Ferðalög innanlands bönnuð í Portúgal fyrir jólin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 22:38 Portúgalar hafa verið hvattir til að takmarka ferðalög milli landshluta fyrir jólin. EPA-EFE/Jose Sena Goulao Portúgölsk yfirvöld hafa ákveðið að banna ferðalög innanlands og loka öllum skólum í kring um tvo hádegisdaga í von um að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar fyrir jólin. Antonia Costa forsætisráðherra landsins kynnti aðgerðirnar í dag. Ferðalög milli sveitarfélaga verða bönnuð á milli klukkan 23 þann 27. nóvember og fimm að morgni þann 2. desember. Þá verða ferðalög einnig bönnuð á milli klukkan ellefu að kvöldi þann 4. desember og fimm að morgni þann 9. desember. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að fólk ferðist á milli landshluta 1. og 8. desember sem eru hátíðisdagar í Portúgal. Skólar munu loka mánudagana fyrir hátíðisdagana og fyrirtæki munu þurfa að loka snemma. Fyrirtæki hafa verið hvött til að gefa starfsmönnum sínum frí til þess að minnka ferðalög innan sveitarfélaga. Grímuskylda er þegar í gildi á almenningsfæri og í lokuðum almenningsrýmum og eru grímur nú einnig skyldugar á vinnustöðum. Þá mun útgöngubann sem hefur verið í gildi eftir klukkan 1 á nóttunni og um helgar í 191 sveitarfélagi verða áfram í gildi í þeim 174 sveitarfélögum sem hafa greint hvað flest smit undanfarnar tvær vikur. Í gær greindust 6.472 smitaðir af kórónuveirunni í Portúgal og 62 létust. Langflest tilfellin voru í norðurhluta Portúgal en nú hafa alls 255.970 greinst frá upphafi faraldursins og rúmlega 3.800 látist. Mikil aukning hefur orðið í greiningu smita í Portúgal frá því í september. Ástandið er ekki betra í Frakklandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. Í gær greindust 17.881 en daginn áður greindust 22.882. Þá greindu heilbrigðisyfirvöld frá því að 276 hafi látist í gær vegna veirunnar en 386 létust daginn þar áður. Nú hafa 48.518 látist af völdum veirunnar í Frakklandi, þar af 33.231 á sjúkrahúsi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Portúgal Tengdar fréttir Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Vara almenning við því að skipuleggja ferðalög um jólin Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum hafa varað fólk við að skipuleggja ferðalög um jólin, enda sé kórónuveirufaraldurinn enn í sókn víða í álfunni. 13. nóvember 2020 07:34 Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. 10. nóvember 2020 12:35 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Portúgölsk yfirvöld hafa ákveðið að banna ferðalög innanlands og loka öllum skólum í kring um tvo hádegisdaga í von um að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar fyrir jólin. Antonia Costa forsætisráðherra landsins kynnti aðgerðirnar í dag. Ferðalög milli sveitarfélaga verða bönnuð á milli klukkan 23 þann 27. nóvember og fimm að morgni þann 2. desember. Þá verða ferðalög einnig bönnuð á milli klukkan ellefu að kvöldi þann 4. desember og fimm að morgni þann 9. desember. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að fólk ferðist á milli landshluta 1. og 8. desember sem eru hátíðisdagar í Portúgal. Skólar munu loka mánudagana fyrir hátíðisdagana og fyrirtæki munu þurfa að loka snemma. Fyrirtæki hafa verið hvött til að gefa starfsmönnum sínum frí til þess að minnka ferðalög innan sveitarfélaga. Grímuskylda er þegar í gildi á almenningsfæri og í lokuðum almenningsrýmum og eru grímur nú einnig skyldugar á vinnustöðum. Þá mun útgöngubann sem hefur verið í gildi eftir klukkan 1 á nóttunni og um helgar í 191 sveitarfélagi verða áfram í gildi í þeim 174 sveitarfélögum sem hafa greint hvað flest smit undanfarnar tvær vikur. Í gær greindust 6.472 smitaðir af kórónuveirunni í Portúgal og 62 létust. Langflest tilfellin voru í norðurhluta Portúgal en nú hafa alls 255.970 greinst frá upphafi faraldursins og rúmlega 3.800 látist. Mikil aukning hefur orðið í greiningu smita í Portúgal frá því í september. Ástandið er ekki betra í Frakklandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. Í gær greindust 17.881 en daginn áður greindust 22.882. Þá greindu heilbrigðisyfirvöld frá því að 276 hafi látist í gær vegna veirunnar en 386 létust daginn þar áður. Nú hafa 48.518 látist af völdum veirunnar í Frakklandi, þar af 33.231 á sjúkrahúsi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Portúgal Tengdar fréttir Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Vara almenning við því að skipuleggja ferðalög um jólin Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum hafa varað fólk við að skipuleggja ferðalög um jólin, enda sé kórónuveirufaraldurinn enn í sókn víða í álfunni. 13. nóvember 2020 07:34 Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. 10. nóvember 2020 12:35 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09
Vara almenning við því að skipuleggja ferðalög um jólin Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum hafa varað fólk við að skipuleggja ferðalög um jólin, enda sé kórónuveirufaraldurinn enn í sókn víða í álfunni. 13. nóvember 2020 07:34
Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. 10. nóvember 2020 12:35