Enski boltinn

Ætlar ekki að kalla Liverpool frábært lið fyrr en þeir hafa unnið þrjá titla í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Leicester City í gær.
Liverpool sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Leicester City í gær. getty/John Powell

Patrice Evra, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að hann muni ekki tala um Liverpool sem frábært lið fyrr en Rauði herinn hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla í röð.

Liverpool jafnaði Tottenham að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 3-0 sigri á Leicester City í gær. Þetta var 64 deildarleikur Liverpool á heimavelli í röð án taps sem er félagsmet.

Liverpool varð Englandsmeistari á síðasta tímabili eftir 30 ára bið. Evra segir að liðið verði að vinna fleiri titla áður en það verði hægt að tala um það sem eitt af þeim bestu frá upphafi.

„Við þurfum að róa okkur. Það eru bara níu leikir búnir. Ég kalla þá frábært lið ef þeir vinna þrjá titla í röð. Ef þeir verða ekki meistarar í ár tala ég ekki um þá sem stórkostlegt lið. Þetta snýst allt um stöðugleika og þegar þeir vinna deildina ár eftir ár tala ég um þá sem frábært Liverpool-lið,“ sgaði Evra á Sky Sports í gær.

„Mörg lið hafa afrekað það og ég kalla þá frábært lið þegar þeir hafa unnið þrjá Englandsmeistaratitla í röð.“

Evra var hluti af liði United sem varð þrisvar sinnum Englandsmeistari í röð á árunum 2007-09. Liverpool vann síðast þrjá Englandsmeistaratitla í röð á árunum 1982-84.


Tengdar fréttir

Klopp: Áttum að skora fleiri mörk

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var í skýjunum eftir 3-0 sigur á Leicester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.