VAR áberandi þegar Man Utd marði sigur á WBA

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bruno fékk tvö tækifæri af vítapunktinum.
Bruno fékk tvö tækifæri af vítapunktinum. vísir/Getty

Manchester United fékk lánlaust lið West Bromwich Albion í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Man Utd í leit að sínum fyrsta heimasigri á tímabilinu á meðan WBA var án sigurs á tímabilinu þegar kom að leiknum í kvöld.

Fyrri hálfleikur var markalaus en Anthony Martial fékk algjört dauðafæri til að koma Man Utd í forystu. Afgreiðsla Frakkans hins vegar afleit og Sam Johnstone, markvörður WBA, varði vel.

Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega. David Coote, dómari leiksins, hugðist dæma vítaspyrnu á Bruno Fernandes eftir rúmlega 50 mínútna leik en eftir að hafa nýtt sér VAR dró hann ákvörðun sína til baka við litla hrifningu gestanna.

Fljótlega eftir þetta geystust heimamenn í sókn sem endaði með því að fyrirgjöf Juan Mata hafnaði í hönd varnarmanns WBA. Coote ekki í vafa og benti á vítapunktinn.

Bruno Fernandes tók spyrnuna en Sam Johnstone varði. Hann var hins vegar aðeins of bráður í að stökkva af línunni og þurfti því að láta endurtaka spyrnuna. Bruno brást ekki bogalistin í tvígang og kom hann Man Utd í forystu.

Fleiri urðu mörkin ekki og 1-0 sigur Man Utd staðreynd.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira