíka kostnaðarsöm út afplánun hans. Honum er haldið við mikla öryggisgæslu og frá öðrum föngum í háöryggisfangelsinu í Aukland af ótta við að aðrir fangar myndu ráðast á hann. Einn viðmælandi NZ Herald, sem leiðir samtök múslima í Canterbury og lifði árás Tarrant af, Feroze Ditta, segir að ekki eigi að aðskilja Tarrant frá öðrum glæpamönnum. „Hvern eru við að vernda hér? Þetta er maður sem slátraði 51 manneskju. Hann reyndi að valda meiri skaða og 41 var heppinn að lifa af,“ sagði Ditta.
Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Sjá meira
Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29