Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 1. desember 2020 12:30 Jólaverslunin er hafin og lagði sóttvarnalæknir til við ráðherra í minnisblaði í síðustu viku að rýmkað yrði fyrir starfsemi annarra verslana en matvöru- og lyfjaverslana í tengslum við samkomutakmarkanir. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Svandísi að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum upp úr hádegi. Átján manns greindust með veiruna innanlands í gær og voru sjö þeirra utan sóttkvíar. Óbreyttar samkomutakmarkanir verða í gildi til og með 9. desember í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til hennar um helgina eftir að smitum fór fjölgandi. Þórólfur hafði um miðja síðustu viku skilað öðrum tillögum sem fólu í sér tilslakanir og var Svandís spurð út í það í hverju þær fólust. „Það var lagt til að fjölga upp í 20 manns, það var tiltekin rýmkun á annarri verslun en matvöru- og lyfjaverslunum, það voru rýmkanir tengdar íþróttum og sundlaugum og svo framvegis,“ sagði ráðherra og bætti við að þetta minnisblað Þórólfs yrði að finna í gögnum sem fjölmiðlar fengju í hendur síðar í dag. Ljóst er að fjölmarga landsmenn er farið að lengja eftir því að sundlaugar og líkamsræktarstövðar opni á ný. Aðspurð hvort einhverjar hugmyndir hefðu verið á borðinu með einhverjar tilslakanir í slíkri starfsemi vísaði Svandís í það að ekki væri tilefni til að fara í tilslakanir á meðan faraldurinn væri í vexti. „Við auðvitað höldum áfram að fylgjast með á hverjum degi. Það voru átján í morgun og þar af ellefu í sóttkví þannig að við sjáum að við erum enn að glíma við stök smit út í samfélaginu sem bendir til þess að veiran er enn á ferðinni. Við vitum af okkar reynslu og annarra þjóða að ef við slökum of hratt á þá nær faraldurinn að skella á með ennþá meiri þunga og það viljum við ekki sjá og allra síst á þessum árstíma,“ sagði Svandís. Áframhaldandi takmarkanir gilda aðeins í viku og heyrir það til undantekninga að reglugerð ráðherra í þessum efnum gildi ekki í tvær til þrjár vikur í senn. Svandís sagði að þótt hefði rétt að framlengja reglurnar í þetta stuttan að þessu sinni, ekki síst vegna þess að sé jólamánuðurinn. „Og við myndum gjarnan vilja sjá að við gætum gert einhverjar tilslakanir þannig að við þurfum bara að fylgjast mjög vel með á næstu dögum. Svo er líka til mjög mikils að vinna ef við horfum á möguleika á bóluefni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs þannig að við myndum auðvitað helst vilja að staðan væri þannig að við værum með fulla stjórn á faraldrinum þegar þar að kemur og við hefðum ekki misst fólk í veikindi,“ sagði Svandís. Einnig var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún sagði samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir. Sagði Katrín að það lægi fyrir að veiran gæti smitast með það miklum hraða að örfá smit á dag gætu orðið að mörgum smitum mjög hratt. Viðtalið við Katrínu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan og viðtalið við Svandísi í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Svandísi að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum upp úr hádegi. Átján manns greindust með veiruna innanlands í gær og voru sjö þeirra utan sóttkvíar. Óbreyttar samkomutakmarkanir verða í gildi til og með 9. desember í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til hennar um helgina eftir að smitum fór fjölgandi. Þórólfur hafði um miðja síðustu viku skilað öðrum tillögum sem fólu í sér tilslakanir og var Svandís spurð út í það í hverju þær fólust. „Það var lagt til að fjölga upp í 20 manns, það var tiltekin rýmkun á annarri verslun en matvöru- og lyfjaverslunum, það voru rýmkanir tengdar íþróttum og sundlaugum og svo framvegis,“ sagði ráðherra og bætti við að þetta minnisblað Þórólfs yrði að finna í gögnum sem fjölmiðlar fengju í hendur síðar í dag. Ljóst er að fjölmarga landsmenn er farið að lengja eftir því að sundlaugar og líkamsræktarstövðar opni á ný. Aðspurð hvort einhverjar hugmyndir hefðu verið á borðinu með einhverjar tilslakanir í slíkri starfsemi vísaði Svandís í það að ekki væri tilefni til að fara í tilslakanir á meðan faraldurinn væri í vexti. „Við auðvitað höldum áfram að fylgjast með á hverjum degi. Það voru átján í morgun og þar af ellefu í sóttkví þannig að við sjáum að við erum enn að glíma við stök smit út í samfélaginu sem bendir til þess að veiran er enn á ferðinni. Við vitum af okkar reynslu og annarra þjóða að ef við slökum of hratt á þá nær faraldurinn að skella á með ennþá meiri þunga og það viljum við ekki sjá og allra síst á þessum árstíma,“ sagði Svandís. Áframhaldandi takmarkanir gilda aðeins í viku og heyrir það til undantekninga að reglugerð ráðherra í þessum efnum gildi ekki í tvær til þrjár vikur í senn. Svandís sagði að þótt hefði rétt að framlengja reglurnar í þetta stuttan að þessu sinni, ekki síst vegna þess að sé jólamánuðurinn. „Og við myndum gjarnan vilja sjá að við gætum gert einhverjar tilslakanir þannig að við þurfum bara að fylgjast mjög vel með á næstu dögum. Svo er líka til mjög mikils að vinna ef við horfum á möguleika á bóluefni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs þannig að við myndum auðvitað helst vilja að staðan væri þannig að við værum með fulla stjórn á faraldrinum þegar þar að kemur og við hefðum ekki misst fólk í veikindi,“ sagði Svandís. Einnig var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún sagði samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir. Sagði Katrín að það lægi fyrir að veiran gæti smitast með það miklum hraða að örfá smit á dag gætu orðið að mörgum smitum mjög hratt. Viðtalið við Katrínu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan og viðtalið við Svandísi í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira