Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2020 11:24 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, var gestur á fundi almannavarna í morgun. Almannavarnir Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Hún segir stefna í 12,2 prósent atvinnuleysi hér á landi í desember. Í lok október voru um 20 þúsund atvinnulausir á Íslandi og á fimmta þúsund Pólverja án vinnu. Unnur Sverrisdóttir var gestur á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Þar sagði hún að atvinnuleitendur fái desemberuppbót og sömuleiðis þeir sem séu á hlutabótum ef þeir staðfesta atvinnuleit sína. Uppbótin er óskert 86 þúsund krónur en aldrei lægri en 21.700 krónur. Fram kom á föstudag að grunnatvinnuleysisbætur hækki í 301.403 krónur um áramót og nemur heildarhækkunin 6,2 prósentum. Unnur hvetur atvinnuleitendur til að nýta sér öll tækifæri til virkni, þar á meðal að sækja nám sem þeir hafa nú meira svigrúm til að gera án þess að skerða bætur. Unnið sé að raunfærnimati sem komi að hluta í staðinn fyrir nám, til dæmis til að meta reynslu og þekkingu erlendra starfsmanna. Hún nefnir að afgreiðslutími á atvinnuleysisbótum eigi ekki að vera lengri en fjórar til sex vikur. Uppsagnarfrestur sé þrír mánuðir og segir Unnur að fólk eigi að geta komist hjá greiðslufalli með því að sækja um bætur tímanlega. Unnur ræddi verkefnið Starf með styrk þar sem atvinnurekendum er veittur styrkur til að ráða atvinnuleitanda í allt að sex mánuði. Hún hvetur atvinnurekendur til að skoða þessa leið því með henni geta þeir fengið afbragðsstarfsfólk tímabundið inn. Starfsfólkið geti nýtt tímann til að sanna sig. Þetta sé þannig beggja hagur. Bótatímabilið lengst á Íslandi Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, var spurð að því á fundinum hvort þrjátíu mánaða tímabil atvinnuleysisbóta væri of stutt og hvort gera þurfi meira fyrir atvinnuleysi. Regína segir að gera þurfi meira. Þó að fjárhagsaðstoð í Reykjavík sé hæst á landinu séu atvinnuleysisbætur háar. Mikilvægt sé að lengja tímabil bóta í ljósi aðstæðna. Unnur segir að lengd bótatímabils sé pólitísk spurning. Það sé lengst á Íslandi af norðurlöndunum. Í hruninu hafi staðan verið tekin nokkrum sinnum og tímabilið lengt tímabundið. Hún ímyndar sér að það sama gerist nú dragist faraldurinn á langinn. Hún leggur áherslu á að alvarlegt sé fyrir fólk að vera án atvinnu í tólf mánuði eða lengur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Seðlabankastjóri segir að seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 22. nóvember 2020 13:22 Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. 17. nóvember 2020 20:10 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Hún segir stefna í 12,2 prósent atvinnuleysi hér á landi í desember. Í lok október voru um 20 þúsund atvinnulausir á Íslandi og á fimmta þúsund Pólverja án vinnu. Unnur Sverrisdóttir var gestur á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Þar sagði hún að atvinnuleitendur fái desemberuppbót og sömuleiðis þeir sem séu á hlutabótum ef þeir staðfesta atvinnuleit sína. Uppbótin er óskert 86 þúsund krónur en aldrei lægri en 21.700 krónur. Fram kom á föstudag að grunnatvinnuleysisbætur hækki í 301.403 krónur um áramót og nemur heildarhækkunin 6,2 prósentum. Unnur hvetur atvinnuleitendur til að nýta sér öll tækifæri til virkni, þar á meðal að sækja nám sem þeir hafa nú meira svigrúm til að gera án þess að skerða bætur. Unnið sé að raunfærnimati sem komi að hluta í staðinn fyrir nám, til dæmis til að meta reynslu og þekkingu erlendra starfsmanna. Hún nefnir að afgreiðslutími á atvinnuleysisbótum eigi ekki að vera lengri en fjórar til sex vikur. Uppsagnarfrestur sé þrír mánuðir og segir Unnur að fólk eigi að geta komist hjá greiðslufalli með því að sækja um bætur tímanlega. Unnur ræddi verkefnið Starf með styrk þar sem atvinnurekendum er veittur styrkur til að ráða atvinnuleitanda í allt að sex mánuði. Hún hvetur atvinnurekendur til að skoða þessa leið því með henni geta þeir fengið afbragðsstarfsfólk tímabundið inn. Starfsfólkið geti nýtt tímann til að sanna sig. Þetta sé þannig beggja hagur. Bótatímabilið lengst á Íslandi Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, var spurð að því á fundinum hvort þrjátíu mánaða tímabil atvinnuleysisbóta væri of stutt og hvort gera þurfi meira fyrir atvinnuleysi. Regína segir að gera þurfi meira. Þó að fjárhagsaðstoð í Reykjavík sé hæst á landinu séu atvinnuleysisbætur háar. Mikilvægt sé að lengja tímabil bóta í ljósi aðstæðna. Unnur segir að lengd bótatímabils sé pólitísk spurning. Það sé lengst á Íslandi af norðurlöndunum. Í hruninu hafi staðan verið tekin nokkrum sinnum og tímabilið lengt tímabundið. Hún ímyndar sér að það sama gerist nú dragist faraldurinn á langinn. Hún leggur áherslu á að alvarlegt sé fyrir fólk að vera án atvinnu í tólf mánuði eða lengur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Seðlabankastjóri segir að seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 22. nóvember 2020 13:22 Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. 17. nóvember 2020 20:10 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32
Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Seðlabankastjóri segir að seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 22. nóvember 2020 13:22
Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. 17. nóvember 2020 20:10