Staðfesta sigur Bidens í Michigan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2020 22:38 Biden tekur við embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar næstkomandi. Mark Makela/Getty Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Biden vann ríkið með því að fá tæplega 155 þúsund fleiri atkvæði en Donald Trump, fráfarandi forseti. Biden vann forsetakosningarnar, en hann fékk 306 kjörmenn á móti 232 kjörmönnum Trumps í kjörmannakerfinu sem stuðst er við þegar Bandaríkjamenn velja sér forseta. Michigan færði Biden 16 kjörmenn. Staðfesting kjörstjórnar á sigri Bidens eru taldar mikið reiðarslag fyrir framboð Trumps, en hann hefur ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi fært Biden sigurinn í kosningunum. Engar haldbærar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir svindli af þeim skala sem gæti snúið niðurstöðunni og málum sem framboð forsetans hefur farið með fyrir dóm hefur flestum verið vísað frá. Í kjörstjórn Michigan sitja fjórir meðlimir, tveir úr hvorum stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Báðir fulltrúar demókrata greiddu atkvæði með því að staðfesta úrslitin, og annar repúblikananna gerði það sömuleiðis. Hinn kaus að sitja hjá. Síðastliðinn föstudag voru úrslitin staðfest í Georgíu, öðru ríki þar sem Biden vann sigur. Sá sigur var heldur naumari, en þar munaði tæplega 13 þúsund atkvæðum á frambjóðendunum tveimur. Michigan er eitt þeirra ríkja sem Trump vann í forsetakosningunum 2016 en Joe Biden tókst að snúa sér í vil. Hin eru Arizona, Georgía, Pennsylvanía og Wisconsin. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Biden vann ríkið með því að fá tæplega 155 þúsund fleiri atkvæði en Donald Trump, fráfarandi forseti. Biden vann forsetakosningarnar, en hann fékk 306 kjörmenn á móti 232 kjörmönnum Trumps í kjörmannakerfinu sem stuðst er við þegar Bandaríkjamenn velja sér forseta. Michigan færði Biden 16 kjörmenn. Staðfesting kjörstjórnar á sigri Bidens eru taldar mikið reiðarslag fyrir framboð Trumps, en hann hefur ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl hafi fært Biden sigurinn í kosningunum. Engar haldbærar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir svindli af þeim skala sem gæti snúið niðurstöðunni og málum sem framboð forsetans hefur farið með fyrir dóm hefur flestum verið vísað frá. Í kjörstjórn Michigan sitja fjórir meðlimir, tveir úr hvorum stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Báðir fulltrúar demókrata greiddu atkvæði með því að staðfesta úrslitin, og annar repúblikananna gerði það sömuleiðis. Hinn kaus að sitja hjá. Síðastliðinn föstudag voru úrslitin staðfest í Georgíu, öðru ríki þar sem Biden vann sigur. Sá sigur var heldur naumari, en þar munaði tæplega 13 þúsund atkvæðum á frambjóðendunum tveimur. Michigan er eitt þeirra ríkja sem Trump vann í forsetakosningunum 2016 en Joe Biden tókst að snúa sér í vil. Hin eru Arizona, Georgía, Pennsylvanía og Wisconsin.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22
Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20