Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2020 08:18 Maduro forseti greiðir atkvæði í þingkosningunum í gær. Stjórnarandstaðan sakar hann um að hafa rangt við. AP/Ariana Cubillos Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. Ef marka má opinberar tölur kjörstjórnar greiddu 5,2 milljónir manna atkvæði í kosningunum, um 31% atkvæðabærra manna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frambjóðendur Sameinaða sósíalistaflokks Venesúela, stjórnarflokks Maduro, hafi unnið meirihluta sæta á þinginu sem stjórnarandstaðan stýrði áður. Vopnaðir hermenn og liðsmenn vopnaðrar sveitar hliðhollri stjórnvöldum voru á kjörstöðum. Þing Venesúela var síðasta sjálfstæða stofnun Venesúela en fyrir nýtur Maduro stuðnings dómstóla, hersins, saksóknara og annarra stofnana ríkisvaldsins. Forsetinn hefur verið sakaður um að hagræða úrslitum kosninganna nú, líkt og í forsetakosningum árið 2018. Evrópusambandið, Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa fordæmt kosningarnar og lýst þær svikular. Hæstiréttur Venesúela skipaði nýja yfirkjörstjórn fyrr á þessu ári án aðkomu þingsins sem stjórnarandstaðan hefur stýrst, þvert á lög. Í henni sitja nú meðal annars þrír einstaklingar sem sæta refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjastjórnar og Kanada, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá lét dómstóllinn fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og skipaði í staðinn þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Eiginkona og sonur Maduro voru á meðal frambjóðenda í kosningunum. Juan Guaidó, fyrrverandi forseti þingsins sem lýsti sjálfan sig forseta eftir forsetakosningarnar árið 2018, sagði stjórnarandstöðuna ekki treysta Maduro til að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. „Sannleikurinn getur ekki verið falinn. Meirihluti Venesúela sneri baki við svindlinu sem hófst fyrir fleiri mánuðum,“ sagði Guaidó í myndbandi um þingkosningarnar og vísaði til lágrar kjörsóknar. Efnahagsástandið hefur verið svart í Venesúela um langt skeið. Þar hefur ríkt óðaverðbólga, atvinnuleysi og skortur á nauðsynjavörum og lyfjum þrátt fyrir að landið sé ríkt af auðlindum, sérstaklega olíu. Washington Post segir að rólegt hafi verið á kjörstöðum í gær. Í mörgum hverfum hafi fólk frekar beðið í biðröðum eftir eldsneyti en eftir því að kjósa. Venesúela Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Ef marka má opinberar tölur kjörstjórnar greiddu 5,2 milljónir manna atkvæði í kosningunum, um 31% atkvæðabærra manna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frambjóðendur Sameinaða sósíalistaflokks Venesúela, stjórnarflokks Maduro, hafi unnið meirihluta sæta á þinginu sem stjórnarandstaðan stýrði áður. Vopnaðir hermenn og liðsmenn vopnaðrar sveitar hliðhollri stjórnvöldum voru á kjörstöðum. Þing Venesúela var síðasta sjálfstæða stofnun Venesúela en fyrir nýtur Maduro stuðnings dómstóla, hersins, saksóknara og annarra stofnana ríkisvaldsins. Forsetinn hefur verið sakaður um að hagræða úrslitum kosninganna nú, líkt og í forsetakosningum árið 2018. Evrópusambandið, Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa fordæmt kosningarnar og lýst þær svikular. Hæstiréttur Venesúela skipaði nýja yfirkjörstjórn fyrr á þessu ári án aðkomu þingsins sem stjórnarandstaðan hefur stýrst, þvert á lög. Í henni sitja nú meðal annars þrír einstaklingar sem sæta refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjastjórnar og Kanada, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá lét dómstóllinn fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og skipaði í staðinn þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Eiginkona og sonur Maduro voru á meðal frambjóðenda í kosningunum. Juan Guaidó, fyrrverandi forseti þingsins sem lýsti sjálfan sig forseta eftir forsetakosningarnar árið 2018, sagði stjórnarandstöðuna ekki treysta Maduro til að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. „Sannleikurinn getur ekki verið falinn. Meirihluti Venesúela sneri baki við svindlinu sem hófst fyrir fleiri mánuðum,“ sagði Guaidó í myndbandi um þingkosningarnar og vísaði til lágrar kjörsóknar. Efnahagsástandið hefur verið svart í Venesúela um langt skeið. Þar hefur ríkt óðaverðbólga, atvinnuleysi og skortur á nauðsynjavörum og lyfjum þrátt fyrir að landið sé ríkt af auðlindum, sérstaklega olíu. Washington Post segir að rólegt hafi verið á kjörstöðum í gær. Í mörgum hverfum hafi fólk frekar beðið í biðröðum eftir eldsneyti en eftir því að kjósa.
Venesúela Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira