Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2020 17:05 Dagur B. Eggertsson segir að staðir verði opnaðir um alla höfuðborg um helgar þar sem fólk geti skellt sér í bólusetningu. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina. „Markmiðið er að gott útfært skipulag liggi fyrir áður en jól ganga í garð og þá verði hægt að hafa hraðar hendur þegar tímasetningar, magn og gerð bóluefnis liggur fyrir,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík í föstudagspistli sínum. Hann fagnar því að allir tólf sem greindust smitaðir í gær hafi verið í sóttkví. Það gefi til kynna að full tök hafi náðst á þessum litlu sýkingum sem hafa komið upp undanfarið. „Fyrstu fundir dagsins voru ekki síður ánægjulegir en neyðarstjórn borgarinnar hefur skipað teymi til að vinna að skipulagi fjölda-bólusetningar í borginni með heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sem mun hafa forystu um framkvæmdina,“ segir Dagur. Ýmislegt óvíst enn Fulltrúar heilsugæslunnar hafi komið á fund almannavarnarráðs höfuðborgarsvæðisins þar sem ákveðið var að hafa samræmda framkvæmd bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagið þurfi að taka mið af því að ekki liggi ennþá fyrir hvenær eða hversu mikið magn af bóluefni berst til landsins eða af hvaða tegund það verði. „Þetta getur verið allt frá því að vera bara nægilega margir skammtar fyrir forgangshópa. Þá ríður á að vera tilbúin með skipulag og lista yfir þá. Vonir standa þó til að nægilega mikið magn berist til að hægt verði að bjóða almenningi bólusetningu á stórum skala.“ Hugmyndin sé að fylgja sama skipulagi og í kosningum þar sem tugir kjörstaða séu opnir um helgar um allt höfuðborgarsvæðið. Sannfærður um árangur „Það er gert til að gera kosningar auðsóttar og aðgengilegar og nákvæmlega sömu sjónarmið eiga við um fjöldabólusetningar. Starfsfólk heilsugæslunnar mun hafa veg og vanda af sjálfri bólusetningunni en starfsfólk sveitarfélaga, hugsanlega með aðkomu björgunarsveita og annarra sem kallaðir verða til munu skipuleggja framkvæmdina að öðru leyti og tryggja að allt gangi vel fyrir sig, og samkvæmt sóttvarnarreglum, eins og þær verða á þeim tíma,“ segir Dagur. „Ég er sannfærður um að við getum staðið jafnvel að skpulagi og útfærslu bólusetninga og okkur hefur tekist varðandi útfærslu sóttvarna í faraldrinum undir forystu okkar ágæta þríeykis. Ísland er nú með lægsta nýgengi smita í allri Evrópu og ef við stöndum saman eigum við að geta náð nægilega góðri þátttöku og þar með hjarðónæmi gegn veirunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Heilbrigðismál Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
„Markmiðið er að gott útfært skipulag liggi fyrir áður en jól ganga í garð og þá verði hægt að hafa hraðar hendur þegar tímasetningar, magn og gerð bóluefnis liggur fyrir,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík í föstudagspistli sínum. Hann fagnar því að allir tólf sem greindust smitaðir í gær hafi verið í sóttkví. Það gefi til kynna að full tök hafi náðst á þessum litlu sýkingum sem hafa komið upp undanfarið. „Fyrstu fundir dagsins voru ekki síður ánægjulegir en neyðarstjórn borgarinnar hefur skipað teymi til að vinna að skipulagi fjölda-bólusetningar í borginni með heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sem mun hafa forystu um framkvæmdina,“ segir Dagur. Ýmislegt óvíst enn Fulltrúar heilsugæslunnar hafi komið á fund almannavarnarráðs höfuðborgarsvæðisins þar sem ákveðið var að hafa samræmda framkvæmd bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagið þurfi að taka mið af því að ekki liggi ennþá fyrir hvenær eða hversu mikið magn af bóluefni berst til landsins eða af hvaða tegund það verði. „Þetta getur verið allt frá því að vera bara nægilega margir skammtar fyrir forgangshópa. Þá ríður á að vera tilbúin með skipulag og lista yfir þá. Vonir standa þó til að nægilega mikið magn berist til að hægt verði að bjóða almenningi bólusetningu á stórum skala.“ Hugmyndin sé að fylgja sama skipulagi og í kosningum þar sem tugir kjörstaða séu opnir um helgar um allt höfuðborgarsvæðið. Sannfærður um árangur „Það er gert til að gera kosningar auðsóttar og aðgengilegar og nákvæmlega sömu sjónarmið eiga við um fjöldabólusetningar. Starfsfólk heilsugæslunnar mun hafa veg og vanda af sjálfri bólusetningunni en starfsfólk sveitarfélaga, hugsanlega með aðkomu björgunarsveita og annarra sem kallaðir verða til munu skipuleggja framkvæmdina að öðru leyti og tryggja að allt gangi vel fyrir sig, og samkvæmt sóttvarnarreglum, eins og þær verða á þeim tíma,“ segir Dagur. „Ég er sannfærður um að við getum staðið jafnvel að skpulagi og útfærslu bólusetninga og okkur hefur tekist varðandi útfærslu sóttvarna í faraldrinum undir forystu okkar ágæta þríeykis. Ísland er nú með lægsta nýgengi smita í allri Evrópu og ef við stöndum saman eigum við að geta náð nægilega góðri þátttöku og þar með hjarðónæmi gegn veirunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Heilbrigðismál Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira