Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2020 08:15 Donald Trump á fjöldafundi í Georgíu-ríki Bandaríkjanna í nótt. AP/Evan Vucci Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hafi hringt í ríkisstjóra Georgíu-ríkis, og þrýst á hann um að gera það sem hann gæti til þess að snúa niðurstöðum forsetakosningannna í ríkinu Trump í vil. Þetta kemur fram í Washington Post, en CNN segist jafnframt hafa heimildir fyrir þessu. Er Trump sagður hafa hrint í Brian Kemp, flokksbróður Trump og ríkisstjóra Georgíu, ríki sem Joe Biden,væntanlegur forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í. Er Trump sagður hafa þrýst á Kemp að kalla saman sérstakan þingfund á ríkisþingi Georgíu svo þingmenn þar gætu kosið sína eigin kjörmenn sem væru ekki bundnir af úrslitum kosninganna. Þar eru repúblikanar í meirihluta og telur Trump því líklegt að yrði þetta gert myndi hann fara með sigur af hólmi í Georgíu. Kemp er sagður hafa neitað því að verða við ósk Trump. Forsetinn fráfarandi er einnig sagður hafa óskað eftir því að Kemp myndi fyrirskipa endurskoðun á utankjörfunaratkvæðum í Georgíu, en þau féllu Biden í skaut með miklum meirihluta. Kemp er sagður hafa útskýrt að hann hefði ekki valdheimildir til þess að fyrirskipa slíka endurskoðun. Símtalið kom örfáum tímum fyrir fjöldafund Trumps í ríkinu Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta efni símtalsins en staðfesti að símtal á milli þeirra hafi vissulega átt sér stað. Skömmu eftir símtalið hélt Trump fjöldafund í Georgíu til stuðnings tveimur frambjóðenda Repúblikana-flokksins til öldungadeildarinnar. Þar eru framundan sérstakar aukakosningar þar sem enginn frambjóðandi hlaut meirihluta atkvæða þegar kosið var til þings samhliða forsetakosningunum 5. nóvember síðastliðinn. Kosningarnar þykja sérstaklega mikilvægar þetta árið þar sem baráttan um þessi tvö þingsæti mun ráða því hvaða flokkur nær meirihluta í öldungadeildinni. Eins og staðan er núna sitja repúblikanar í 50 sætum, demókratar í 48 sætum. Fari svo að demókratar nái sætunum tveimur ná þeir völdum í öldungadeildinni þegar Biden og varaforsetaefni hans Kamala Harris taka við völdum, þar sem varaforsetinn greiðir oddaatkvæði ef atkvæðagreiðsla fellur á jöfnu í öldungadeildinni. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira
Þetta kemur fram í Washington Post, en CNN segist jafnframt hafa heimildir fyrir þessu. Er Trump sagður hafa hrint í Brian Kemp, flokksbróður Trump og ríkisstjóra Georgíu, ríki sem Joe Biden,væntanlegur forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í. Er Trump sagður hafa þrýst á Kemp að kalla saman sérstakan þingfund á ríkisþingi Georgíu svo þingmenn þar gætu kosið sína eigin kjörmenn sem væru ekki bundnir af úrslitum kosninganna. Þar eru repúblikanar í meirihluta og telur Trump því líklegt að yrði þetta gert myndi hann fara með sigur af hólmi í Georgíu. Kemp er sagður hafa neitað því að verða við ósk Trump. Forsetinn fráfarandi er einnig sagður hafa óskað eftir því að Kemp myndi fyrirskipa endurskoðun á utankjörfunaratkvæðum í Georgíu, en þau féllu Biden í skaut með miklum meirihluta. Kemp er sagður hafa útskýrt að hann hefði ekki valdheimildir til þess að fyrirskipa slíka endurskoðun. Símtalið kom örfáum tímum fyrir fjöldafund Trumps í ríkinu Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta efni símtalsins en staðfesti að símtal á milli þeirra hafi vissulega átt sér stað. Skömmu eftir símtalið hélt Trump fjöldafund í Georgíu til stuðnings tveimur frambjóðenda Repúblikana-flokksins til öldungadeildarinnar. Þar eru framundan sérstakar aukakosningar þar sem enginn frambjóðandi hlaut meirihluta atkvæða þegar kosið var til þings samhliða forsetakosningunum 5. nóvember síðastliðinn. Kosningarnar þykja sérstaklega mikilvægar þetta árið þar sem baráttan um þessi tvö þingsæti mun ráða því hvaða flokkur nær meirihluta í öldungadeildinni. Eins og staðan er núna sitja repúblikanar í 50 sætum, demókratar í 48 sætum. Fari svo að demókratar nái sætunum tveimur ná þeir völdum í öldungadeildinni þegar Biden og varaforsetaefni hans Kamala Harris taka við völdum, þar sem varaforsetinn greiðir oddaatkvæði ef atkvæðagreiðsla fellur á jöfnu í öldungadeildinni.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira