Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 17:37 Þegar hafa rúmlega þrjátíu þúsund íbúar Tigray-héraðs flúið yfir til Súdan. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að linni ástandinu ekki megi búast við að 170 þúsund til viðbótar flýji héraðið á næstu sex mánuðum. EPA-EFE/LENI KINZLI Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. Áætlun hersins er að umlykja borgina, en þar búa um 500 þúsund manns, með skriðdrekum og fallbyssum. Þetta staðfesti Dejene Tsegaye talsmaður hersins í samtali við ríkisútvarp Eþíópíu. „Frelsist undan herforingjastjórninni… við munum ekki sýna neina miskunn,“ sagði hann. Frelsishreyfing Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu, hefur heitið því að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. Leiðtogi hennar, Debretsion Gebramichael, sagði í samtali við fréttastofu Reuters að herliði hans hafi tekist að halda aftur af stjórnarhernum. Ríkisstjórn landsins greindi frá því um helgina að stjórnarhernum hafi tekist að ná mikilvægum bæjum í Tigray á vald sitt. Átökin í héraðinu hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og hafa hundruð dáið og þúsundir hafa flúið heimili sín. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að alvarlegt mannúðarástand sé í uppsiglingu í héraðinu og býst stofnunin við að linni átökunum ekki gætu allt að 200 þúsund íbúar Tigray flúið yfir til nágrannalandsins Súdan á næstu sex mánuðum. Forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa, sem einnig er formaður Afríkusambandsins, tilkynnti á föstudag að hann hafi kallað saman hóp þriggja afrískra forseta sem myndu taka að sér yfirumsjón friðarviðræðna milli stríðandi fylkinga. Eþíópísk yfirvöld afþökkuðu boð Ramaphosa og báru þau fyrir sig að málið væri löggæslumál sem leysa ætti innbyrðis. Eþíópía Tengdar fréttir Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. Áætlun hersins er að umlykja borgina, en þar búa um 500 þúsund manns, með skriðdrekum og fallbyssum. Þetta staðfesti Dejene Tsegaye talsmaður hersins í samtali við ríkisútvarp Eþíópíu. „Frelsist undan herforingjastjórninni… við munum ekki sýna neina miskunn,“ sagði hann. Frelsishreyfing Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu, hefur heitið því að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. Leiðtogi hennar, Debretsion Gebramichael, sagði í samtali við fréttastofu Reuters að herliði hans hafi tekist að halda aftur af stjórnarhernum. Ríkisstjórn landsins greindi frá því um helgina að stjórnarhernum hafi tekist að ná mikilvægum bæjum í Tigray á vald sitt. Átökin í héraðinu hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og hafa hundruð dáið og þúsundir hafa flúið heimili sín. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að alvarlegt mannúðarástand sé í uppsiglingu í héraðinu og býst stofnunin við að linni átökunum ekki gætu allt að 200 þúsund íbúar Tigray flúið yfir til nágrannalandsins Súdan á næstu sex mánuðum. Forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa, sem einnig er formaður Afríkusambandsins, tilkynnti á föstudag að hann hafi kallað saman hóp þriggja afrískra forseta sem myndu taka að sér yfirumsjón friðarviðræðna milli stríðandi fylkinga. Eþíópísk yfirvöld afþökkuðu boð Ramaphosa og báru þau fyrir sig að málið væri löggæslumál sem leysa ætti innbyrðis.
Eþíópía Tengdar fréttir Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31
Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47
Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41