Ekkert fær stöðvað Bayern á meðan hörmulegt gengi Marseille heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2020 22:26 Neuer var frábær í liði Bayern í kvöld. EPA-EFE/Lukas Barth-Tuttas Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Meistarar Bayern halda áfram á sigurbraut á meðan Marseille tapar og tapar í keppni þeirra bestu. Meistarar Bayern München tóku á móti Red Bull Salzburg frá Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir að vinna 3-1 sigur þá var sigur Bæjara ekki jafn öruggur og lokatölurnar gefa til kynna. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en markavélin Robert Lewandowski kom Bayern yfir undir lok fyrri hálfleiks og sá til þess að þeir voru 1-0 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Maximilian Wöber varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan 2-0 fyrir Bayern. 69 - Since the start of last season, Robert Lewandowski has scored 69 goals in 60 appearances for Bayern Munich in all competitions, including 18 goals in 14 Champions League games, the most of any player in that time. Nice. pic.twitter.com/NQ5uNyXDSX— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Á 66. mínútu fékk Marc Roca sitt annað gula spjald í liði Bayern og þar með rautt. Leroy Sané bætti samt sem áður við þriðja marki heimamanna aðeins tveimur mínútum síðar. Á 73. mínútu minnkaði Mergim Berisha muninn fyrir gestina og í kjölfarið fengu þeir nokkur góð færi. Alltaf sá hinn magnaði Manuel Neuer við þeim og fór það svo að Bayern hélt út. Lokatölur 3-1 og Bayern með fullt hús stiga að loknum fjórum leikjum. Í hinum leik A-riðils gerðu Atlético Madrid og Lokomotiv Moskva markalaust jafntefli. Bayern komið áfram í 16-liða úrslit og búnir að tryggja sér toppsæti riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir. Atl. Madrid er með fimm stig, Lokomotiv er með þrjú og Salzburg rekur lestina með eitt. Í C-riðli mættust Marseille og Porto í Frakklandi. Zaidu Sanusi kom gestunum yfir á 39. mínútu og var staðan 1-0 Porto í vil í hálfleik. Marko Grujic fékk sitt annað gula spjald í liði gestanna á 67. mínútu og Marseille taldi sig eiga möguleika á að fá eitthvað úr leiknum. Aðeins þremur mínútum síðar nældi Leonardo Balerdi í sitt annað gula spjald í liði heimamanna er hann braut af sér innan vítateigs. Sérgio Oliveira fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 2-0 Porto í vil og reyndust það lokatölur. 13 - Marseille have lost each of their last 13 Champions League games, the longest run of any team in the history of the competition. AJamaisLesPremiers. pic.twitter.com/U1XKoUaAOA— OptaJean (@OptaJean) November 25, 2020 Porto er nú í 2. sæti C-riðils, þremur stigum á eftir Manchester City sem trónir á toppnum með 12 stig. Marseille er hins vegar á botninum án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Meistarar Bayern halda áfram á sigurbraut á meðan Marseille tapar og tapar í keppni þeirra bestu. Meistarar Bayern München tóku á móti Red Bull Salzburg frá Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir að vinna 3-1 sigur þá var sigur Bæjara ekki jafn öruggur og lokatölurnar gefa til kynna. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en markavélin Robert Lewandowski kom Bayern yfir undir lok fyrri hálfleiks og sá til þess að þeir voru 1-0 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Maximilian Wöber varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan 2-0 fyrir Bayern. 69 - Since the start of last season, Robert Lewandowski has scored 69 goals in 60 appearances for Bayern Munich in all competitions, including 18 goals in 14 Champions League games, the most of any player in that time. Nice. pic.twitter.com/NQ5uNyXDSX— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Á 66. mínútu fékk Marc Roca sitt annað gula spjald í liði Bayern og þar með rautt. Leroy Sané bætti samt sem áður við þriðja marki heimamanna aðeins tveimur mínútum síðar. Á 73. mínútu minnkaði Mergim Berisha muninn fyrir gestina og í kjölfarið fengu þeir nokkur góð færi. Alltaf sá hinn magnaði Manuel Neuer við þeim og fór það svo að Bayern hélt út. Lokatölur 3-1 og Bayern með fullt hús stiga að loknum fjórum leikjum. Í hinum leik A-riðils gerðu Atlético Madrid og Lokomotiv Moskva markalaust jafntefli. Bayern komið áfram í 16-liða úrslit og búnir að tryggja sér toppsæti riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir. Atl. Madrid er með fimm stig, Lokomotiv er með þrjú og Salzburg rekur lestina með eitt. Í C-riðli mættust Marseille og Porto í Frakklandi. Zaidu Sanusi kom gestunum yfir á 39. mínútu og var staðan 1-0 Porto í vil í hálfleik. Marko Grujic fékk sitt annað gula spjald í liði gestanna á 67. mínútu og Marseille taldi sig eiga möguleika á að fá eitthvað úr leiknum. Aðeins þremur mínútum síðar nældi Leonardo Balerdi í sitt annað gula spjald í liði heimamanna er hann braut af sér innan vítateigs. Sérgio Oliveira fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 2-0 Porto í vil og reyndust það lokatölur. 13 - Marseille have lost each of their last 13 Champions League games, the longest run of any team in the history of the competition. AJamaisLesPremiers. pic.twitter.com/U1XKoUaAOA— OptaJean (@OptaJean) November 25, 2020 Porto er nú í 2. sæti C-riðils, þremur stigum á eftir Manchester City sem trónir á toppnum með 12 stig. Marseille er hins vegar á botninum án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira