Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2020 08:18 Maduro forseti greiðir atkvæði í þingkosningunum í gær. Stjórnarandstaðan sakar hann um að hafa rangt við. AP/Ariana Cubillos Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. Ef marka má opinberar tölur kjörstjórnar greiddu 5,2 milljónir manna atkvæði í kosningunum, um 31% atkvæðabærra manna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frambjóðendur Sameinaða sósíalistaflokks Venesúela, stjórnarflokks Maduro, hafi unnið meirihluta sæta á þinginu sem stjórnarandstaðan stýrði áður. Vopnaðir hermenn og liðsmenn vopnaðrar sveitar hliðhollri stjórnvöldum voru á kjörstöðum. Þing Venesúela var síðasta sjálfstæða stofnun Venesúela en fyrir nýtur Maduro stuðnings dómstóla, hersins, saksóknara og annarra stofnana ríkisvaldsins. Forsetinn hefur verið sakaður um að hagræða úrslitum kosninganna nú, líkt og í forsetakosningum árið 2018. Evrópusambandið, Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa fordæmt kosningarnar og lýst þær svikular. Hæstiréttur Venesúela skipaði nýja yfirkjörstjórn fyrr á þessu ári án aðkomu þingsins sem stjórnarandstaðan hefur stýrst, þvert á lög. Í henni sitja nú meðal annars þrír einstaklingar sem sæta refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjastjórnar og Kanada, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá lét dómstóllinn fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og skipaði í staðinn þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Eiginkona og sonur Maduro voru á meðal frambjóðenda í kosningunum. Juan Guaidó, fyrrverandi forseti þingsins sem lýsti sjálfan sig forseta eftir forsetakosningarnar árið 2018, sagði stjórnarandstöðuna ekki treysta Maduro til að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. „Sannleikurinn getur ekki verið falinn. Meirihluti Venesúela sneri baki við svindlinu sem hófst fyrir fleiri mánuðum,“ sagði Guaidó í myndbandi um þingkosningarnar og vísaði til lágrar kjörsóknar. Efnahagsástandið hefur verið svart í Venesúela um langt skeið. Þar hefur ríkt óðaverðbólga, atvinnuleysi og skortur á nauðsynjavörum og lyfjum þrátt fyrir að landið sé ríkt af auðlindum, sérstaklega olíu. Washington Post segir að rólegt hafi verið á kjörstöðum í gær. Í mörgum hverfum hafi fólk frekar beðið í biðröðum eftir eldsneyti en eftir því að kjósa. Venesúela Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Ef marka má opinberar tölur kjörstjórnar greiddu 5,2 milljónir manna atkvæði í kosningunum, um 31% atkvæðabærra manna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frambjóðendur Sameinaða sósíalistaflokks Venesúela, stjórnarflokks Maduro, hafi unnið meirihluta sæta á þinginu sem stjórnarandstaðan stýrði áður. Vopnaðir hermenn og liðsmenn vopnaðrar sveitar hliðhollri stjórnvöldum voru á kjörstöðum. Þing Venesúela var síðasta sjálfstæða stofnun Venesúela en fyrir nýtur Maduro stuðnings dómstóla, hersins, saksóknara og annarra stofnana ríkisvaldsins. Forsetinn hefur verið sakaður um að hagræða úrslitum kosninganna nú, líkt og í forsetakosningum árið 2018. Evrópusambandið, Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa fordæmt kosningarnar og lýst þær svikular. Hæstiréttur Venesúela skipaði nýja yfirkjörstjórn fyrr á þessu ári án aðkomu þingsins sem stjórnarandstaðan hefur stýrst, þvert á lög. Í henni sitja nú meðal annars þrír einstaklingar sem sæta refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjastjórnar og Kanada, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá lét dómstóllinn fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og skipaði í staðinn þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Eiginkona og sonur Maduro voru á meðal frambjóðenda í kosningunum. Juan Guaidó, fyrrverandi forseti þingsins sem lýsti sjálfan sig forseta eftir forsetakosningarnar árið 2018, sagði stjórnarandstöðuna ekki treysta Maduro til að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. „Sannleikurinn getur ekki verið falinn. Meirihluti Venesúela sneri baki við svindlinu sem hófst fyrir fleiri mánuðum,“ sagði Guaidó í myndbandi um þingkosningarnar og vísaði til lágrar kjörsóknar. Efnahagsástandið hefur verið svart í Venesúela um langt skeið. Þar hefur ríkt óðaverðbólga, atvinnuleysi og skortur á nauðsynjavörum og lyfjum þrátt fyrir að landið sé ríkt af auðlindum, sérstaklega olíu. Washington Post segir að rólegt hafi verið á kjörstöðum í gær. Í mörgum hverfum hafi fólk frekar beðið í biðröðum eftir eldsneyti en eftir því að kjósa.
Venesúela Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira