Fleiri þurfa fjárhagsaðstoð í stærstu sveitarfélögunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 19:00 Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Tæplega þriðjungi fleiri fá fjárhagsaðstoð á þessu ári en í fyrra hjá tveimur stærstu sveitarfélögum landsins. Það getur munað um tugþúsundir milli sveitarfélaga hversu há fjárhæðin er. 3600 manns hafa verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur og hefur fjölgað um 60% milli ára. Þetta kemur fram á vef Vinnumálstofnunar. Bótatímabil atvinnuleysisbóta er 30 mánuðir en eftir það er hægt að sækja um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum. Þar hefur orðið mikil fjölgun milli ára. „Þetta er náttúrulega mjög bágborin staða, það hefur fjölgað um 30% milli ára í hópi þeirra sem fá fjárhagsaðstoð. Hópurinn telur nú 1500 manns í dag sem er að fá fasta framfærslu í hverjum mánuði, allt í allt eru þeir sem fá framfærslu hjá okkur um 2900 manns á ári, segir Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hlutfallsleg aukning á þeim sem fá fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ er svipuð eða 27%. Mikill munur á fjárhagsaðstoð Foto: HÞ Misjafnt er milli sveitarfélaga hvað einstaklingur á fullum styrk eða fjárhagsaðstoð fær á mánuði. Þannig greiðir Reykjavík hæstu framfærsluna eða 207 þúsund krónur. Kópavogur og Hafnarfjörður um og yfir 190 þúsund. Mosfellsbær. Garðabær og Akureyri um og yfir 185 þúsund krónur Seltjarnarnes um 177 þúsund og Selfoss rekur lestina með 164 þúsund krónur á mánuði. Regína segir að brýnt að lengja bótatímabil atvinnuleysisbóta. „Mér finnst mjög mikilvægt að hægt sé að koma inn einhverjum bráðabirgðaákvæðum svo bótaréttur fólks sé ekki að falla niður í dag því atvinnuleysisbætur eru þó hærri en þetta og verða 307 þúsund krónur um áramótin," segir Regína. Unnur Sverrisdóttirforstjóri Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði að málið væri pólitískt þegar hún var spurð út í það á upplýsingafundi almannvarna í dag. Hún benti á að bótatímabilið hefði verið framlengt á árunum eftir bankahrunið og því gæti slíkt komið til greina nú. Þá hvatti hún fyrirtæki til að nýta úrræði þar sem þau geta fengið grunnatvinnuleysisbætur greiddar með starfsfólki sem það ræður til sín af atvinnuleysiskrá. Alls hafa nú þegar um 370 manns verið ráðnir á þennan máta, flestir hjá Reykjavíkurborg eða 200. „Ég held að þessi störf séu til staðar hjá fyrirtækjum og ég held að það sé mjög sniðugt að nýta sér þetta úrræði með þessum hætti,“ sagði Unnur. Félagsmál Alþingi Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Akureyri Tengdar fréttir Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25. nóvember 2020 14:15 Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin. 25. nóvember 2020 11:24 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Sjá meira
Tæplega þriðjungi fleiri fá fjárhagsaðstoð á þessu ári en í fyrra hjá tveimur stærstu sveitarfélögum landsins. Það getur munað um tugþúsundir milli sveitarfélaga hversu há fjárhæðin er. 3600 manns hafa verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur og hefur fjölgað um 60% milli ára. Þetta kemur fram á vef Vinnumálstofnunar. Bótatímabil atvinnuleysisbóta er 30 mánuðir en eftir það er hægt að sækja um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum. Þar hefur orðið mikil fjölgun milli ára. „Þetta er náttúrulega mjög bágborin staða, það hefur fjölgað um 30% milli ára í hópi þeirra sem fá fjárhagsaðstoð. Hópurinn telur nú 1500 manns í dag sem er að fá fasta framfærslu í hverjum mánuði, allt í allt eru þeir sem fá framfærslu hjá okkur um 2900 manns á ári, segir Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hlutfallsleg aukning á þeim sem fá fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ er svipuð eða 27%. Mikill munur á fjárhagsaðstoð Foto: HÞ Misjafnt er milli sveitarfélaga hvað einstaklingur á fullum styrk eða fjárhagsaðstoð fær á mánuði. Þannig greiðir Reykjavík hæstu framfærsluna eða 207 þúsund krónur. Kópavogur og Hafnarfjörður um og yfir 190 þúsund. Mosfellsbær. Garðabær og Akureyri um og yfir 185 þúsund krónur Seltjarnarnes um 177 þúsund og Selfoss rekur lestina með 164 þúsund krónur á mánuði. Regína segir að brýnt að lengja bótatímabil atvinnuleysisbóta. „Mér finnst mjög mikilvægt að hægt sé að koma inn einhverjum bráðabirgðaákvæðum svo bótaréttur fólks sé ekki að falla niður í dag því atvinnuleysisbætur eru þó hærri en þetta og verða 307 þúsund krónur um áramótin," segir Regína. Unnur Sverrisdóttirforstjóri Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði að málið væri pólitískt þegar hún var spurð út í það á upplýsingafundi almannvarna í dag. Hún benti á að bótatímabilið hefði verið framlengt á árunum eftir bankahrunið og því gæti slíkt komið til greina nú. Þá hvatti hún fyrirtæki til að nýta úrræði þar sem þau geta fengið grunnatvinnuleysisbætur greiddar með starfsfólki sem það ræður til sín af atvinnuleysiskrá. Alls hafa nú þegar um 370 manns verið ráðnir á þennan máta, flestir hjá Reykjavíkurborg eða 200. „Ég held að þessi störf séu til staðar hjá fyrirtækjum og ég held að það sé mjög sniðugt að nýta sér þetta úrræði með þessum hætti,“ sagði Unnur.
Félagsmál Alþingi Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Akureyri Tengdar fréttir Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25. nóvember 2020 14:15 Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin. 25. nóvember 2020 11:24 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Sjá meira
Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25. nóvember 2020 14:15
Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin. 25. nóvember 2020 11:24