Klopp: Hann spilar á tólf hljóðfæri í hljómsveitinni okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 10:30 Roberto Firmino fær góð ráð frá Jürgen Klopp áður en hann kemur inn á völlinn í Meistaradeildarleik fyrr í vetur. Getty/Peter Powell Roberto Firmino á sér mikinn aðdáanda í knattspyrnustjóra sínum Jürgen Klopp og það þrátt fyrir endalaus vandræði upp við markið að undanförnu. Brasilíumaðurinn Roberto Firmino hefur verið svolítið klaufskur og mistækur upp við mark andstæðinganna á þessu tímabili sem eru ekki góðar fréttir þegar þú spilar sem fremsti maður Liverpool liðsins. Roberto Firmino skoraði reyndar langþráð mark á móti Leicester um síðustu helgi en það kom eftir að hvert dauðafærið á fætur öðru hafði farið forgörðum. Bobby is incredibly important, he plays like 12 instruments in our orchestra, he is incredibly important for our rhythm." — Liverpool FC (@LFC) November 24, 2020 Það er aftur á móti ljóst að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er ekki að telja þessi færi eða að láta markatölfræðina hafa áhrif á liðsvalið sitt. Klopp trúar á mikilvægi Roberto Firmino fyrir Liverpool liðið. Hinn 29 ára gamli Roberto Firmino hefur aðeins skorað 2 mörk í 13 leikjum með Liverpool á þessu tímabil en Klopp vildi ekki hlusta á gagnrýnina um að Brasilíumaðurinn skori ekki nóg fyrir liðið. „Liðið er eins og hljómsveit og þú verður að hafa mismunandi fólk með mismunandi hljóðfæri,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp's description of Roberto Firmino is brilliant pic.twitter.com/iWKFAqJChA— Goal (@goal) November 24, 2020 „Sum hljóðfæranna eru hávær en sum eru ekki mjög hávær. Þau skipta samt öll jafnmiklu máli fyrir taktinn og Bobby er ótrúlega mikilvægur fyrir okkur. Hann spilar eitthvað um tólf hljóðfæri í okkar hljómsveit og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir taktinn í liðinu,“ sagði Klopp. „Það er alltaf mikilvægt fyrir Bobby að skora mörk en hann er fullbúinn fótboltamaður og ég hef engar áhyggjur af honum. Ég veit það að hann mun skora mark við og við,“ sagði Klopp. „Markið hans á móti Leicester var mjög mikilvægt en það sem ég elskaði mest var það hvernig liðsfélagarnir hans brugðust við markinu. Við fögnum alltaf marki en það komu fram miklar tilfinningar við þetta mark. Leikmennirnir lesa blöðin og sáu gagnrýnina á hann (Firmino) svo þeir voru mjög ánægðir fyrir hans hönd,“ sagði Jürgen Klopp. "You could see it in the face of every player when he scored that they all thought, 'yes, exactly the right goalscorer'."Jurgen Klopp couldn't be happier for Bobby Firmino... pic.twitter.com/06DJMdktVt— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 22, 2020 Leikur Liverpool og Atalanta er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5 (Klukkan 19.50), leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport (Klukkan 19.50) og svo leikur Olympiakos og Manchester City á Stöð 2 Sport 4 (Klukkan 17.45). Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Roberto Firmino á sér mikinn aðdáanda í knattspyrnustjóra sínum Jürgen Klopp og það þrátt fyrir endalaus vandræði upp við markið að undanförnu. Brasilíumaðurinn Roberto Firmino hefur verið svolítið klaufskur og mistækur upp við mark andstæðinganna á þessu tímabili sem eru ekki góðar fréttir þegar þú spilar sem fremsti maður Liverpool liðsins. Roberto Firmino skoraði reyndar langþráð mark á móti Leicester um síðustu helgi en það kom eftir að hvert dauðafærið á fætur öðru hafði farið forgörðum. Bobby is incredibly important, he plays like 12 instruments in our orchestra, he is incredibly important for our rhythm." — Liverpool FC (@LFC) November 24, 2020 Það er aftur á móti ljóst að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er ekki að telja þessi færi eða að láta markatölfræðina hafa áhrif á liðsvalið sitt. Klopp trúar á mikilvægi Roberto Firmino fyrir Liverpool liðið. Hinn 29 ára gamli Roberto Firmino hefur aðeins skorað 2 mörk í 13 leikjum með Liverpool á þessu tímabil en Klopp vildi ekki hlusta á gagnrýnina um að Brasilíumaðurinn skori ekki nóg fyrir liðið. „Liðið er eins og hljómsveit og þú verður að hafa mismunandi fólk með mismunandi hljóðfæri,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp's description of Roberto Firmino is brilliant pic.twitter.com/iWKFAqJChA— Goal (@goal) November 24, 2020 „Sum hljóðfæranna eru hávær en sum eru ekki mjög hávær. Þau skipta samt öll jafnmiklu máli fyrir taktinn og Bobby er ótrúlega mikilvægur fyrir okkur. Hann spilar eitthvað um tólf hljóðfæri í okkar hljómsveit og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir taktinn í liðinu,“ sagði Klopp. „Það er alltaf mikilvægt fyrir Bobby að skora mörk en hann er fullbúinn fótboltamaður og ég hef engar áhyggjur af honum. Ég veit það að hann mun skora mark við og við,“ sagði Klopp. „Markið hans á móti Leicester var mjög mikilvægt en það sem ég elskaði mest var það hvernig liðsfélagarnir hans brugðust við markinu. Við fögnum alltaf marki en það komu fram miklar tilfinningar við þetta mark. Leikmennirnir lesa blöðin og sáu gagnrýnina á hann (Firmino) svo þeir voru mjög ánægðir fyrir hans hönd,“ sagði Jürgen Klopp. "You could see it in the face of every player when he scored that they all thought, 'yes, exactly the right goalscorer'."Jurgen Klopp couldn't be happier for Bobby Firmino... pic.twitter.com/06DJMdktVt— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 22, 2020 Leikur Liverpool og Atalanta er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5 (Klukkan 19.50), leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport (Klukkan 19.50) og svo leikur Olympiakos og Manchester City á Stöð 2 Sport 4 (Klukkan 17.45). Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira