Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 1. desember 2020 12:30 Jólaverslunin er hafin og lagði sóttvarnalæknir til við ráðherra í minnisblaði í síðustu viku að rýmkað yrði fyrir starfsemi annarra verslana en matvöru- og lyfjaverslana í tengslum við samkomutakmarkanir. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Svandísi að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum upp úr hádegi. Átján manns greindust með veiruna innanlands í gær og voru sjö þeirra utan sóttkvíar. Óbreyttar samkomutakmarkanir verða í gildi til og með 9. desember í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til hennar um helgina eftir að smitum fór fjölgandi. Þórólfur hafði um miðja síðustu viku skilað öðrum tillögum sem fólu í sér tilslakanir og var Svandís spurð út í það í hverju þær fólust. „Það var lagt til að fjölga upp í 20 manns, það var tiltekin rýmkun á annarri verslun en matvöru- og lyfjaverslunum, það voru rýmkanir tengdar íþróttum og sundlaugum og svo framvegis,“ sagði ráðherra og bætti við að þetta minnisblað Þórólfs yrði að finna í gögnum sem fjölmiðlar fengju í hendur síðar í dag. Ljóst er að fjölmarga landsmenn er farið að lengja eftir því að sundlaugar og líkamsræktarstövðar opni á ný. Aðspurð hvort einhverjar hugmyndir hefðu verið á borðinu með einhverjar tilslakanir í slíkri starfsemi vísaði Svandís í það að ekki væri tilefni til að fara í tilslakanir á meðan faraldurinn væri í vexti. „Við auðvitað höldum áfram að fylgjast með á hverjum degi. Það voru átján í morgun og þar af ellefu í sóttkví þannig að við sjáum að við erum enn að glíma við stök smit út í samfélaginu sem bendir til þess að veiran er enn á ferðinni. Við vitum af okkar reynslu og annarra þjóða að ef við slökum of hratt á þá nær faraldurinn að skella á með ennþá meiri þunga og það viljum við ekki sjá og allra síst á þessum árstíma,“ sagði Svandís. Áframhaldandi takmarkanir gilda aðeins í viku og heyrir það til undantekninga að reglugerð ráðherra í þessum efnum gildi ekki í tvær til þrjár vikur í senn. Svandís sagði að þótt hefði rétt að framlengja reglurnar í þetta stuttan að þessu sinni, ekki síst vegna þess að sé jólamánuðurinn. „Og við myndum gjarnan vilja sjá að við gætum gert einhverjar tilslakanir þannig að við þurfum bara að fylgjast mjög vel með á næstu dögum. Svo er líka til mjög mikils að vinna ef við horfum á möguleika á bóluefni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs þannig að við myndum auðvitað helst vilja að staðan væri þannig að við værum með fulla stjórn á faraldrinum þegar þar að kemur og við hefðum ekki misst fólk í veikindi,“ sagði Svandís. Einnig var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún sagði samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir. Sagði Katrín að það lægi fyrir að veiran gæti smitast með það miklum hraða að örfá smit á dag gætu orðið að mörgum smitum mjög hratt. Viðtalið við Katrínu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan og viðtalið við Svandísi í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Svandísi að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum upp úr hádegi. Átján manns greindust með veiruna innanlands í gær og voru sjö þeirra utan sóttkvíar. Óbreyttar samkomutakmarkanir verða í gildi til og með 9. desember í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til hennar um helgina eftir að smitum fór fjölgandi. Þórólfur hafði um miðja síðustu viku skilað öðrum tillögum sem fólu í sér tilslakanir og var Svandís spurð út í það í hverju þær fólust. „Það var lagt til að fjölga upp í 20 manns, það var tiltekin rýmkun á annarri verslun en matvöru- og lyfjaverslunum, það voru rýmkanir tengdar íþróttum og sundlaugum og svo framvegis,“ sagði ráðherra og bætti við að þetta minnisblað Þórólfs yrði að finna í gögnum sem fjölmiðlar fengju í hendur síðar í dag. Ljóst er að fjölmarga landsmenn er farið að lengja eftir því að sundlaugar og líkamsræktarstövðar opni á ný. Aðspurð hvort einhverjar hugmyndir hefðu verið á borðinu með einhverjar tilslakanir í slíkri starfsemi vísaði Svandís í það að ekki væri tilefni til að fara í tilslakanir á meðan faraldurinn væri í vexti. „Við auðvitað höldum áfram að fylgjast með á hverjum degi. Það voru átján í morgun og þar af ellefu í sóttkví þannig að við sjáum að við erum enn að glíma við stök smit út í samfélaginu sem bendir til þess að veiran er enn á ferðinni. Við vitum af okkar reynslu og annarra þjóða að ef við slökum of hratt á þá nær faraldurinn að skella á með ennþá meiri þunga og það viljum við ekki sjá og allra síst á þessum árstíma,“ sagði Svandís. Áframhaldandi takmarkanir gilda aðeins í viku og heyrir það til undantekninga að reglugerð ráðherra í þessum efnum gildi ekki í tvær til þrjár vikur í senn. Svandís sagði að þótt hefði rétt að framlengja reglurnar í þetta stuttan að þessu sinni, ekki síst vegna þess að sé jólamánuðurinn. „Og við myndum gjarnan vilja sjá að við gætum gert einhverjar tilslakanir þannig að við þurfum bara að fylgjast mjög vel með á næstu dögum. Svo er líka til mjög mikils að vinna ef við horfum á möguleika á bóluefni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs þannig að við myndum auðvitað helst vilja að staðan væri þannig að við værum með fulla stjórn á faraldrinum þegar þar að kemur og við hefðum ekki misst fólk í veikindi,“ sagði Svandís. Einnig var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún sagði samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir. Sagði Katrín að það lægi fyrir að veiran gæti smitast með það miklum hraða að örfá smit á dag gætu orðið að mörgum smitum mjög hratt. Viðtalið við Katrínu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan og viðtalið við Svandísi í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira