Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2020 20:16 Undirbúningur sýnatöku. Vísir/Vilhelm „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. Hlynur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. „Það er mikil ábyrgð að vera skólabílstjóri, við berum ábyrgð á börnunum ykkar á ferðum þeirra á milli skóla og heimilis við alls konar aðstæður. Gætum orða okkar og gröfum ekki undan trausti barnanna með ógætilegum og vanhugsuðum orðum,“ segir Hlynur m.a. í færslunni. Allir strax í sjálfskipaða sóttkví Forsaga málsins er sú að í gær greindist einn bílstjóra fyrirtækisins með Covid-19 en að sögn Hlyns setti fyrirtækið sig strax í samband við alla viðeigandi aðila. „Frá því að skólaakstur hófst í haust höfum við í okkar fyrirtæki lagt allt kapp á að vanda til verka með allar sóttvarnir. Við vorum frumkvöðlar að notkun andlitsgríma hjá bílstjórum okkar. Allir bílstjórar voru og eru með grímur á meðan á akstri með börn á sér stað. Við viljum einnig koma því á framfæri að spritt er í öllum bílum til afnota fyrir farþega og hefur verið frá því að skólahald hófst, allir snertifletir eru sápuþvegnir og sótthreinsaðir samkvæmt reglum. Hjá Sæti hópferðum er vandað til verka og enginn getur haldið öðru fram,“ segir Hlynur. Bílstjórar hafi um langan tíma verið hvattir til að vanda sig í ljósi aðstæðna en allir þeir sem höfuð verið í samskiptum við umræddan starfsmann fóru umsvifalaust í sjálfskipaða sóttkví og verða í henni þar til seinni sýnataka mun eiga sér stað á föstudag. „Við vonum að með þessum upplýsingum skapist friður, því miður þá er okkur að berast til eyrna dapurlegar athugasemdir sem engan veginn eiga rétt á sér. Eins og einhver sagði „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Sýnum frekar samstöðu og skilning. ENGINN ÆTLAR að veikjast en því miður gerist það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Múlaþing Tengdar fréttir Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
„Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. Hlynur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. „Það er mikil ábyrgð að vera skólabílstjóri, við berum ábyrgð á börnunum ykkar á ferðum þeirra á milli skóla og heimilis við alls konar aðstæður. Gætum orða okkar og gröfum ekki undan trausti barnanna með ógætilegum og vanhugsuðum orðum,“ segir Hlynur m.a. í færslunni. Allir strax í sjálfskipaða sóttkví Forsaga málsins er sú að í gær greindist einn bílstjóra fyrirtækisins með Covid-19 en að sögn Hlyns setti fyrirtækið sig strax í samband við alla viðeigandi aðila. „Frá því að skólaakstur hófst í haust höfum við í okkar fyrirtæki lagt allt kapp á að vanda til verka með allar sóttvarnir. Við vorum frumkvöðlar að notkun andlitsgríma hjá bílstjórum okkar. Allir bílstjórar voru og eru með grímur á meðan á akstri með börn á sér stað. Við viljum einnig koma því á framfæri að spritt er í öllum bílum til afnota fyrir farþega og hefur verið frá því að skólahald hófst, allir snertifletir eru sápuþvegnir og sótthreinsaðir samkvæmt reglum. Hjá Sæti hópferðum er vandað til verka og enginn getur haldið öðru fram,“ segir Hlynur. Bílstjórar hafi um langan tíma verið hvattir til að vanda sig í ljósi aðstæðna en allir þeir sem höfuð verið í samskiptum við umræddan starfsmann fóru umsvifalaust í sjálfskipaða sóttkví og verða í henni þar til seinni sýnataka mun eiga sér stað á föstudag. „Við vonum að með þessum upplýsingum skapist friður, því miður þá er okkur að berast til eyrna dapurlegar athugasemdir sem engan veginn eiga rétt á sér. Eins og einhver sagði „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Sýnum frekar samstöðu og skilning. ENGINN ÆTLAR að veikjast en því miður gerist það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Múlaþing Tengdar fréttir Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28
Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58
Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59