Erlent

Enn deilt um fjárlög og aðgerðapakka Evrópusambandsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Krzysztof Szczerski, starfsmannastjóri forseta Póllands.
Krzysztof Szczerski, starfsmannastjóri forseta Póllands. Vísir/EPA

Ungverjar og Pólverjar standa enn í vegi fyrir að fjárlagaáætlun og margmilljarða evra aðgerðapakki Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins verði samþykktur. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist búast við sátt á endanum.

Ríkin tvö hafa neitað að styðja áætlunina vegna nýrra reglna sambandsins um að aðgangur að sameiginlegum sjóðum verði skilyrtur við að ríki virði undirstöður réttarríkisins. Þau eru bæði til rannsóknar sambandsins fyrir að hafa grafið undan sjálfstæði dómstóla, fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka.

Tugir milljarða evra eru undir fyrir ríkin tvö. Afstaða þeirra nú mun líklega tefja aðgerðir til þess að rétta við efnahag aðildarríkjanna í kreppunni sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Orban sagði í dag að viðræður héldu áfram og á endanum verði komist að niðurstöðu. Nokkrir kostir til þess að leysa úr stöðunni sem þóknist Ungverjalandi og Póllandi séu í boði. Skýrði hann ekki frekar hvað gæti falist í þeim kostum.

Minni sáttatónn var í fulltrúa pólsku ríkisstjórnarinnar í dag. Krzysztof Szczerski, starfsmannastjóri forseta Póllands, sagði landið hafa fullan rétt á því að neita að fallast á það sem það teldi rangt.

„Við höfum rétt á að sækjast eftir og krefjast nýrrar málamiðlunar,“ sagði hann við pólska ríkisútvarpið TVP info.


Tengdar fréttir

Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB

Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.