Dýragarði Joe Exotic lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 10:46 Joe Exotic situr nú í fangelsi. Þar smitaðist hann af kórónuveirunni. youtube Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park í Oklahoma-ríki, hefur verið lokað. Frá þessu greindi Jeff Lowe, núverandi eigandi garðsins, í Facebook-færslu í gærkvöld. Þar gagnrýnir hann landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna og segir ráðuneytið hafa látið undan þrýstingi dýraverndunarsamtakanna PETA. Þau hafa lengi haft horn í síðu garðsins og fyrrverandi eiganda hans, Joseph Maldonado-Passage eða Joe Exotic. Hann afplánar nú 22 ára fangelsisdóm, m.a. fyrir að leggja á ráðin um að koma keppinaut sínum Carole Baskin fyrir kattarnef. Átök þeirra eru þungamiðjan í Netflix-þáttunum og spanna mörg ár. Alríkisdómari í Bandaríkjunum veitti Baskin, sem er forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, stjórn yfir dýragarðinum fyrr í sumar. Ákvörðunin var niðurstaða dómsmáls sem Baskin höfðaði gegn Exotic vegna brota hans á höfundarréttarlögum. Svo fór að Exotic var gert að greiða tæpa milljón dollara til Baskin og dýraathvarfs hennar. Hann stóð þó ekki í skilum á upphæðinni og var honum því gert að afhenda dýragarðinn í staðinn. Fyrrnefndum Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, var með dómsúrskurðinum gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga. Í færslu sinni skrifar Lowe að Tiger King-ævintýrið hafi breytt öllum sem að því komu. Það hafi jafnframt skapað dýragarðinum gríðarlegar tekjur og fyrir vikið hafi verið hægt að annast dýrin; ógrynni tígrisdýra, bjarna og annarra framandi dýra, betur en nokkru sinni fyrr. Dýraverndunarsamtök hafa einmitt gagnrýnt eigendur garðsins fyrir lélegan aðbúnað. Lowe segir öll dýrin í garðinum nú vera í einkaeigu „og þau verða áfram í einkaeigu.“ Hann tiltekur þó ekki hvað það þýðir, hvort búið sé að selja öll dýrin eða hvort hann annist þau sjálfur. Lowe tekur hins vegar fram að eignarhald á framandi dýrum sé löglegt í Oklahoma. Auðmaðurinn segist nú vinna að opnun nýs garðs, sem verði fyrst og fremst tökustaður fyrir sjónvarpsefni tengt Tiger King. Talið er Netflix hafi þegar öðlast réttinn að annarri þáttaröð af Tiger King auk þess sem hafin er framleiðsla á ýmsu hliðarefni (e. spinoff). Til að mynda mun Nicolas Cage bregða sér í hlutverk Joe Exotic í nýrri þáttaröð. Netflix Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park í Oklahoma-ríki, hefur verið lokað. Frá þessu greindi Jeff Lowe, núverandi eigandi garðsins, í Facebook-færslu í gærkvöld. Þar gagnrýnir hann landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna og segir ráðuneytið hafa látið undan þrýstingi dýraverndunarsamtakanna PETA. Þau hafa lengi haft horn í síðu garðsins og fyrrverandi eiganda hans, Joseph Maldonado-Passage eða Joe Exotic. Hann afplánar nú 22 ára fangelsisdóm, m.a. fyrir að leggja á ráðin um að koma keppinaut sínum Carole Baskin fyrir kattarnef. Átök þeirra eru þungamiðjan í Netflix-þáttunum og spanna mörg ár. Alríkisdómari í Bandaríkjunum veitti Baskin, sem er forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, stjórn yfir dýragarðinum fyrr í sumar. Ákvörðunin var niðurstaða dómsmáls sem Baskin höfðaði gegn Exotic vegna brota hans á höfundarréttarlögum. Svo fór að Exotic var gert að greiða tæpa milljón dollara til Baskin og dýraathvarfs hennar. Hann stóð þó ekki í skilum á upphæðinni og var honum því gert að afhenda dýragarðinn í staðinn. Fyrrnefndum Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, var með dómsúrskurðinum gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga. Í færslu sinni skrifar Lowe að Tiger King-ævintýrið hafi breytt öllum sem að því komu. Það hafi jafnframt skapað dýragarðinum gríðarlegar tekjur og fyrir vikið hafi verið hægt að annast dýrin; ógrynni tígrisdýra, bjarna og annarra framandi dýra, betur en nokkru sinni fyrr. Dýraverndunarsamtök hafa einmitt gagnrýnt eigendur garðsins fyrir lélegan aðbúnað. Lowe segir öll dýrin í garðinum nú vera í einkaeigu „og þau verða áfram í einkaeigu.“ Hann tiltekur þó ekki hvað það þýðir, hvort búið sé að selja öll dýrin eða hvort hann annist þau sjálfur. Lowe tekur hins vegar fram að eignarhald á framandi dýrum sé löglegt í Oklahoma. Auðmaðurinn segist nú vinna að opnun nýs garðs, sem verði fyrst og fremst tökustaður fyrir sjónvarpsefni tengt Tiger King. Talið er Netflix hafi þegar öðlast réttinn að annarri þáttaröð af Tiger King auk þess sem hafin er framleiðsla á ýmsu hliðarefni (e. spinoff). Til að mynda mun Nicolas Cage bregða sér í hlutverk Joe Exotic í nýrri þáttaröð.
Netflix Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35
Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03