Erlent

Á­tján fórust og fimm er saknað í námu­slysi í Kína

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fimm er enn saknað eftir að koltvíoxíðgas lak inn í kolanámu í Kína. Átján eru látnir.
Fimm er enn saknað eftir að koltvíoxíðgas lak inn í kolanámu í Kína. Átján eru látnir. Getty

Átján kolanámuverkamenn í Kína létust og fimm er saknað eftir að koltvíoxíð gas lak inn í kolanámu í suðvesturhluta landsins í gær. Einum hefur verið bjargað úr Diaoshuidong námunni í Chongqing héraði í Kína að sögn ríkisútvarps Kína.

Rannsókn vegna málsins er þegar hafin en námuslys í Kína eru nokkuð algeng og er það jafnan vegna þess að engin eftirfylgni og eftirlit er í öryggismálum.

Að sögn fréttastofu CCTV varð gaslekinn þegar verkamennirnir voru að taka í sundur tæki neðanjarðar. Náman hafði verið lokuð í tvo mánuði áður en slysið átti sér stað.

Eins og fyrr segir eru námuslys í Kína ekki óalgeng en 16 námuverkamenn dóu í námuslysi í september í Chongqing eftir að kviknaði í færibandi í námunni og losnaði mikið magn af koltvíoxíði við það.

Þá létust minnst fjórtán í námaslysi í desember á síðasta ári í Guizhou héraði í suðvesturhluta Kína þegar sprenging varð í kolanámu.


Tengdar fréttir

Sextán fórust í námuslysi í Kína

Kolmónoxíðeitrun varð sextán kolanámumönnum að bana í suðvestanverðu Kína í dag. Aðeins einn þeirra sem festust í námunni komst lífs af og er hann sagður á sjúkrahúsi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.