Pep Guardiola: Engin þráhyggja í gangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 09:31 Það er svolítið síðan að Pep Guardiola sá þennan bikar í návígi. Getty/AMA/Corbis Knattspyrnustjóri Manchester City vill ekki meina að allt snúist nú um það hjá Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur ekki unnið Meistaradeildina í tíu ár en Manchester City hefur aldrei náð því að vinna stærstu keppni Evrópu. Guardiola var spurður út í mikilvægi Meistaradeildarinnar á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City á móti gríska liðinu Olympiakos sem fer fram á Georgios Karaiskakis leikvanginum í kvöld. Pep Guardiola hefur verið knattspyrnustjóri Manchester City frá 1. júlí 2016 en liðið hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. City hefur unnið ensku deildina tvisvar, enska bikarinn og enska deildabikarinn þrisvar sinnum undir stjórn Guardiola. Þegar kemur að Meistaradeildinni þá á Manuel Pellegrini enn besta árangur knattspyrnustjóra eftir að hafa farið með City liðið í undanúrslit tímabilið á undan því að Pep Guardiola var ráðinn. Guardiola var ráðinn til að komast yfir þröskuldinn og landa loksins Meistaradeildarbikarnum. Pep Guardiola says the Champions League is not an "obsession" but he has felt his side will do well in the competition since the start of the season. "I'm fully optimistic we are going to do a good season."Match preview: https://t.co/retUt5a7Pl#bbcfootball #OLYMCI #UCL pic.twitter.com/7lZQyTdsJs— BBC Sport (@BBCSport) November 25, 2020 Raunin hefur verið önnur. City hefur náð frábærum árangri á öllum sviðum nema í Meistaradeildinni. Liðið datt út í sextán liða úrslitunum á fyrsta tímabili Pep en hefur síðan verið slegið út í átta liða úrslitunum undanfarin þrjú tímabil. Pep Guardiola vann Meistaradeildina tvisvar með Barcelona en það var 2009 og 2011. Biðin er líka orðin löng hjá honum. „Við munum gera okkar besta,“ sagði Pep Guardiola sem segir að það sé ekki þráhyggja hjá honum og hans mönnum í Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. „Nú er mikilvægt tækifæri til að svo gott sem tryggja okkur áfram. Það er svo gott að vera meðal sextán bestu liðum Evrópu,“ sagði Guardiola. „Ég bjóst við svari frá mínum mönnum eftir síðasta Meistaradeildartímabil sem endaði á móti Lyon í Portúgal. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ sagði Guardiola. Manchester City er í mjög fínum málum í Meistaradeildinni með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum en á sama tíma í tómu tjóni í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið situr í 13. sæti eftir tap á móti Tottenham um helgina. „Tímabilið er ungt ennþá en ég er fullur bjartsýni á það að þetta eigi eftir að verða gott tímabil fyrir okkur,“ sagði Guardiola. Leikur Olympiakos og Manchester City er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5, leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport og svo leikur Liverpool og Atalanta á Stöð 2 Sport 4 en útsending frá öllum þessum leikjum hefst klukkan 19.50. Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Sjá meira
Knattspyrnustjóri Manchester City vill ekki meina að allt snúist nú um það hjá Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur ekki unnið Meistaradeildina í tíu ár en Manchester City hefur aldrei náð því að vinna stærstu keppni Evrópu. Guardiola var spurður út í mikilvægi Meistaradeildarinnar á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City á móti gríska liðinu Olympiakos sem fer fram á Georgios Karaiskakis leikvanginum í kvöld. Pep Guardiola hefur verið knattspyrnustjóri Manchester City frá 1. júlí 2016 en liðið hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. City hefur unnið ensku deildina tvisvar, enska bikarinn og enska deildabikarinn þrisvar sinnum undir stjórn Guardiola. Þegar kemur að Meistaradeildinni þá á Manuel Pellegrini enn besta árangur knattspyrnustjóra eftir að hafa farið með City liðið í undanúrslit tímabilið á undan því að Pep Guardiola var ráðinn. Guardiola var ráðinn til að komast yfir þröskuldinn og landa loksins Meistaradeildarbikarnum. Pep Guardiola says the Champions League is not an "obsession" but he has felt his side will do well in the competition since the start of the season. "I'm fully optimistic we are going to do a good season."Match preview: https://t.co/retUt5a7Pl#bbcfootball #OLYMCI #UCL pic.twitter.com/7lZQyTdsJs— BBC Sport (@BBCSport) November 25, 2020 Raunin hefur verið önnur. City hefur náð frábærum árangri á öllum sviðum nema í Meistaradeildinni. Liðið datt út í sextán liða úrslitunum á fyrsta tímabili Pep en hefur síðan verið slegið út í átta liða úrslitunum undanfarin þrjú tímabil. Pep Guardiola vann Meistaradeildina tvisvar með Barcelona en það var 2009 og 2011. Biðin er líka orðin löng hjá honum. „Við munum gera okkar besta,“ sagði Pep Guardiola sem segir að það sé ekki þráhyggja hjá honum og hans mönnum í Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. „Nú er mikilvægt tækifæri til að svo gott sem tryggja okkur áfram. Það er svo gott að vera meðal sextán bestu liðum Evrópu,“ sagði Guardiola. „Ég bjóst við svari frá mínum mönnum eftir síðasta Meistaradeildartímabil sem endaði á móti Lyon í Portúgal. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ sagði Guardiola. Manchester City er í mjög fínum málum í Meistaradeildinni með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum en á sama tíma í tómu tjóni í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið situr í 13. sæti eftir tap á móti Tottenham um helgina. „Tímabilið er ungt ennþá en ég er fullur bjartsýni á það að þetta eigi eftir að verða gott tímabil fyrir okkur,“ sagði Guardiola. Leikur Olympiakos og Manchester City er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5, leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport og svo leikur Liverpool og Atalanta á Stöð 2 Sport 4 en útsending frá öllum þessum leikjum hefst klukkan 19.50. Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Sjá meira