Tuttugu mínútna bið eftir bólusetninguna flækir málið Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 20:28 Ragnheiður Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu. Lögreglan Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir flókið að skipuleggja bólusetningu við kórónuveirunni og horfa þurfi til ýmissa sviðsmynda. Eitt flækjustigið felist til dæmis í því að þeir sem eru bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott. Undirbúningur fyrir bólusetningu við kórónuveirunni er nú í fullum gangi hér á landi en vonir eru bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót. Ragnheiður Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fyrst þurfi að tryggja aðgengi forgangshópa að bóluefni. „Þannig að þessa dagana erum við að kortleggja þessa forgangshópa og forskrá þá inn í okkar bólusetningarkerfi og vonum að við getum gert það fyrir miðjan desember,“ sagði Ragnheiður. Þá væri unnið að sviðsmyndum fyrir almenning, þ.e. þá sem ekki eru í forgangshópi, en bólusetning hér á landi væri þó enn háð mikilli óvissu. „Fyrir það fyrsta vitum við ekki hvenær bóluefnið kemur og síðan vitum við alls ekki hvað við fáum mikið magn í einu. Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður, og vísaði til skipulags sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur kynnti í dag. Hann sagði að skipulagið í Reykjavík yrði með svipuðu móti og í kosningum. Opnaðir yrðu bólusetningarstaðir í anda kjörstaða víða um borgina. Ef lítið bóluefni berst hins vegar til landsins fyrst um sinn er hægt að nýta húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut, þar sem sýnatökur við veirunni hafa farið fram undanfarna mánuði. Annað flækjustig felst í biðinni eftir bólusetninguna. Samkvæmt venjubundnu verklagi þurfa þeir sem eru bólusettir að sitja sem fastast í 20 mínútur eftir bólusetninguna. „Þetta flækir líka svolítið málið. Þetta er almennt verklag við bólusetningar. Það geta alltaf komið ofnæmisviðbrögð við bólusetningar. Þær eru mjög sjaldgæfar en þetta er verklag sem við viðhöfum, bæði í skólum og alls staðar þar sem við bólusetjum. Þannig að það flækir þetta líka svolítið, að við þurfum að taka tillit til þess, að fólkið bíði hjá okkur,“ sagði Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. 4. desember 2020 17:05 Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Undirbúningur fyrir bólusetningu við kórónuveirunni er nú í fullum gangi hér á landi en vonir eru bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót. Ragnheiður Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fyrst þurfi að tryggja aðgengi forgangshópa að bóluefni. „Þannig að þessa dagana erum við að kortleggja þessa forgangshópa og forskrá þá inn í okkar bólusetningarkerfi og vonum að við getum gert það fyrir miðjan desember,“ sagði Ragnheiður. Þá væri unnið að sviðsmyndum fyrir almenning, þ.e. þá sem ekki eru í forgangshópi, en bólusetning hér á landi væri þó enn háð mikilli óvissu. „Fyrir það fyrsta vitum við ekki hvenær bóluefnið kemur og síðan vitum við alls ekki hvað við fáum mikið magn í einu. Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður, og vísaði til skipulags sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur kynnti í dag. Hann sagði að skipulagið í Reykjavík yrði með svipuðu móti og í kosningum. Opnaðir yrðu bólusetningarstaðir í anda kjörstaða víða um borgina. Ef lítið bóluefni berst hins vegar til landsins fyrst um sinn er hægt að nýta húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut, þar sem sýnatökur við veirunni hafa farið fram undanfarna mánuði. Annað flækjustig felst í biðinni eftir bólusetninguna. Samkvæmt venjubundnu verklagi þurfa þeir sem eru bólusettir að sitja sem fastast í 20 mínútur eftir bólusetninguna. „Þetta flækir líka svolítið málið. Þetta er almennt verklag við bólusetningar. Það geta alltaf komið ofnæmisviðbrögð við bólusetningar. Þær eru mjög sjaldgæfar en þetta er verklag sem við viðhöfum, bæði í skólum og alls staðar þar sem við bólusetjum. Þannig að það flækir þetta líka svolítið, að við þurfum að taka tillit til þess, að fólkið bíði hjá okkur,“ sagði Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. 4. desember 2020 17:05 Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00 Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. 4. desember 2020 17:05
Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00
Lýsir áhrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga. 3. desember 2020 23:01