Marka­laust í Moskvu | Arnór og Hörður Björg­vin byrjuðu báðir

Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði CSKA í kvöld.
Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði CSKA í kvöld. Erwin Spek/Getty Images

CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli við Feyenoord í Evrópudeildinni í kvöld. Bæði Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson byrjuðu leik kvöldsins í liði CSKA. 

Þrátt fyrir að vera í neðsta sæti riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni þá á CSKA ótrúlegt en satt enn möguleika á að komast í 32-liða úrslit.

Til þess að það gerist þarf liðið þó að vinna báða leikina sem það á eftir en sem stendur hefur liðið ekki unnið leik. Þrjú jafntefli og eitt tap niðurstaðan í fyrstu fjórum leikjum Evrópudeildarinnar.

CSKA var manni fleiri eftir að Nicolai Jørgensen fékk sitt annað gula spjald á 48. mínútu leiksins. Gestirnir múrðu fyrir markið og komust heimamenn ekkert gegn þéttum varnarmúrnum.  Lokatölur því 0-0 í bragðdaufum leik.

Arnór Sigurðsson var tekinn af velli á 63. mínútu en Hörður Björgvin lék allan tímann í vörn liðsins.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.