Frá Íslandsmeistaraliði 2015 í frelsissviptingu í Amsterdam 2020 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 11:05 Sigurður Gísli Snorrason í leik með Þrótti í Vogum í sumar. facebook-síða þróttar í vogum Fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Snorrason segist hafa verið neyddur til að ræna apótek í Amsterdam fyrr á þessu ári. Sigurður Gísli Snorrason var einn efnilegasti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH árið 2015. Fimm árum síðar gekk hann inn í apótek í Amsterdam vopnaður byssu. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap,“ segir Sigurður sem ræddi hæðir og lægðir í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolti.net. Í febrúar á þessu ári fjallaði Vísir um Íslending á þrítugsaldri sem mætti vopnaður byssu í apótek í Amsterdam, höfuðborg Hollands, og var í kjölfarið handtekinn. Umræddur Íslendingur var Sigurður. Sigurður, sem er 25 ára, var efnilegur fótboltamaður og lék tvo leiki með FH þegar liðið varð Íslandsmeistari 2015. Undanfarin ár hefur hann leikið í neðri deildunum, m.a. með ÍR og Kórdrengjum og nú síðast Þrótti í Vogum. Sigurður var í mikilli neyslu og náði botninum endanlega fyrr á þessu ári. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap. Ég á að fara þarna út og það klúðrast svakalega. Það eru margar sögur í gangi og ég veit ekki hvað ég er búinn að heyra margar sögur af því hvað gerðist þarna úti hjá mér. Engin af þeim er rétt og allt þetta slúður sem er í gangi er algjör steypa,“ sagði Sigurður. „Ég lendi í svokallaðri frelsissviptingu í 36 tíma. Ég hef aldrei verið jafn hræddur á ævinni um líf mitt og hélt ég myndi deyja þarna. Síðan er ég neyddur til að ræna apótek.“ Sigurður segist hafa verið ánægður að hafa verið fenginn í það verkefni því þá myndi hann sleppa úr prísundinni. Hann fékk byssu og átti að ræna apótekið en segist aldrei hafa ætlað að gera það. „Það er ekkert sjálfsagt að gera það ekki því undir svona kringumstæðum verður maður rosalega hræddur og þú stjórnar engu. Ég náði að sleppa því og annars þá værum við ekki að tala saman hér. Ég hugsaði bara: hvern andskotann ertu búinn að koma þér út í Siggi?“ sagði Sigurður og bætti við að hann hafi verið rifbeinsbrotinn á meðan frelsissviptingunni stóð. Í apótekinu lagði Sigurður byssuna á borðið og var í kjölfarið handtekinn. Hann var yfirheyrður og sat í fangaklefa í þrjá daga áður en honum var sleppt. Móðir hans og frændi sóttu hann svo til Amsterdam. Í kjölfarið á atburðunum í Amsterdam fór Sigurður í meðferð í Krýsuvík í tvo mánuði. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið góðir og hann sé á miklu betri stað í dag. Sigurður var fastamaður hjá Þrótti V. í sumar en liðið var nálægt því að fara upp í Lengjudeildina. Hann segist eiga sér þann draum að spila aftur einn daginn með FH. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér. Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Sigurður Gísli Snorrason var einn efnilegasti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH árið 2015. Fimm árum síðar gekk hann inn í apótek í Amsterdam vopnaður byssu. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap,“ segir Sigurður sem ræddi hæðir og lægðir í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolti.net. Í febrúar á þessu ári fjallaði Vísir um Íslending á þrítugsaldri sem mætti vopnaður byssu í apótek í Amsterdam, höfuðborg Hollands, og var í kjölfarið handtekinn. Umræddur Íslendingur var Sigurður. Sigurður, sem er 25 ára, var efnilegur fótboltamaður og lék tvo leiki með FH þegar liðið varð Íslandsmeistari 2015. Undanfarin ár hefur hann leikið í neðri deildunum, m.a. með ÍR og Kórdrengjum og nú síðast Þrótti í Vogum. Sigurður var í mikilli neyslu og náði botninum endanlega fyrr á þessu ári. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap. Ég á að fara þarna út og það klúðrast svakalega. Það eru margar sögur í gangi og ég veit ekki hvað ég er búinn að heyra margar sögur af því hvað gerðist þarna úti hjá mér. Engin af þeim er rétt og allt þetta slúður sem er í gangi er algjör steypa,“ sagði Sigurður. „Ég lendi í svokallaðri frelsissviptingu í 36 tíma. Ég hef aldrei verið jafn hræddur á ævinni um líf mitt og hélt ég myndi deyja þarna. Síðan er ég neyddur til að ræna apótek.“ Sigurður segist hafa verið ánægður að hafa verið fenginn í það verkefni því þá myndi hann sleppa úr prísundinni. Hann fékk byssu og átti að ræna apótekið en segist aldrei hafa ætlað að gera það. „Það er ekkert sjálfsagt að gera það ekki því undir svona kringumstæðum verður maður rosalega hræddur og þú stjórnar engu. Ég náði að sleppa því og annars þá værum við ekki að tala saman hér. Ég hugsaði bara: hvern andskotann ertu búinn að koma þér út í Siggi?“ sagði Sigurður og bætti við að hann hafi verið rifbeinsbrotinn á meðan frelsissviptingunni stóð. Í apótekinu lagði Sigurður byssuna á borðið og var í kjölfarið handtekinn. Hann var yfirheyrður og sat í fangaklefa í þrjá daga áður en honum var sleppt. Móðir hans og frændi sóttu hann svo til Amsterdam. Í kjölfarið á atburðunum í Amsterdam fór Sigurður í meðferð í Krýsuvík í tvo mánuði. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið góðir og hann sé á miklu betri stað í dag. Sigurður var fastamaður hjá Þrótti V. í sumar en liðið var nálægt því að fara upp í Lengjudeildina. Hann segist eiga sér þann draum að spila aftur einn daginn með FH. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira