Enski boltinn

Klopp: Áttum að skora fleiri mörk

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hæstánægður
Hæstánægður vísir/Getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var í skýjunum eftir 3-0 sigur á Leicester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Jonny Evans kom Liverpool á bragðið með sjálfsmarki og eftir það litu sveinar Klopp aldrei til baka.

„Við verðskulduðum þetta. Strákarnir spiluðu ótrúlegan leik gegn topp, topp andstæðing. Ég tek svona hlutum ekki sem gefnum. Strákarnir voru stórkostlegir,“ sagði Klopp í leikslok.

„Fremsta lína varðist mjög vel og við hefðum átt að skora fleiri mörk.“

„Þeir hafa ekki spilað oft saman en þeir gerðu þetta vel í kvöld. Ég er mjög glaður með leikinn í heild, úrslitin og að halda hreinu. Þetta var frábær leikur varnarlega séð,“ sagði Klopp.

Liverpool án margra lykilmanna sem eru frá þessa stundina, ýmist vegna meiðsla eða veikinda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.