Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2020 20:01 Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undirstrika þörfina á nýjum Landspítala sem muni gerbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Síðan verði að bregðast við því á næstu árum að þjóðin sé að eldast en ráðist hafi verið í átak í fjölgun hjúkrunarrýma. Bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakosti sem var afhent á föstudag sýnir að spítalinn var illa búinn til að verjast hópsýkingu sem þar kom upp og leiddi til dauða tólf manns. Forsætisráðherra segir að landlæknisembættið taki málið nú til skoðunar. Málið sé í hárréttum farvegi en skýrslan sýni þörfina á að reisa nýjan Landspítala. „Það var forgangsatriði hjá okkur að koma henni af stað. Því það hefur lengi legið fyrir að það er mikil þörf á að endurnýja húnsæðið,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/Vilhelm Síðan þurfi spítalinn að taka á ýmsum öðrum málum eins og sóttvarnaráðstöfunum, loftræstingu og fleira en skýrslan leiddi líka í ljós að undirmönnun eigi hlut að máli. Nýr Landspítali er hins vegar ekki sérstaklega hannaður til að eiga við einangrun eldri hópa í faröldum. Er kerfið þá ekki að sýna að þar er veikleiki? „Ég held að það sé mjög mikilvægt að nýji spítalinn mun skipta gríðarlegu máli fyrir bættar aðstæður í sjúkrahúsþjónustu á Íslandi. Hann mun líka gefa okkur aukið rými til að bæta eldri rými. Þnnig að unt sé að koma til móts við það sem þú ert að nefna hvað varðar umönnun eldra fólks,” segir forsætisráðherra. Mikill fjöldi eldra fólks hefur undanfarin ár legið inni á Landspítalanum en ætti í raun að vera á hjúkrunarheimilum. Katrín segir að þar hafi ríkisstjórnin ráðist í átak. „Og við höfum líka verið að styðja við verkefni sem lúta að alls konar valkostum hvað varðar til að mynda dagdvöl fyrir eldri borgara og fleira. Þannig að ég held að þar verði að horfa á fjölbreyttar leiðir. En þjóðin er að eldast og þetta er risastórt verkefni, hvernig við búum að okkar eldra fólki.,” segir Katrín. Þá sé ljóst af skýrslunni um Landakot að þar verði að ráðst í endurbætur ef spítalinn eigi áfram að sinna hlutverki sínu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. 17. nóvember 2020 12:59 Helga Vala orðlaus yfir Kastljósi kvöldsins „Ég er bæði orðlaus og rasandi eftir áhorf á Kastljós rétt í þessu. Þetta var held ég nýtt met.“ 16. nóvember 2020 22:51 „Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34 Landakot er ekki hjúkrunarheimili Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. 14. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undirstrika þörfina á nýjum Landspítala sem muni gerbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Síðan verði að bregðast við því á næstu árum að þjóðin sé að eldast en ráðist hafi verið í átak í fjölgun hjúkrunarrýma. Bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakosti sem var afhent á föstudag sýnir að spítalinn var illa búinn til að verjast hópsýkingu sem þar kom upp og leiddi til dauða tólf manns. Forsætisráðherra segir að landlæknisembættið taki málið nú til skoðunar. Málið sé í hárréttum farvegi en skýrslan sýni þörfina á að reisa nýjan Landspítala. „Það var forgangsatriði hjá okkur að koma henni af stað. Því það hefur lengi legið fyrir að það er mikil þörf á að endurnýja húnsæðið,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/Vilhelm Síðan þurfi spítalinn að taka á ýmsum öðrum málum eins og sóttvarnaráðstöfunum, loftræstingu og fleira en skýrslan leiddi líka í ljós að undirmönnun eigi hlut að máli. Nýr Landspítali er hins vegar ekki sérstaklega hannaður til að eiga við einangrun eldri hópa í faröldum. Er kerfið þá ekki að sýna að þar er veikleiki? „Ég held að það sé mjög mikilvægt að nýji spítalinn mun skipta gríðarlegu máli fyrir bættar aðstæður í sjúkrahúsþjónustu á Íslandi. Hann mun líka gefa okkur aukið rými til að bæta eldri rými. Þnnig að unt sé að koma til móts við það sem þú ert að nefna hvað varðar umönnun eldra fólks,” segir forsætisráðherra. Mikill fjöldi eldra fólks hefur undanfarin ár legið inni á Landspítalanum en ætti í raun að vera á hjúkrunarheimilum. Katrín segir að þar hafi ríkisstjórnin ráðist í átak. „Og við höfum líka verið að styðja við verkefni sem lúta að alls konar valkostum hvað varðar til að mynda dagdvöl fyrir eldri borgara og fleira. Þannig að ég held að þar verði að horfa á fjölbreyttar leiðir. En þjóðin er að eldast og þetta er risastórt verkefni, hvernig við búum að okkar eldra fólki.,” segir Katrín. Þá sé ljóst af skýrslunni um Landakot að þar verði að ráðst í endurbætur ef spítalinn eigi áfram að sinna hlutverki sínu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. 17. nóvember 2020 12:59 Helga Vala orðlaus yfir Kastljósi kvöldsins „Ég er bæði orðlaus og rasandi eftir áhorf á Kastljós rétt í þessu. Þetta var held ég nýtt met.“ 16. nóvember 2020 22:51 „Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34 Landakot er ekki hjúkrunarheimili Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. 14. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. 17. nóvember 2020 12:59
Helga Vala orðlaus yfir Kastljósi kvöldsins „Ég er bæði orðlaus og rasandi eftir áhorf á Kastljós rétt í þessu. Þetta var held ég nýtt met.“ 16. nóvember 2020 22:51
„Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34
Landakot er ekki hjúkrunarheimili Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. 14. nóvember 2020 15:38