Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 11:37 Skjáskot úr sjónvarpsfrétt ríkismiðils Eþíópíu sem sýnir hermenn stjórnarhersins á leið til Tigrayhéraðs. AP/Ethiopian News Agency Abiy Ahmed, forsætisráðherra, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur hafnað öllum alþjóðlegum áköllum um frið í vopnahlé og viðræður við Frelsishreyfingu Tigrayhéraðs. Hann segir að Eþíópíumenn muni takast á viöð þessi átök, þrátt fyrir utanaðkomandi afskipti. Í yfirlýsingu frá Forsætisráðherranum segir að öll afskipti alþjóðasamfélagsins séu „óvelkomin og ólögleg“. Hann segir að alþjóðasamfélagið ætti að sitja á höndum sér þar til og ef Eþíópía biður um hjálp. Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar var nýverið gefinn þriggja daga frestur til að gefast upp og er sá frestur að renna út í kvöld, eins og greint er frá í frétt AP fréttaveitunnar. Herforingjar Eþíópíu hafa ráðlagt íbúum héraðsins að halda sig fjarri þessum forsvarsmönnum og að engin miskunn verði veitt. Slíkt tal hefur leitt til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og krafist þess að almennir borgarar verði verndaðir. Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Samskipti við svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Fregnir hafa þó borist af því að hundruð hafi dáið í átökum og að vopnaðar sveitir hafi ráðist á almenna borgara. Rúmlega 40 þúsund íbúar héraðsins, af um sex milljónum, hafa flúið til Súdan, samkvæmt frétt Reuters. Jesep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að átökin væru að koma niður á stöðugleika Austur-Afríku og að hann hefði verulegar áhyggjur af fregnum um ofbeldi gegn almennum borgurum og mögulegum stríðsglæpum. Eþíópía Tengdar fréttir Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi 24. nóvember 2020 10:19 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Abiy Ahmed, forsætisráðherra, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur hafnað öllum alþjóðlegum áköllum um frið í vopnahlé og viðræður við Frelsishreyfingu Tigrayhéraðs. Hann segir að Eþíópíumenn muni takast á viöð þessi átök, þrátt fyrir utanaðkomandi afskipti. Í yfirlýsingu frá Forsætisráðherranum segir að öll afskipti alþjóðasamfélagsins séu „óvelkomin og ólögleg“. Hann segir að alþjóðasamfélagið ætti að sitja á höndum sér þar til og ef Eþíópía biður um hjálp. Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar var nýverið gefinn þriggja daga frestur til að gefast upp og er sá frestur að renna út í kvöld, eins og greint er frá í frétt AP fréttaveitunnar. Herforingjar Eþíópíu hafa ráðlagt íbúum héraðsins að halda sig fjarri þessum forsvarsmönnum og að engin miskunn verði veitt. Slíkt tal hefur leitt til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og krafist þess að almennir borgarar verði verndaðir. Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Samskipti við svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Fregnir hafa þó borist af því að hundruð hafi dáið í átökum og að vopnaðar sveitir hafi ráðist á almenna borgara. Rúmlega 40 þúsund íbúar héraðsins, af um sex milljónum, hafa flúið til Súdan, samkvæmt frétt Reuters. Jesep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að átökin væru að koma niður á stöðugleika Austur-Afríku og að hann hefði verulegar áhyggjur af fregnum um ofbeldi gegn almennum borgurum og mögulegum stríðsglæpum.
Eþíópía Tengdar fréttir Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi 24. nóvember 2020 10:19 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi 24. nóvember 2020 10:19
Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37
Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31