Innlent

Vara við fölsuðum bólu­efnum

Atli Ísleifsson skrifar
Fölsuð bóluefni eru víða auglýst í iðrum netheima.
Fölsuð bóluefni eru víða auglýst í iðrum netheima. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur varað við efni sem auglýst eru á netinu sem bóluefni. Skipulagðir brotahópar hafi margir nýtt tækifærið í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Þar segir að í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna gegn kórónuveirunni hafi Europol gefið út viðvörun til aðildarríkja vegna upplýsinga um að skipulagðir brotahópar hafi nýtt sér tækifærið til að búa til og selja önnur efni en séu auglýst sem bóluefni.

„Nýleg dæmi er að finna á djúpnetinu svokallaða, það er að efni merkt þekktum lyfjaframleiðendum hafi verið auglýst sem bólusetningarefni.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varar við því að kaupa efni sem í besta falli veita falska vörn og vinna gegn markmiðum yfirvalda við að ná faraldrinum niður og í versta falli geta verið hættuleg heilsu fólks,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×