Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2020 17:05 Dagur B. Eggertsson segir að staðir verði opnaðir um alla höfuðborg um helgar þar sem fólk geti skellt sér í bólusetningu. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. „Markmiðið er að gott útfært skipulag liggi fyrir áður en jól ganga í garð og þá verði hægt að hafa hraðar hendur þegar tímasetningar, magn og gerð bóluefnis liggur fyrir,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík í föstudagspistli sínum. Hann fagnar því að allir tólf sem greindust smitaðir í gær hafi verið í sóttkví. Það gefi til kynna að full tök hafi náðst á þessum litlu sýkingum sem hafa komið upp undanfarið. „Fyrstu fundir dagsins voru ekki síður ánægjulegir en neyðarstjórn borgarinnar hefur skipað teymi til að vinna að skipulagi fjölda-bólusetningar í borginni með heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sem mun hafa forystu um framkvæmdina,“ segir Dagur. Ýmislegt óvíst enn Fulltrúar heilsugæslunnar hafi komið á fund almannavarnarráðs höfuðborgarsvæðisins þar sem ákveðið var að hafa samræmda framkvæmd bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagið þurfi að taka mið af því að ekki liggi ennþá fyrir hvenær eða hversu mikið magn af bóluefni berst til landsins eða af hvaða tegund það verði. „Þetta getur verið allt frá því að vera bara nægilega margir skammtar fyrir forgangshópa. Þá ríður á að vera tilbúin með skipulag og lista yfir þá. Vonir standa þó til að nægilega mikið magn berist til að hægt verði að bjóða almenningi bólusetningu á stórum skala.“ Hugmyndin sé að fylgja sama skipulagi og í kosningum þar sem tugir kjörstaða séu opnir um helgar um allt höfuðborgarsvæðið. Sannfærður um árangur „Það er gert til að gera kosningar auðsóttar og aðgengilegar og nákvæmlega sömu sjónarmið eiga við um fjöldabólusetningar. Starfsfólk heilsugæslunnar mun hafa veg og vanda af sjálfri bólusetningunni en starfsfólk sveitarfélaga, hugsanlega með aðkomu björgunarsveita og annarra sem kallaðir verða til munu skipuleggja framkvæmdina að öðru leyti og tryggja að allt gangi vel fyrir sig, og samkvæmt sóttvarnarreglum, eins og þær verða á þeim tíma,“ segir Dagur. „Ég er sannfærður um að við getum staðið jafnvel að skpulagi og útfærslu bólusetninga og okkur hefur tekist varðandi útfærslu sóttvarna í faraldrinum undir forystu okkar ágæta þríeykis. Ísland er nú með lægsta nýgengi smita í allri Evrópu og ef við stöndum saman eigum við að geta náð nægilega góðri þátttöku og þar með hjarðónæmi gegn veirunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Heilbrigðismál Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
„Markmiðið er að gott útfært skipulag liggi fyrir áður en jól ganga í garð og þá verði hægt að hafa hraðar hendur þegar tímasetningar, magn og gerð bóluefnis liggur fyrir,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík í föstudagspistli sínum. Hann fagnar því að allir tólf sem greindust smitaðir í gær hafi verið í sóttkví. Það gefi til kynna að full tök hafi náðst á þessum litlu sýkingum sem hafa komið upp undanfarið. „Fyrstu fundir dagsins voru ekki síður ánægjulegir en neyðarstjórn borgarinnar hefur skipað teymi til að vinna að skipulagi fjölda-bólusetningar í borginni með heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sem mun hafa forystu um framkvæmdina,“ segir Dagur. Ýmislegt óvíst enn Fulltrúar heilsugæslunnar hafi komið á fund almannavarnarráðs höfuðborgarsvæðisins þar sem ákveðið var að hafa samræmda framkvæmd bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagið þurfi að taka mið af því að ekki liggi ennþá fyrir hvenær eða hversu mikið magn af bóluefni berst til landsins eða af hvaða tegund það verði. „Þetta getur verið allt frá því að vera bara nægilega margir skammtar fyrir forgangshópa. Þá ríður á að vera tilbúin með skipulag og lista yfir þá. Vonir standa þó til að nægilega mikið magn berist til að hægt verði að bjóða almenningi bólusetningu á stórum skala.“ Hugmyndin sé að fylgja sama skipulagi og í kosningum þar sem tugir kjörstaða séu opnir um helgar um allt höfuðborgarsvæðið. Sannfærður um árangur „Það er gert til að gera kosningar auðsóttar og aðgengilegar og nákvæmlega sömu sjónarmið eiga við um fjöldabólusetningar. Starfsfólk heilsugæslunnar mun hafa veg og vanda af sjálfri bólusetningunni en starfsfólk sveitarfélaga, hugsanlega með aðkomu björgunarsveita og annarra sem kallaðir verða til munu skipuleggja framkvæmdina að öðru leyti og tryggja að allt gangi vel fyrir sig, og samkvæmt sóttvarnarreglum, eins og þær verða á þeim tíma,“ segir Dagur. „Ég er sannfærður um að við getum staðið jafnvel að skpulagi og útfærslu bólusetninga og okkur hefur tekist varðandi útfærslu sóttvarna í faraldrinum undir forystu okkar ágæta þríeykis. Ísland er nú með lægsta nýgengi smita í allri Evrópu og ef við stöndum saman eigum við að geta náð nægilega góðri þátttöku og þar með hjarðónæmi gegn veirunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Heilbrigðismál Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira