Evrópudeild UEFA

Ruddust inn á blaðamannafund þjálfarans með bjór og bikarinn
Eintracht Frankfurt var lið gærkvöldsins í fótboltaheiminum þegar liðið tryggði sér sigur í Evrópudeildinni og sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með sigri á Rangers í úrslitaleik á Spáni.

Frankfurt er Evrópumeistari
Eintracht Frankfurt er sigurvegari Europa Leauge árið 2022 eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Rangers. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Mikil gleði þegar strákurinn frétti að hann væri að fara á úrslitaleikinn
Ungur strákur og mikill stuðningsmaður Rangers hélt að foreldrar hans ætluðu að skilja hann eftir heima í Skotlandi en annað kom á daginn. Úr varð stórskemmtileg stund.

Þrír tugir handteknir vegna óláta í kringum leik Frankfurt og West Ham
Eintracht Frankfurt og West Ham United mættust í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í vikunni. Mikil ólæti stuðningsfólks beggja liða setti svartan blett á leikinn en alls hafa þrjátíu manns verið handteknir vegna hegðunar sinnar í aðdraganda leiksins.

Moyes biðst afsökunar á að hafa sparkað bolta í boltastrák
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, hefur beðist afsökunar á að hafa sparkað bolta í átt að boltastrák í leiknum gegn Frankfurt í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

Frankfurt og Rangers í úrslit Evrópudeildarinnar
Eintracht Frankfurt vann West Ham United 1-0 í kvöld og tryggði sér þar með farseðilinn í úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta. Rangers vann frækinn 3-1 sigur á RB Leipzig og er því einnig komið í úrslit.

Hamrarnir hafa verk að vinna | Leipzig fer með forystu til Skotlands
Fyrri undanúrslitaleikir Evrópudeildarinnar í fótbolta fóru fram í kvöld. West Ham mátti þola 2-1 tap á heimavelli gegn Frankfurt, en RB Leipzig vann 1-0 sigur gegn Rangers.

Stuðningsmenn Frankfurt fyrirferðamiklir á Nývangi | Forseti Barcelona biðst afsökunar
Barcelona varð ekki aðeins undir innan vallar þegar liðið var slegið úr keppni í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

„Risastórt sem við höfum gert á tveimur árum“
David Moyes, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, var stoltur af sínum mönnum eftir 3-0 sigur liðsins gegn Lyon í átta liða úrslitum EVrópudeildarinnar í kvöld. Hann segir það ótrúlegt hvað liðið er komið langt síðan hann tók við stjórnartaumunum.

Frankfurt henti Börsungum úr leik | West Ham fór örugglega áfram
Barcelona er úr leik úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-3 tap gegn Frankfurt á heimavelli í kvöld. Liðið lenti 0-3 undir og tvö mörk í uppbótartíma gátu ekki bjargað þeim. Á sama tíma vann West Ham öruggan 0-3 sigur gegn Lyon.

RB Leipzig fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum
RB Leipzig varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar með 0-2 útisigri gegn Atalanta.

Alfons og félagar í flokk með Real Madríd
Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt gerðu José Mourinho og lærisveinum hans í Róma enn einn grikkinn í gær er liðin mættust í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu.

Lögreglan ræddi við Mourinho og þjálfara Alfonsar eftir að upp úr sauð
Það var enn hiti í mönnum inni á búningsklefasvæðinu í Bodö í gærkvöld, eftir 2-1 sigur heimamanna gegn Roma í Sambandsdeildinni í fótbolta og var lögregla kölluð til. Mikill hefndarhugur er í fyrirliða Roma vegna málsins.

Hamrarnir héldu út á heimavelli
West Ham og Lyon skildu jöfn er liðin mættust í áttaliða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld, en heimamenn í West Ham þurftu að leika allan síðari hálfleikinn manni færri.

Tíu leikmenn Frankfurt héldu út gegn Barcelona
Barcelona náði ekki að nýta sér liðsmuninn er liðið heimsótti Frankfurt í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en liðin mætast á ný að viku liðinni á Spáni.

„Út í hött að bera mig saman við Messi“
Hver þarf Messi þegar þú ert með þennan strák? Það er aftur komin mikil bjartsýni í herbúðir Barcelona eftir dimma daga undanfarin misseri. Einn af sólargeislunum er Pedri.

Barcelona mætir Frankfurt og West Ham Lyon
Barcelona mætir Frankfurt í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. West Ham United dróst gegn Lyon.

Úkraínumaðurinn kom West Ham í átta liða úrslit í framlengingu
West Ham er á leið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-0 sigur gegn Sevilla í framlengdum leik í kvöld, en það var Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko sem skoraði sigurmark Hamranna.

Aubameyang skaut Börsungum í átta liða úrslit
Barcelona er á leið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur gegn Galatasaray í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli, en það var Pierre-Emerick Aubameyang sem skoraði sigurmark Börsunga í kvöld.

Hélt Ísaki utan hóps en fannst hann magnaður í gær
Ísak Bergmann Jóhannesson fékk hrós frá þjálfara FC Kaupmannahafnar eftir að hafa loksins í gær fengið að spila sinn fyrsta keppnisleik með liðinu á þessu ári.