Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 12:01 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. Vísir/Arnar Formaður Landssambands eldri borgara gagnrýnir að framkvæmdasjóður aldraðra hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki í uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Þannig hefði til dæmis að miklu leyti verið hægt að koma í veg fyrir það úrræðaleysi sem nú blasi við í kjölfar hópsýkingarinnar á Landakoti. Framkvæmdasjóði aldraðra er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Í reglugerð um sjóðinn segir að fé úr sjóðnum eigi að vera varið til byggingar stofnana, þjónustumiðstöðva og dagdvala, svo fátt eitt sé nefnt. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir sjóðinn hins vegar ekki hafa verið nýttan í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „Þetta er mjög stór sjóður og það eru tveir milljarðar sem koma inn árlega, sem eiga að fara í uppbyggingu hjúkrunarheimila en í mörg, mörg ár hefur verið tekið úr honum í rekstur hjúkrunarheimila. Og það stendur til að gera það á næsta ári, ekki að fullu, en við værum löngu löngu búin að byggja þessi hjúkrunarheimili ef hann hefði ekki verið nýttur í það,“ segir Þórunn. Fyrir liggi að skortur sé á úrræðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, ekki síst núna þegar það vantar nýjar lausnir fyrir fólk sem dvalið hefur á Landakoti. Fjárskortur sé ástæðan fyrir því að sjóðurinn hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila. „Ástæðan er undanþága árlega vegna þess að peningum af skornum skammti er skammtað í rekstur hjúkrunarheimila og þar hefur þyngst verulega á seinni árum, ekki síst vegna þess að mörg hjúkrunarheimili þurftu að breyta sínu húsnæði fyrir tveimur áratugum eða svo, úr tvíbýli í einbýli og þá fækkaði svo mörgum hjúkrunarrýmum að það í raun og veru leiddi af sér dýrari rými. Og það kallar á meira fjármagn í reksturinn og svo eru það auknar kröfur sífellt um gæði þjónustunnar og allt annað." Þá hafi fjölgun eldri borgara ekki verið tekin inn í áætlanir stjórnvalda. Því þurfi að breyta. „Það er svo mikil fjölgun fram undan að til þess að brúa það bil þurfum við gríðarlegt átak,” segir Þórunn. Þórunn sagði jafnframt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsemi Landakots megi ekki tapast og að setja þurfi fjármagn í að lagfæra hana. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. 18. nóvember 2020 14:40 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Formaður Landssambands eldri borgara gagnrýnir að framkvæmdasjóður aldraðra hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila en ekki í uppbyggingu þeirra líkt og reglur kveða á um. Þannig hefði til dæmis að miklu leyti verið hægt að koma í veg fyrir það úrræðaleysi sem nú blasi við í kjölfar hópsýkingarinnar á Landakoti. Framkvæmdasjóði aldraðra er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Í reglugerð um sjóðinn segir að fé úr sjóðnum eigi að vera varið til byggingar stofnana, þjónustumiðstöðva og dagdvala, svo fátt eitt sé nefnt. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir sjóðinn hins vegar ekki hafa verið nýttan í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „Þetta er mjög stór sjóður og það eru tveir milljarðar sem koma inn árlega, sem eiga að fara í uppbyggingu hjúkrunarheimila en í mörg, mörg ár hefur verið tekið úr honum í rekstur hjúkrunarheimila. Og það stendur til að gera það á næsta ári, ekki að fullu, en við værum löngu löngu búin að byggja þessi hjúkrunarheimili ef hann hefði ekki verið nýttur í það,“ segir Þórunn. Fyrir liggi að skortur sé á úrræðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, ekki síst núna þegar það vantar nýjar lausnir fyrir fólk sem dvalið hefur á Landakoti. Fjárskortur sé ástæðan fyrir því að sjóðurinn hafi verið nýttur í rekstur hjúkrunarheimila. „Ástæðan er undanþága árlega vegna þess að peningum af skornum skammti er skammtað í rekstur hjúkrunarheimila og þar hefur þyngst verulega á seinni árum, ekki síst vegna þess að mörg hjúkrunarheimili þurftu að breyta sínu húsnæði fyrir tveimur áratugum eða svo, úr tvíbýli í einbýli og þá fækkaði svo mörgum hjúkrunarrýmum að það í raun og veru leiddi af sér dýrari rými. Og það kallar á meira fjármagn í reksturinn og svo eru það auknar kröfur sífellt um gæði þjónustunnar og allt annað." Þá hafi fjölgun eldri borgara ekki verið tekin inn í áætlanir stjórnvalda. Því þurfi að breyta. „Það er svo mikil fjölgun fram undan að til þess að brúa það bil þurfum við gríðarlegt átak,” segir Þórunn. Þórunn sagði jafnframt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsemi Landakots megi ekki tapast og að setja þurfi fjármagn í að lagfæra hana. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. 18. nóvember 2020 14:40 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53
Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. 18. nóvember 2020 14:40
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01