Manchester City sagt búið að missa áhugann á Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2020 11:00 Lionel Messi er ekki að skila sömu tölum og áður og Barca er bara í tólfta sæti í spænsku deildinni. EPA-EFE/Alejandro Garcia Lionel Messi er ekki á leiðinni til Manchestet City í sumar eins og margir voru búnir að spá. Sky Sports slær því upp hjá sér að enska félagið sé búið að missa áhugann á argentínska snillingnum. Lionel Messi er fæddur í júní 1987 og yrði því orðinn 34 ára gamall þegar hann mætti á æfingasvæðið hjá City næsta sumar. Aldur hans og launakröfur eru það sem fælir Manchester City frá samkvæmt heimildum Semra Hunter sem er sérfræðingur Sky Sports í spænska boltanum. Manchester City look to have ended their pursuit of Barcelona forward Lionel Messi— Sky Sports (@SkySports) November 22, 2020 Lionel Messi klárar samning sinn við Barcelona næsta sumar og hann mætti byrja að ræða við önnur félög strax í janúar. Pep Guardiola var að framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri Manchester City til 2023 og það þótti sumum bara auka líkurnar að Messi kæmi. Samingur Pep Guardiola var undirritaður í síðustu viku en á fyrsta blaðamannafundinum á eftir þá talaði Pep hins vegar að hann vildi að Messi myndi klára feril sinn hjá Barcelona. Sky Sport slær síðan því upp í gær að Manchester City hafi ekki lengur áhuga á Messi. Málin eru því að þróast í þveröfuga átt en flestir héldu. Manchester City have reportedly ended their pursuit of Barcelona's Lionel Messi.Latest #football gossip https://t.co/Lodw7UrRYO #bbcfootball #MCFC #Barca pic.twitter.com/0feJvFspeN— BBC Sport (@BBCSport) November 23, 2020 Það er ljóst að launakröfur Messi eru að flæjast fyrir forráðamönnum Manchester City en Argentínumaðurinn fær hundrað milljón evra í árslaun eða sextán milljarða íslenskra króna. Messi er sem sagt að fá yfir milljarð á mánuði í laun og geri aðrir betur. Þá er frammistaða kappans ekki að ýta undir áhugann. Lionel Messi hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu sjö leikjum sínum í spænsku deildinni og hefur aðeins gefið eina stoðsendingu í þessum sömu sjö leikjum. Messi hefur reyndar skorað í öllum þremur leikjum Barcelona í Meistaradeildinni sem hafa allir unnist. Í spænsku deildinni er markaleysi Messi greinilega að hrjá Barca liðið sem hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og situr fyrir vikið í tólfta sæti deildarinnar. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Lionel Messi er ekki á leiðinni til Manchestet City í sumar eins og margir voru búnir að spá. Sky Sports slær því upp hjá sér að enska félagið sé búið að missa áhugann á argentínska snillingnum. Lionel Messi er fæddur í júní 1987 og yrði því orðinn 34 ára gamall þegar hann mætti á æfingasvæðið hjá City næsta sumar. Aldur hans og launakröfur eru það sem fælir Manchester City frá samkvæmt heimildum Semra Hunter sem er sérfræðingur Sky Sports í spænska boltanum. Manchester City look to have ended their pursuit of Barcelona forward Lionel Messi— Sky Sports (@SkySports) November 22, 2020 Lionel Messi klárar samning sinn við Barcelona næsta sumar og hann mætti byrja að ræða við önnur félög strax í janúar. Pep Guardiola var að framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri Manchester City til 2023 og það þótti sumum bara auka líkurnar að Messi kæmi. Samingur Pep Guardiola var undirritaður í síðustu viku en á fyrsta blaðamannafundinum á eftir þá talaði Pep hins vegar að hann vildi að Messi myndi klára feril sinn hjá Barcelona. Sky Sport slær síðan því upp í gær að Manchester City hafi ekki lengur áhuga á Messi. Málin eru því að þróast í þveröfuga átt en flestir héldu. Manchester City have reportedly ended their pursuit of Barcelona's Lionel Messi.Latest #football gossip https://t.co/Lodw7UrRYO #bbcfootball #MCFC #Barca pic.twitter.com/0feJvFspeN— BBC Sport (@BBCSport) November 23, 2020 Það er ljóst að launakröfur Messi eru að flæjast fyrir forráðamönnum Manchester City en Argentínumaðurinn fær hundrað milljón evra í árslaun eða sextán milljarða íslenskra króna. Messi er sem sagt að fá yfir milljarð á mánuði í laun og geri aðrir betur. Þá er frammistaða kappans ekki að ýta undir áhugann. Lionel Messi hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu sjö leikjum sínum í spænsku deildinni og hefur aðeins gefið eina stoðsendingu í þessum sömu sjö leikjum. Messi hefur reyndar skorað í öllum þremur leikjum Barcelona í Meistaradeildinni sem hafa allir unnist. Í spænsku deildinni er markaleysi Messi greinilega að hrjá Barca liðið sem hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og situr fyrir vikið í tólfta sæti deildarinnar.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira