Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 14:40 Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir uppbyggingu nýs Landspítala því margt hefur breyst frá því sú fyrri var gerð. Vísir aðsend/Vilhelm Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihópinn í lok ágúst síðastliðnum. Hann er ekki sjálfstæð stjórnsýslueining heldur er honum falið stefnumörkunar-, samráðs- og samhæfingarhlutverk varðandi framkvæmdir við nýjan Landspítala. Verkefnið er á meðal stærstu ríkisframkvæmda lýðveldissögunnar. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður hópsins, segir að ráðast þurfi í aðra þarfagreiningu fyrir nýjan spítala en sú fyrri var gerð árið 2008. „Við vitum auðvitað að það er stöðug þróun í heilbrigðisgeiranum og breyttar aðstæður að ýmsu leyti og þetta kallar allt saman á nýja þarfagreiningu. Það þarf að endurmeta þarfir fyrir húsnæði og það þarf að endurskoða skipulag svæða og það þarf að taka ákvarðanir um nýtingu eldri bygginga og eins um ráðstöfun þeirra bygginga sem verða á endanum ekki nýttar áfram í starfsemi Landspítalans“ Í því sambandi þurfi að gæta vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum skili sér í hönnun og skipulagi spítalans. Forsætisráðherra sagði í gær að hópsýkingin og harmleikurinn á Landakoti undirstrikaði þörfina á nýjum spítala, sem muni gjörbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Ekki liggur þó fyrir hvort gert sé ráð fyrir starfsemi Landskots á nýjum stað en Katrín segir spítalann gefa aukið svigrúm til að bæta eldri rými. Unnur segir að það sé hlutverk heilbrigðisráðuneytisins að gera forsendugreiningu á því hvaða umbætur séu brýnastar. Það sé því ekki tímabært að segja til um framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina. „Verkefni stýrihópsins er langtímaverkefni og okkur er ekki ætlað að vera í því að bregðast við einhverjum verkefnum sem þarf að leysa til skemmri tíma heldur er það okkar hlutverk að reyna að skilgreina hvernig spítalinn á að vinna til langrar framtíðar, endurmeta þarfir fyrir húsnæði og koma með tillögur um hvernig nýting eldri bygginga og ráðstöfun annarra bygginga verður háttað – og hvað verður um einstakar byggingar í því sambandi er bara of snemmt fyrir okkur að segja til um gagnvart okkar hlutverki í stýrihópnum.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihópinn í lok ágúst síðastliðnum. Hann er ekki sjálfstæð stjórnsýslueining heldur er honum falið stefnumörkunar-, samráðs- og samhæfingarhlutverk varðandi framkvæmdir við nýjan Landspítala. Verkefnið er á meðal stærstu ríkisframkvæmda lýðveldissögunnar. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður hópsins, segir að ráðast þurfi í aðra þarfagreiningu fyrir nýjan spítala en sú fyrri var gerð árið 2008. „Við vitum auðvitað að það er stöðug þróun í heilbrigðisgeiranum og breyttar aðstæður að ýmsu leyti og þetta kallar allt saman á nýja þarfagreiningu. Það þarf að endurmeta þarfir fyrir húsnæði og það þarf að endurskoða skipulag svæða og það þarf að taka ákvarðanir um nýtingu eldri bygginga og eins um ráðstöfun þeirra bygginga sem verða á endanum ekki nýttar áfram í starfsemi Landspítalans“ Í því sambandi þurfi að gæta vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum skili sér í hönnun og skipulagi spítalans. Forsætisráðherra sagði í gær að hópsýkingin og harmleikurinn á Landakoti undirstrikaði þörfina á nýjum spítala, sem muni gjörbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Ekki liggur þó fyrir hvort gert sé ráð fyrir starfsemi Landskots á nýjum stað en Katrín segir spítalann gefa aukið svigrúm til að bæta eldri rými. Unnur segir að það sé hlutverk heilbrigðisráðuneytisins að gera forsendugreiningu á því hvaða umbætur séu brýnastar. Það sé því ekki tímabært að segja til um framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina. „Verkefni stýrihópsins er langtímaverkefni og okkur er ekki ætlað að vera í því að bregðast við einhverjum verkefnum sem þarf að leysa til skemmri tíma heldur er það okkar hlutverk að reyna að skilgreina hvernig spítalinn á að vinna til langrar framtíðar, endurmeta þarfir fyrir húsnæði og koma með tillögur um hvernig nýting eldri bygginga og ráðstöfun annarra bygginga verður háttað – og hvað verður um einstakar byggingar í því sambandi er bara of snemmt fyrir okkur að segja til um gagnvart okkar hlutverki í stýrihópnum.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01
„Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06