Innlent

Litakóðakerfi vegna Covid-19 samþykkt

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá yfirlit yfir kerfið.
Hér má sjá yfirlit yfir kerfið.

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka upp Covid-19 viðvörunarkerfi sem byggir á litum. Tillaga þessi kom frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis og svipar veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að litakóðakerfið eigi að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma varðandi þær aðgerðir sem grípa þurfi til í baráttu við faraldur nýju kórónuveirunnar.

Þannig gæti verið hægt að lágmarka heildarskaða sem faraldurinn veldur samfélaginu.

Litakóðakerfinu er ekki ætlað að vera með beina tengingu við almannavarnastig – það er óvissustig, hættustig og neyðarstig – og munu viðbragðsaðilar áfram vinna eftir því. Litakóðakerfinu verði komið á fyrir almenning, enda mikilvægt „að geta tjáð breytingar á aðstæðum með kerfi sem sameiginlegur skilningur ríkir um og almenningur getur túlkað inn í eigin aðstæður,“ líkt og segir í skýrslu vinnuhóps sem kom að þróun kerfisins.

Samkvæmt litakóðakerfinu verður notast við gráan lit til að tákna hinn nýja veruleika – „nýja normið“ eins og það er kallað í skýrslunni. Merkir það að „lifa með Covid-19“, en á því stigi þarf þó að grípa til hertra ráðstafana í samfélaginu, hvorki einstaklingsbundið né samfélagslega.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.