Jóhann Berg stoltur af árangri sínum og segir líkamann orðin góðan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2020 07:01 Jóhann Berg hefur leikið með Burnley í ensku úrvalsdeildinni síðan 2016. Eftir meiðsli undanfarið er hann orðinn góður og stefnir á áframhaldandi veru í efstu deild Englands. Jason Cairnduff/Getty Images Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er einn fárra Íslendinga sem hefur leikið 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir skrokkinn orðinn góðan eftir nokkuð erfiðan tíma vegna meiðsla undanfarið. Hinn þrítugi Jóhann Berg ræddi við Bjarna Þór Viðarsson hjá Símanum Sport um ferilinn, framtíðina og árangurinn hingað til. „Markmiðið var alltaf að spila í ensku úrvalsdeildinni. Að ná 100 leikjum var kannski ekki alveg það sem maður var að hugsa um á þeim tíma,“ sagði þessi öflugi leikmaður í viðtalinu. „Ég er gríðarlega stoltur af þessum árangri enda hefur það sýnt sig að það eru ekki margir sem ná slíkum árangri. Ég er búinn að vera í basli með smá meiðsli en þessi sigur gegn Crystal Palace um síðustu helgi var afar mikilvægur enda fyrsti sigur tímabilsins,“ sagði Jóhann Berg um gengið hingað til. Hann nefndi þó leikinn gegn Manchester City sem tapaðist 5-0 og sagði að allir hjá Burnley vissu að þeir þyrftu að gera betur. „Líkaminn er í góðu lagi núna en þetta hefur verið smá svona stopp og start hjá mér. Það er að mörgu leyti erfiðara en þessi langtíma meiðsli því maður veit aldrei hversu langan tíma maður verður frá. Það er virkilega erfitt og hefur verið erfitt bæði líkamlega og andlega fyrir mig. Það er hins vegar ekkert annað að gera en að halda áfram. Ég æfi á hverjum degi og vonandi mun ég fá fleiri mínútur á næstu vikum og mánuðum, sagði Jóhann að lokum. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Þá er vert að minnast á það að Jóhann mætir Gylfa Þór Sigurðssyni í sannkölluðum Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Nú er bara að vona að þeir byrji báðir leikinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Hinn þrítugi Jóhann Berg ræddi við Bjarna Þór Viðarsson hjá Símanum Sport um ferilinn, framtíðina og árangurinn hingað til. „Markmiðið var alltaf að spila í ensku úrvalsdeildinni. Að ná 100 leikjum var kannski ekki alveg það sem maður var að hugsa um á þeim tíma,“ sagði þessi öflugi leikmaður í viðtalinu. „Ég er gríðarlega stoltur af þessum árangri enda hefur það sýnt sig að það eru ekki margir sem ná slíkum árangri. Ég er búinn að vera í basli með smá meiðsli en þessi sigur gegn Crystal Palace um síðustu helgi var afar mikilvægur enda fyrsti sigur tímabilsins,“ sagði Jóhann Berg um gengið hingað til. Hann nefndi þó leikinn gegn Manchester City sem tapaðist 5-0 og sagði að allir hjá Burnley vissu að þeir þyrftu að gera betur. „Líkaminn er í góðu lagi núna en þetta hefur verið smá svona stopp og start hjá mér. Það er að mörgu leyti erfiðara en þessi langtíma meiðsli því maður veit aldrei hversu langan tíma maður verður frá. Það er virkilega erfitt og hefur verið erfitt bæði líkamlega og andlega fyrir mig. Það er hins vegar ekkert annað að gera en að halda áfram. Ég æfi á hverjum degi og vonandi mun ég fá fleiri mínútur á næstu vikum og mánuðum, sagði Jóhann að lokum. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Þá er vert að minnast á það að Jóhann mætir Gylfa Þór Sigurðssyni í sannkölluðum Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Nú er bara að vona að þeir byrji báðir leikinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira