Erlent

Sjálfboðaliði í athvarfi Baskins bitinn af tígrisdýri

Samúel Karl Ólason skrifar
Carole Baskin rekur athvarf fyrir stóra ketti í Flórída.
Carole Baskin rekur athvarf fyrir stóra ketti í Flórída. Netflix

Tígrisdýr í dýraathvarfi Carole Baskins í Flórída beit konu í gær og er sagt hafa næstum því rifið af konunni hendina. Konan var að fæða tígrisdýrið og er sögð hafa stungið hendinni inn í búrið fyrir mistök.

Hún er 69 ára gömul og hefur verið sjálfboðaliði í garði Baskins í fimm ár.

Baskin varð heimsfræg eftir að þættirnir Tiger King á Netflix fóru eins og eldur í sinu um heiminn. Þættirnir fjölluðu að mestu um deildur Baskin og Joseph Maldonado-Passage, sem einnig er þekktur sem Joe Exotic, en hann situr nú í fangelsi fyrir að hafa greitt manni fyrir að myrða Baskin.

E Online hefur eftir Baskin að sjálfboðaliðinn, Candy Couser, hafi gert mistök þegar hún var að fæða tígrisdýrið Kimba. Hún hafi óvart stungið hendinni inn í búrið og tígrisdýrið hafi bitið hana. Dýrið sleppti svo takinu þegar aðrir sjálfboðaliðar komu hlaupandi.

„Candy segist ekki hafa verið að hugsa þegar hún teygði sig inn í borið til að opna hlið,“ hefur E eftir Baskins. „Það er gegn starfsreglum okkar að fólk stingi nokkrum hluta líkama síns inn í búr þar sem köttur er. Kimba greip handlegg hennar og reif hann næstum því af við öxl.“

Hún segir ennfremur að Couser hafi grátbeðið um að tígrisdýrinu yrði ekki refsað vegna atviksins. Handleggur Couser brotnaði á þremur stöðum og öxl hennar skaðaðist verulega líka.

Dýrið verður sett í 30 daga einangrun en Baskin segir það í raun hafa hagað sér í takt við eðli þess.


Tengdar fréttir

Dýragarði Joe Exotic lokað

Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park, hefur verið lokað.

Dætur Lewis höfða mál gegn Carole Baskin

Fjölskylda Don Lewis, sem hvarf árið 1997, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Carole Baskin. Fjölskyldan hefur einnig boðið hundrað þúsund dala verðlaun fyrir upplýsingar um hvað kom fyrir Lewis.

Segir að erfðaskrá eiginmanns Carole Baskin sé fölsuð

Chad Chronister, lögreglustjóri í Flórída í Bandaríkjunum er sagður hafa staðfest orðróma þess efnis að erfðaskrá Don Lewis, fyrrum eiginmanns dýraverndunaraktívistans Carole Baskin, sé fölsuð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×