Liðsmenn Boko Haram grunaðir um hrottaleg morð á tugum bænda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 16:04 Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur vottað fjölskyldum hinna látnu samúð. EPA/ANDRE PAIN Uppreisnarmenn úr röðum Boko Haram eru grunaðir um að hafa myrt að minnsta kosti 43 almenna borgara, aðallega bændur og sjómenn, í Borno-ríki í norðurhluta Nígeríu í dag. Fórnarlömbin voru að sinna störfum sínum við hrísgrjónauppskeru þegar árásin var gerð í dag, daginn sem íbúar í Garin Kwashebe í Borno-ríki gengu til sveitarstjórnakosninga í fyrsta sinn í 13 ár. Fréttum ber ekki öllum saman um fjölda fórnarlamba en samkvæmt frétt AP,BBC og annarra miðla af málinu eru þau sögð um eða yfir fjörutíu. AFP-fréttaveitan segir þau aftur á móti vera um 110. Fregnir herma að fórnarlömbunum hafi verið safnað saman áður en vopnaðir uppreisnarmenn tóku þau af lífi með því að skera þau á háls. „Ráðist var á bændurna á Garin-Kwashebe hrísgrjónaakrinum í Zabarmari og samkvæmt fregnum sem við höfum fengið frá því síðdegis hafa um fjörutíu þeirra verið drepnir,“ sagði Malam Zabarmari, leiðtogi hagsmunasamtaka hrísgrjónabænda á svæðinu, í samtali við AP. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur sent frá sér samúðarkveðjur vegna morðanna. „Ég fordæmi morð hryðjuverkamanna á okkar duglegu bændum í Borno-ríki. Þjóðin öll er í sárum eftir þessi tilgangslausu morð. Hugur minn er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorglegu tímum. Megi þeir hvíla í friði,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu. Árásin er ein sú hrottalegasta sem framin hefur verið undanfarna mánuði á svæðinu þar sem bæði hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki og Boko Haram eru með virka starfsemi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni þótt Boko Haram liggi undir grun. Nokkurra bænda er enn saknað og segja mannréttindasamtökin Amnesty International að tíu konur séu þeirra á meðal. Nígería Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Fréttum ber ekki öllum saman um fjölda fórnarlamba en samkvæmt frétt AP,BBC og annarra miðla af málinu eru þau sögð um eða yfir fjörutíu. AFP-fréttaveitan segir þau aftur á móti vera um 110. Fregnir herma að fórnarlömbunum hafi verið safnað saman áður en vopnaðir uppreisnarmenn tóku þau af lífi með því að skera þau á háls. „Ráðist var á bændurna á Garin-Kwashebe hrísgrjónaakrinum í Zabarmari og samkvæmt fregnum sem við höfum fengið frá því síðdegis hafa um fjörutíu þeirra verið drepnir,“ sagði Malam Zabarmari, leiðtogi hagsmunasamtaka hrísgrjónabænda á svæðinu, í samtali við AP. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur sent frá sér samúðarkveðjur vegna morðanna. „Ég fordæmi morð hryðjuverkamanna á okkar duglegu bændum í Borno-ríki. Þjóðin öll er í sárum eftir þessi tilgangslausu morð. Hugur minn er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorglegu tímum. Megi þeir hvíla í friði,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu. Árásin er ein sú hrottalegasta sem framin hefur verið undanfarna mánuði á svæðinu þar sem bæði hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki og Boko Haram eru með virka starfsemi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni þótt Boko Haram liggi undir grun. Nokkurra bænda er enn saknað og segja mannréttindasamtökin Amnesty International að tíu konur séu þeirra á meðal.
Nígería Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira